Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samherjafélag afskrifar 257 milljóna lán til félags Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa

Fé­lag Sam­herja sem lán­aði Ey­þóri Arn­alds fyr­ir hluta­bréf­um í Morg­un­blað­inu tap­aði 200 millj­ón­um í fyrra. Skuld fé­lags Ey­þórs við Sam­herja­fé­lag­ið hef­ur nú ver­ið af­skrif­uð að fullu. Fé­lag­ið sem lán­ar Ey­þóri er fjár­magn­að óbeint af sama fé­lagi á Kýp­ur og greiddi Namib­íu­mönn­um hundruð millj­óna króna í mút­ur.

Samherjafélag afskrifar 257 milljóna lán til félags Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa
Samherji gefur eftir kröfu sína Dótturfélag Samherja hefur fært niður 257 milljóna króna kröfu sína á hendur félagi Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa sem heldur utan um hlutabréf í Árvakri. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Eignarhaldsfélagið Kattarnef ehf., sem er í eigu útgerðarfélagsins Samherja í gegnum fjárfestingarfélagið Kaldbak, hefur afskrifað 257 milljóna króna seljendalán sem félagið veitti eignarhaldsfélagi í eigu Eyþórs Arnalds árið 2017. Lánið var veitt félagi Eyþórs, Rames II. ehf, vegna kaupa þess félags á nærri fjórðungshluti í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í ársreikningi Kattarnefs ehf. fyrir árið 2019 sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkiskattstjóra þann 31. ágúst síðastliðinn.

Kattarnef var stofnað gagngert til að halda utan um hlutabréfaeign Samherja í Árvakri.  

Tekið skal fram að Eyþór var ekki orðinn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þegar hann keypti þessi hlutabréf Samherjafélagsins í Mogganum í apríl árið 2017.  Eyþór varð borgarfulltrúi rúmu ári síðar, í lok maí árið 2018, og hefur hann haldið á umræddum hlutabréfum í Árvakri samhliða störfum sínum hjá Reykjavíkurborg æ síðan. 

Eignarhald Eyþórs á bréfunum hefur vakið mikla athygli og umtal síðastliðin ár og nægir að nefna nýlega gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, sem hefur vakið umtal í fjölmiðlum síðustu daga

Æltar ekki að hættaDóra Björt Guðjónsdóttir hefur sagt að hún ætli ekki að hætta að spyrja Eyþór Arnalds um viðskiptin með hlutabréfin í Árvakri.

Tapaði tæpum 200 milljónum

Í ársreikningi Kattarnefs ehf. kemur fram að félagið tapaði tæplega 200 milljónum króna í fyrra. Félagið átti samtals 256 milljóna króna eignir í árslok 2018 en í árslok 2019 voru þær komnar niður í 63 milljónir króna. Ástæðan er „virðisrýrnun krafna“ Kattarnefs á hendur félagi Eyþórs Arnalds, Ramsesi II ehf. Vaxtaberandi kröfur Kattarnefs fóru úr tæplega 250 milljónum króna í árslok 2018 og niður í 0 krónur í árslok 2019. 

Eftir sem áður standa skuldir Kattarnefns við fjárfestingafélagið Kaldbak ehf. óniðurfærðar. 

„Það er alvarlegt mál ef hægt er að kaupa stjórnmálamann“

Kaldbakur er móðurfélag Kattarnefs og er það í eigu Samherja. Kattarnef skuldar Kaldbaki tæplega 286 milljónir kríona. En þar sem Kattarnef á nær engar eignir, nema skatteign upp á rúmlega 50 milljónir króna, er ljóst að félagið getur ekki greitt Kaldbaki skuldina. Alveg ljóst er því að Kaldbakur mun á endanum þurfa að afskrifa kröfu sína á hendur Kattarnefi, alveg eins og Kattarnef hefur afskrifað kröfu sínar á hendur félagi Eyþórs Arnalds. 

Eins og Stundin hefur greint frá er fjárfestingarfélagið Kaldbakur meðal annars fjármagnað með láni frá eignarhaldsfélagi Samherja á Kýpur, Esju Seafood. Þetta félag flutti peninga til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands árið 2012. Fyrir vikið fékk Samherji 20 prósenta afslátt á íslensku krónunum sem voru keyptar fyrir peningana frá Esju Seafood. 

Á næstu árum á eftir átti sama félag Samherja á Kýpur eftir að greiða mörg hundruð milljónir króna til namibískra áhrifamanna í skiptum fyrir kvóta í Namibíu, eins og Kveikur og Stundin greindu frá í fyrra í samvinnu við Wikileaks. 

Sagði Eyþór hafa verið keyptan

Dóra Björt Guðjónsdóttir sagði í vikunni að ýmislegt benti til að Samherji hefði keypt Eyþór Arnalds. Hún setti viðskipti þeirra með hlutabréf í Árvakri í samhengi við viðskipti Kristjáns Vilhelmssonar, annars stærsta eiganda Samherja, með nýjan miðbæjarkjarna á Selfossi sem nú rís. Eyþór var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Selfoss og ýjaði hún að því að Eyþór hefði liðkað til fyrir þeim viðskiptum. „Það er alvarlegt mál ef hægt er að kaupa stjórnmálamann. […] Núna hafa komið fram nýjar upplýsingar um uppbyggingu Samherja á Selfossi í miðbænum og ég hef ítrekað spurt Eyþór út í það hvers vegna hann fékk mörg hundruð milljónir frá Samherja þegar hann fékk gefins hlut í Morgunblaðinu og hann hefur aldrei svarað almennilega fyrir það. Hann fer alltaf að snúa út úr og drepa málum á dreif.“

„Hér dylgjar hún algerlega út í loftið“

Í umræðum um málið í borgarstjórn greip Eyþór til varnar fyrir sig og sagði Dóru Björt dylgja: „Hér dylgjar hún algerlega út í loftið, hún verður sjálfri sér til minnkunar um miðbæ Selfoss og greiðslur og fleira sem er ekki bara henni til vansemdar heldur öllum hérna inni í salnum.“

Eyþór Arnalds hefur ekki skilað ársreikningi Ramses II ehf. fyrir árið 2019 og því er ekki hægt að sjá hvernig félag hans bókfærir viðskiptin við Kattarnef í nýjasta ársreikningi sínum. 

Út frá fyrirliggjandi gögnum er hins að verða ljóst hver niðurstaðan í málinu er. Eyþór Arnalds keypti stóran hlut í Mogganum af Samherja árið 2017 og kemur hann ekki til með að greiða útgerðinni neitt af láninu sem hún veitti honum fyrir bréfunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár