Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjölskyldan sett í Covid-19 skimun til að búa hana undir brottvísun

Lög­reglu­yf­ir­völd hafa til­kynnt Khedr-fjöl­skyld­unni að far­ið verði með hana í skimun vegna kór­ónu­veirunn­ar í dag. Lög­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ir að­gerð­irn­ar harð­nesku­leg­ar en von­ast til að af­staða Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra muni hafa áhrif til þess að ekki verði af brott­vís­un.

Fjölskyldan sett í Covid-19 skimun til að búa hana undir brottvísun
Harðneskjuleg aðgerð Lögmaður Khedr-fjölskyldunnar segir það að færa hjónin og börn þeirra nauðug í kórónaveiru skimun vera harðneksjulegt og undirbúning að því að hægt verði að flytja þau úr landi. Mynd: Sema Erla Serdar

Lögregluyfirvöld munu færa egypsku Khedr-fjölskylduna, sem ákveðið hefur verið að senda úr landi í vikunni, í Covid-19 skimun í dag. Fjölskyldan var upplýst um þetta um helgina og er það liður í undirbúningi brottvísunar fólksins sem til stendur fari fram næsta miðvikudag. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta harðneskjulegar aðgerðir og sorglegt að börn séu látin undirgangast þær. Hann bindur vonir við að yfirlýsingar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að langur málsmeðferðartími í máli fjölskyldunnar sé ómannúðlegur, muni hafa áhrif í þá veru að ekki verði af brottvísun fjölskyldunnar.

Khedr-fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd vegna pólitískra ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum, Ibrahim. Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um hæli og staðfesti kærunefnd útlendingamála þann úrskurð í nóvember á síðasta ári.

Hörð gagnrýni á framgöngu stjórnvalda

Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku að fjölskyldan fékk upplýsingar um að flytja ætti hana nauðuga úr landi næstkomandi miðvikudag. Börnin fjögur hafa aðlagast íslensku samfélagi vel, ganga í skóla og tala íslensku. Yngsta barnið var aðeins hálfs árs gamalt þegar það kom hingað til lands. Þá er heilsufar foreldranna bágborið, móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil sem kallar á reglulegt eftirlit lækna og viðvarandi lyfjameðferð, auk þess sem hún þjáist af kvíða og þunglyndi. Ibrahim þjáist þá af háþrýstingi.

„Það er ákaflega sorglegt að börnin séu látin undirgangast þessar harðneskjulegu aðgerðir“

Hörð gagnrýni hefur komið fram á Útlendingastofnun, yfirvöld og ríkisstjórnina vegna ákvörðunarinnar um að flytja fjölskylduna úr landi. Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar, segir framgöngu yfirvalda harðneskjulega og ómannúðlega. Hann bindur þó vonir við að hægt verði að koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar úr landi og til Egyptalands. „Þessi skimun er liður í því að undirbúa framkvæmd brottvísunar. Það er ákaflega sorglegt að börnin séu látin undirgangast þessar harðneskjulegu aðgerðir, sérstaklega þar sem blikur eru á lofti og það kann að gerast að ekki komi til þessarar brottvísunar.“

Fyrir liggja hjá kærunefnd útlendingamála tvær kröfur um endurupptöku málsins og ein krafa um frestun réttaráhrifa. Magnús segist binda vonir við að kærunefnd útlendingamála fallist á eina af þeim kröfum. „Gerist það þá auðvitað kemur ekki til þessarar brottvísunar á miðvikudaginn.“

Yfirlýsingar forsætisráðherra hljóta að hafa þýðingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Magnús bendir sömuleiðis á málflutning Katrínar Jakobsdóttur forætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar sagði Katrín að ekki væri mannúðlegt að halda fólki, sérstaklega börnum, jafn lengi í óvissu og Khedr-fjölskyldan hefur þurft að búa við. „Ég bind auðvitað vonir við að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem kom fram í máli hennar á Sprengisandi í gær, muni skipta máli. Þar sagði hún að þessi aðgerð væri ómannúðleg, og ekki væri þetta bara ómannúðlegt fyrir Khedr-fjölskylduna heldur fyrir önnur börn í sömu stöðu. Þegar forsætisráðherra stígur fram með þessum hætti, og tekur afstöðu með fjölskyldunni, þá hlýtur það að þýða eitthvað, að hafa einhverja merkingu. Hún fer fyrir ríkisstjórninni.“

Magnús segir fjölskylduna fagna því innilega að forsætisráðherra hafi stigið fram og tekið afstöðu með þeim. „Ráðherrann hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að fyrir börnin „skipti engu máli hvort þetta er hluti af málsmeðferðartíma eða heildartíma, og ekki bara þessi börn heldur fyrir alla í sömu stöðu.“ Vegna þessara orða bindur fjölskyldan nú ríkari vonir en ella við að mál þeirra fái farsælan endi.  Það skýtur þó skökku við og er ákaflega sorglegt að á sama tíma og stuðningur berst frá forsætisráðherra er stoðdeild ríkislögreglustjóra í fullum gangi að undirbúa framkvæmd brottvísunar, meðal annars með þessa Covid-prófi, sem ekki er sársaukalaust að gangast undir, þá ekki síst fyrir börnin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu