Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þetta hefur Þorvaldur sagt um Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna

Þor­vald­ur Gylfa­son, hag­fræð­ing­ur og fyrr­ver­andi formað­ur Lýð­ræð­is­vakt­ar­inn­ar, hef­ur gagn­rýnt Sjálf­stæð­is­flokk­inn harð­lega um ára­bil. Hann hef­ur með­al ann­ars gagn­rýnt Bjarna Bene­dikts­son per­sónu­lega fyr­ir spill­ingu í fjöl­miðl­um. Þor­vald­ur fékk ekki rit­stjórastarf á veg­um ráðu­neyt­is Bjarna.

Þetta hefur Þorvaldur sagt um Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna
Gagnrýnir að Bjarni sé ennþá í stjórnmálum Þorvaldur Gylfason hefur gagnrýnt Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir Sjóðs 9-málið, Panamaskjölin og Uppreist æru-málið og furðað sig á því að Bjarni sé ennþá í stjórnmálum sem fulltrúi almennings.

„Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að andliti pólitískrar spillingar á Íslandi,“ sagði Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður Lýðræðisvaktarinnar, í viðtali við katarska fjölmiðilinn Al Jazeera í aðdraganda þingkosninganna á Íslandi um haustið 2017. Blásið var til þeirra kosninga út af Uppreist æru málinu svokallaða, eins og rakið er í grein fjölmiðilsins frá Katar, og er það sagt vera „hneykslismál Sjálfstæðisflokksins“.

Málið snerist um að faðir Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, skrifaði stuðningsbréf fyrir dæmdan barnaníðing og reyndu yfirvöld að halda málinu leyndu. Í kjölfarið ákvað Björt framtíð að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og þurfi að boða til kosninga í kjölfarið. Bjarni missti forsætisráðherraembætti sitt vegna málsins og í kjölfar nýrra kosninga hóf flokkurinn samstarf við VG og Framsóknarflokkinn. 

„Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að andliti pólitískrar spillingar á Íslandi“

Þessi ummæli Þorvaldar er ein af fjölmörgum sem hann hefur látið falla í gegnum árin þar sem hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn beint og Bjarna Benediktsson, formann flokksins, beint eða óbeint.

Þorvaldur er stundum kallaður til af erlendum fjölmiðlum, eins og Al Jazeera, sem álitsgjafi eða greinandi um íslensk málefni.  Í viðtalinu við Al Jazeera sagði hann enn fremur: „Hin mikla andstaða Sjálfstæðisflokksins við hina nýju stjórnarskrá, sem er aðallega tilkomin til að þóknast velgjörðarmönnum flokksins í röðum auðmanna í íslenskum sjávarútvegi, en sem einnig má rekja til þess vilja flokksins að viðhalda óbreyttu ástandi á Íslandi, hefur valdið mörgum af kjósendum flokksins vonbrigðum,“ sagði Þorvaldur. 

Viðtalið við Al Jazeera snerist því fyrst og fremst um Sjálfstæðisflokkinn og arfleifð hans.

Panamakjölin og íslensk spillingÞorvaldur talar um að það sé dæmi um spillingu á Íslandi að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi haldið áfram í stjórnmálum á Íslandi þrátt fyrir að hafa verið í Panamaskjölunum.

Misræmið um aðkomu Bjarna

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, fyrst í Kjarnanum, fékk Þorvaldur ekki ritstjórastarf hjá hagfræðitímariti Norrænu ráðherranefndarinnar vegna andstöðu ráðuneytis Bjarna Benediktssonar við tilhögunina. Búið var að ganga frá ráðningunni með óformlegum hætti í tölvupóstsamskiptum en Bjarni Benediktsson hefur bent á það að hann hafi bæði tilnefningar- og neitunarvald um hver gegni þessu starfi þar sem hann er fjármálaráðherra. Fjármálaráðuneytin á Norðurlöndunum halda utan um útgáfu tímaritsins og þarf að ríkja einhugur um hver gegnir ritstjórastarfinu. 

Yfirlýsingar ráðuneytisins og Bjarna Benediktssonar sjálfs um hvernig það bar að að ráðuneytið setti sig upp á móti ráðningunni eru nokkuð misvísandi. Ráðuneytið gaf það út fyrir nokkrum dögum að enginn í yfirstjórn þess hafi vitað af eða komið að málinu þegar starfsmaður skrifstofu efnahagsmála lýsti því yfir að ráðuneytið væri mótfallið að Þorvaldur fengi starfið. 

Í innleggi á Facebook i gær og síðar í upplýsandi viðtali við RÚV sagði Bjarni hins vegar að hann hafi lýst sig andsnúinn Þorvaldi þegar hann heyrði af því að honum hafi verið boðið starfið. „Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri uppástungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þorvaldar Gylfasonar í efnahagsmálum geti engan veginn stutt við stefnumótun ráðuneytis sem ég stýri.“

Spurningin sem eftir stendur er hvort það skipti máli á hvaða tímapunkti í ferlinu það var sem Bjarni lýsti því yfir að hann vildi ekki að Þorvaldur fengi starfið. Aðalatriðið er kannski að Bjarni gerði þetta á einhverjum tímapunkti og taldi sig hafa fullan rétt á því eins og hann útskýrir sjálfur.

Bjarni hefur útskýrt þetta misræmi í orðum ráðuneytisins og hans sjálfs með eftirfarandi hætti: „Ég held að þarna séu menn að rugla saman tveimur hlutum. Ég hafði ekki aðkomu að því að þessi tiltekni tölvupóstur var sendur út. Ég hafði hins vegar heyrt af því að komin var af stað umræða í stýrihópnum um væntanlegan nýjan ritstjóra. Ég var bara sáttur við það í hvaða farvegi það var. Eftir að ég heyri hins vegar af því að önnur ríki hafi mótmælt eða ekki fallist á okkar tillögu og vilji frekar leggja til Þorvald Gylfason þá lagðist ég gegn því.“

Miðað við fyrstu yfirlýsingar ráðuneytisins um málið mátti skilja það sem svo að Bjarni hafi ekki á neinum tímapunkti í ferlinu komið að því að lýsa yfir andstöðu við ráðningu Þorvaldar. Þetta reyndist hins vegar ekki vera rétt. Bjarni útskýrir svo þetta misræmi með sínum hætti. 

Bjarni ósáttur við Þorvald

Bjarni sagði í viðtalinu við RÚV að hann teldi einnig hæpið að Þorvaldur gæti verið í samstarfi við ráðuneyti undir hans stjórn í ljósi skoðana hans. „Hver segir að hans pólitísku skoðanir skipti öllu máli? Ég er bara að segja að ég hef enga skyldu til þess að tilnefna Þorvald eða fallast  á tillögu um Þorvald. Ef við viljum velta fyrir okkur hans skoðunum, ef menn eru að velta fyrir sér hvort það sé líklegt að hann geti verið í samstarfi við fjármálaráðuneyti undir minni stjórn um efnistök í blaðinu og annað þess háttar þá finnst mér það harla ólíklegt miðað við hans yfirlýstu skoðanir.“

„Á meðan flutti forsætisráðherrann [Bjarni] sem málið snérist um sig um set og gerðist fjármálaráðherra.“

En hvað skoðanir eru þetta? Bjarni vísaði ekki til neins sérstaks en sagði í Facebook-innleggi sínu að ekki þyrfti að „leggjast í mikla rannsóknarvinnu til að finna út hvaða hug Þorvaldur hefur borið til þeirra ríkisstjórna sem ég hef setið í undafarin ár“. Þetta er auðvitað rétt hjá Bjarna.

Gagnrýninn á að Bjarni sé ennþá í stjórnmálum

Skoðanir Þorvaldar á Sjálfstæðisflokknum hafa meðal annars birst í viðtölum eins og því við Al Jazeera en einnig í fjölda greina sem hann hefur skrifað í íslensk blöð í gegnum árin sem og á öðrum vettvangi. Til dæmis var Þorvaldar getið sem heimildarmanns í bókinni Meltdown Iceland eftir breska blaðamanninn Roger Boyes frá árinu 2009 þar sem fram kom hörð gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson. 

Gagnrýni Þorvaldar á Sjálfstæðisflokkinn og ætlaða spillingu innan hans nær því miklu lengra aftur í söguna. Þorvaldur skrifaði til dæmis oftsinnis um spillingu við einkavæðingu ríkisbankanna í greinum sínum í Fréttablaðinu á árunum eftir efnahagshrunið 2008 og fram á okkar dag

Þegar litið er nær í tíma þá skrifaði Þorvaldur grein í Tímarit Máls og menningar í apríl í ár þar sem hann gagnrýndi bæði Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna sjálfan harðlega. Greinin kallast 12 ár frá hruni. Tekið skal fram að greinin var birt eftir að Þorvaldur fékk ekki umrætt ritstjórastarf. 

Í greininni ræðir Þorvaldur um það hvaða breytingar þurfi að gera á Íslandi, meðal annars í stjórnmálum. Þorvaldur sat í stjórnlagaráði á sínum tíma og hefur barist fyrir því að sett verði ný stjórnarskrá í mörg ár.  Hann hefur meðal annars sagt í viðtölum að Ísland sé „ennþá bara þróunarland“ þegar kemur að stjórnmálalífi og vörnum gegn spillingu í samfélaginu. 

Í grein sinni ræðir Þorvaldur meðal annars um það að stjórnmálamenn geti haldið áfram að starfa sem fulltrúar almennings eftir að hafa verið staðnir að spillingu.

Tók Þorvaldur dæmi af Panamaskjölunum svokölluðu þar sem bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktssin héldu áfram í stjórnmálum þrátt fyrir að hafa notað skattaskjól samhliða störfum sínum sem þingmenn.  „Ísland missir eitt stig vegna þess að „embættismenn sem verða uppvísir að spillingu eða óæskilegri háttsemi starfa yfirleitt áfram innan stjórnsýslunnar. Dæmi: Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að nafn hans fannst í Panamaskjöl- unum – leknum lögfræðilegum gögnum sem afhjúpuðu mögulega ólöglega viðskiptahætti valdamikilla einstaklinga um allan heim – þá tók Bjarni Benediktsson sæti hans, en nafn Bjarna var einnig í Panama-skjölunum,“  segir Þorvaldur í greininni.

Um Bjarna segir Þorvaldur enn frekar í greininni að hann sé ennþá í stjórnmálum þrátt fyrir veruna í Panamaskjölunum. „Einn ráðherranna þriggja varð síðan forsætisráðherra skamma hríð áður en hann settist í stól fjármálaráðherra að nýju eins og ekkert hefði í skorist og situr þarn enn.“

Þorvaldur gagnrýnir svo að sett hefði verið lögbann á fjömiðla vegna frétta um viðskipti Bjarna í aðdraganda íslenska efnahagshrunsins og segir hann að prentfrelsið hafi hins vegar sigrað að lokum. „Prentfrelsið sigraði í héraðsdómi í október 2018 og síðan aftur í Hæstarétti í mars 2019. Því hafði þá verið haldið í gíslingu í 522 daga. Á meðan flutti forsætisráðherrann [Bjarni] sem málið snérist um sig um set og gerðist fjármálaráðherra.“

Segja má að öll grein Þorvaldar, þar sem hann dregur upp sínar skoðanir á stöðu Íslands frá hruni, feli í sér gegnumgangandi gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna sjálfan og fjölskyldu hans líka í nokkrum tilfellum. Þorvaldur telur Bjarna Benediktsson með öðrum orðum vera eitt af vandamálum íslensks samfélags og sér hann ekki sem hluta af þeirri lausn á vandamálum landsins sem hann sér fyrir sér. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu