Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tilkynntu 425 milljóna hagnað og settu yfir 50 starfsmenn á hlutabætur

Yf­ir 10 pró­sent starfs­manna Origo lækka í starfs­hlut­falli vegna sam­drátt­ar í verk­efn­um sem tengj­ast ferða­þjón­ust­unni. Fyr­ir­tæk­ið hagn­að­ist um tæp­an hálf­an millj­arð fyrstu þrjá mán­uði árs­ins og greiddi millj­arð í arð vegna 2018. For­stjór­inn var einn sá launa­hæsti í Kaup­höll­inni, en stjórn­end­ur munu taka á sig launa­skerð­ingu.

Tilkynntu 425 milljóna hagnað og settu yfir 50 starfsmenn á hlutabætur
Finnur Oddsson Fráfarandi forstjóri Origo fagnar aðgerðum stjórnvalda sem snúa að eflingu nýsköpunar. Mynd: Origo

Fyrirtækið Origo setti yfir 50 starfsmenn sína á hlutabótaleið stjórnvalda sama dag og tilkynnt var um 425 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Fyrirtækið segir aðgerðina ná til þjónustu og vöruþróunar fyrir ferðaþjónustuna, en Icelandair er stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins á því sviði.

Stjórn Origo ákvað að fella niður arðgreiðslur og kaupa ekki eigin hlutabréf vegna ástandsins. Stjórnendur Origo munu taka á sig launaskerðingu á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt, að því er kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Stundarinnar. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Origo, munu lækka um 15 prósent, laun framkvæmdastjóra um 10 prósent og laun millistjórnenda um 5 prósent á meðan úrræði stjórnvalda nýtur við.

Tilkynnt var á fimmtudag um að Finnur muni hætta hjá Origo og taka við starfi forstjóra Haga. Laun Finns námu 6,2 milljónum króna á mánuði í fyrra, að meðtöldum hlunnindum og lífeyrisgreiðslum, og höfðu hækkað um 29 prósent á milli ára. Má því áætla að tekjur hans eftir skerðingu verði tæpar 5,3 milljónir króna á mánuði, eða tæpri hálfri milljón hærri en þau voru árið 2018.

Á miðvikudag í síðustu viku tilkynnti Origo um 425 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Er það tvöfalt meiri hagnaður en á sama ársfjórðungi í fyrra. Þá námu arðgreiðslur vegna ársins 2018 einum milljarði króna.

„Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk“

Finnur sagði í tilkynningu að þegar hefði verið tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna þeirrar efnahagslegu óvissu sem stafar af COVID-19 faraldrinum. „Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum,“ var haft eftir honum í tilkynningunni. „Við horfum hins vegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt.  Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“

OrigoAllt að 60 starfsmenn lækka í starfshlutfalli.

Sama dag og tilkynnt var um afkomu fyrsta ársfjórðungs voru yfir 50 starfsmenn Origo settir í skert starfshlutfall í samræmi við hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar. Munu þeir fá greiðslur úr ríkissjóði í gegnum Vinnumálastofnun til að mæta launaskerðingunni.

Nær 100 prósent tekjutap viðskiptavina

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar staðfestir Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Origo, að á bilinu 50 til 60 starfsmenn, eða yfir 10 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins, fari í skert starfshlutfall frá og með maí. Ástæðan sé samdráttur í þjónustu og vöruþróun fyrir ferðaþjónustuna. „Að auki taka stjórnendur á sig skerðingu launa á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt,“ segir í svarinu. „Origo hefur stigið það skref að nýta hlutastarfaleið á þeim sviðum sem hafa orðið fyrir hvað mestum áhrifum vegna samdráttar í eftirspurn eftir þjónustu eða ferðatengdum lausnum. Markmiðið er að verja störf í lengstu lög og forðast uppsagnir ef hægt er.“

„Að auki taka stjórnendur á sig skerðingu launa á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt“

Í svarinu kemur fram að Origo hafi fundið fyrir niðursveiflunni síðustu vikur. „Nokkrir stórir viðskiptavinir Origo starfa í ferðaþjónustu og hafa orðið fyrir nánast 100% tekjusamdrætti vegna COVID-faraldursins, t.d. flugfélög, hótel og bílaleigur. Viðskiptavinir hafa leitað eftir stuðningi Origo til að takast á við þessar ögrandi aðstæður, m.a. með hagræðingu og samdrætti í starfsemi. Icelandair er stærsti viðskipavinur Origo í ferðaþjónustu.“

Finnur Oddsson, fráfarandi forstjóri, var fjórði launahæsti forstjóri fyrirtækjanna í Kauphöllinni í fyrra. Eins og áður segir námu laun hans, auk hlunninda og lífeyrisgreiðslna, 6,2 milljónum króna á mánuði árið 2019. Hann hækkaði um 29 prósent í launum á milli ára, en laun hans árið 2018 voru 4,8 milljónir króna á mánuði. Arðgreiðslur til hans árið 2018 námu 3,3 milljónum króna.

Fagna aðgerðum í þágu nýsköpunar og nýrra starfa

Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar, sem kynntur var 21. apríl, var kveðið á um sérstaka áherslu á frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi  með 4,4 milljarða króna aukningu fjárframlags. Þannig verður veitt 1,1 milljarði króna í nýsköpunarstjóðinn Kríu. Endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar verða auknar úr 20 prósentum í 25 prósent. Þak á endurgreiðslum er jafnframt hækkað úr 600 milljónum króna í 900 milljónir króna.

Þessum aðgerðum fögnuðu fjórir stjórnendur íslenskra nýsköpunarfyrirtækja í grein í Fréttablaðinu á þriðjudag í síðustu viku. Var Finnur einn höfunda. „Aðgerðir stjórnvalda nú skapa rétta hvata og auka líkurnar á því að hér á landi byggist upp fleiri burðug hugverkafyrirtæki, með tilheyrandi fjölgun starfa og verðmætasköpun,“ skrifuðu stjórnendurnir. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárfesting í fólki, hugviti og þekkingu og öflug virkjun á sköpunarkrafti Íslendinga sem hefur svo oft reynst vel á erfiðum tímum. Aðgerðirnar koma til með að gera íslenska hagkerfið samkeppnishæfara á alþjóðavettvangi en það sem skiptir þó líklega mestu máli er að hvatarnir sem aðgerðirnar mynda munu leiða til nýrra verkefna á Íslandi, nýrra fyrirtækja, nýrra starfa, aukinnar fjárfestingar og meiri gjaldeyristekna til framtíðar. Það er því bjart fram undan í nýsköpun á Íslandi. Um það erum við sannfærð.“

Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjaframleiðandans Össurar, stóð einnig að greininni. Fyrirtækið minnkaði starfshlutfall 165 starfsmanna á Íslandi niður í 50 prósent í apríl í samræmi við hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í frétt RÚV. Starfsemi Össurar fer að miklu leyti fram erlendis og er fyrirtækið ekki lengur í íslensku Kauphöllinni. Arðgreiðsla til hluthafa nam um 1,2 milljörðum króna vegna síðasta árs. Fyrirtækið hefur einnig keypt eigin bréf fyrir 1,3 milljarða króna það sem af er þessu ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
6
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
7
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
9
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu