Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Varaformaður Aktívegan: „Fólk er bara hrætt við breytingar“

Mót­mæli að­gerð­ar­hóps veg­ana, Aktí­v­eg­an, við slát­ur­hús SS á Sel­fossi hafa vak­ið tals­verða eft­ir­tekt. Vara­formað­ur sam­tak­anna, Sig­ur­björg Sæ­munds­dótt­ir, seg­ir fólk þola illa gagn­rýni á kjötætu­lífs­stíl­inn og að til­gang­ur­inn með að­gerð­un­um sé ein­fald­lega að sýna dýr­un­um sam­stöðu.

Varaformaður Aktívegan: „Fólk er bara hrætt við breytingar“
Varaformaður Aktívegan Sigurbjörg Sæmundsdóttir við mótmæli hjá SS, Selfossi.

Síðasta sunnudag fóru meðlimir úr félaginu Aktívegan að sláturhúsi SS á Selfossi og mótmæltu þar í þriðja sinn í vetur. Sigurbjörg Sæmundsdóttir, varaformaður Aktívegan samtakanna, segir að harkaleg viðbrögð við aðgerðum þeirra byggist á ótta fólks við breytingar og að samtökinn ætli að mótmæla við sláturhúsið á hverjum einasta sunnudegi á næstunni.

Mótmæli hinna íslensku vegana eru að kanadískri fyrirmynd, en í Toronto hafa aðgerðarsinnar tekið upp á því að halda svokölluð „vigil“ eða vökur, til þess að sýna dýrum á leið til slátrunar samstöðu. „Þetta er búið að breiðast út um allan heim, þessi hugmynd frá Toronto. Núna eru til Pig Save, Cow Save og Chicken Save, svo eitthvað sé að nefna,“ segir Sigurbjörg.

„Maður getur rétt ímyndað sér hversu ömurleg upplifun þetta sé fyrir dýrin.“

Upp úr aðgerðunum í Kanada vaknaði svo þessi hugmynd íslensku vegananna að sýna dýrum á Íslandi samstöðu. Segir hún viðbjóðslegt að horfa upp á aðstæður dýranna á leið til slátrunar. „Þessir bílar eru ógeðslegir. Þetta eru yfirleitt 3-5 hæðir af dýrum sem er troðið þarna inn. Svínabílarnir eru mjög lokaðir, ég held það séu bara nokkur loftgöt þarna uppi og það er viðbjóðsleg lykt þarna inni. Maður getur rétt ímyndað sér hversu ömurleg upplifun þetta sé fyrir dýrin.“

Lambshöfuð
Lambshöfuð á leið til sviðunar. Myndin er tekin í sláturhúsi SS.

Einnig segir hún erfitt að horfa upp á meðferð starfsmannanna sem sjá um flutningana á dýrunum. „Þau eru að vinna vinnu sem er örugglega illa launuð eða eina vinnan sem þau geta fengið. Þau eru ekkert að sýna dýrunum mikla virðingu þegar þau reka þau inn. Þau vilja bara drífa sig og klára sitt dagsverk.“

Vill lágmarks virðingu

Myndband sem hópurinn tók upp hefur vakið hörð viðbrögð á fréttamiðlum. Þar sjást meðlimir úr hópnum í miklu uppnámi yfir þeim atburðum sem þeir verða vitni að. Sigurbjörg segir þessi viðbrögð þó ekki koma sér neitt á óvart. „Við höfum alveg bara inni á okkar eigin síðu orðið fyrir allskonar árásum. Fólk virðist koma þangað inn gagngert til þess að gera lítið úr málstaðnum. Við bjuggumst alveg við þessu, en kannski ekki svona miklu samt.“

Segir hún myndbandið ekki hafa verið klippt neitt og að þau hafi ákveðið að „hleypa því bara hráu út“ og að það geti hugsanlega útskýrt viðbrögð fólks. „Fólk sem er ekki þar sem við erum, að sjá þessi dýr sem einstaklinga, skilur ekki alveg ungar stelpur eins og þær sem voru grátandi. Þær fengu bara áfall og eru enn að jafna sig í dag, mörgum dögum seinna.“

Myndbandið sem meðlimir Aktívegan tóku upp við SS á Selfossi hefur vakið mikla athygli. 

Finnst henni að fólk ætti að bera lágmarksvirðingu fyrir þessari upplifun fólks úr hópnum og að persónuárásirnar í kommentakerfum hafi farið algjörlega yfir strikið. „Þetta eru stelpur í menntaskóla sem eru þarna að berjast fyrir því sem þær trúa á. Þær sýna bara þær tilfinningar sem koma.“ 

„Það eru alltaf einhverjir sem verða hræddir og fara þá í vörn.“

Hún telur einnig að um varnarviðbrögð séu að ræða hjá fólki sem þolir illa gagnrýni á sinn lífsstíl. „Ég held að fólk sé bara almennt rosalega hrætt við breytingar. Hrætt við að það komi einhver með einhverja hugmynd sem stuðar það líf sem fólk hefur lifað. Sem fólk er alið upp við. Maður sér þetta með alla þá sem koma með nýjar hugmyndir, það eru alltaf einhverjir sem verða hræddir og fara þá í vörn.“

Áberandi viðbrögð við aðgerðum þeirra voru gagnrýni á fatnað meðlima Aktívegan, að þau væru með loðfeldi, í dúnúlpum og leðurskóm. Sigurbjörg segir að meirihluti fatnaðarins hafi alls ekki verið út dýraafurðum „og þó fólk verði vegan þá hendir það ekki öllum fötunum sínum. Það er ekki verið að fókusa á aðalatriðin þarna.“

Gagnrýni
Gagnrýni á meðlimi Aktívegan gekk að miklu leiti út á að fötin þeirra innihéldu dýraafurðir og að plöntur væru með tilfinningar.

Einnig var reynt að snúa á meðlimi hópsins með því að halda því fram að plönturnar sem þeir borðuðu hefðu líka tilfinningar. Sigurbjörg segir það hinsvegar hafa verið afsannað. „Þær sýna viðbrögð en þar sem þær eru ekki með taugakerfi eða hormónakerfi þá meikar ekki sens að plöntur finni til, þótt þær sýni viðbrögð. En þetta er langlíf mýta og það er oft gripið í þetta hálmstrá.“ Einnig bendir hún á að þar sem dýrin borði gríðarlegt magn af plöntum séu kjötætur með því að skaða plönturnar óbeint. „Þannig ef maður er plöntuvinur þá ætti maður frekar að borða plönturnar heldur en dýrin.“

Fylgst með gripaflutningum
Fylgst með gripaflutningum Meðlimur úr Aktívegan fylgist með flutning svína úr vöruflutningabíl yfir í sláturhúsið.

Viðbrögðin segir Sigurbjörg að hafi þó ekki aðeins verið neikvæð. „Það er það sem skiptir máli, öll þessi komment skipta engu máli í samanburði við það. Þetta fær kannski nokkrar manneskjur til að breyta sínum lífsstíl. Ég veit allavega að það var ein sem kommentaði á Vegan Ísland að hún hafi ákveðið að breyta til eftir að hafa séð þetta vídjó. Og það er tilgangurinn með þessu, að fá fólk til að hugsa.“ 

Næstu sunnudaga munu svo alltaf verða einhverjir úr hópnum með mótmælastöðu við SS á Selfossi. „Það er það sem þau gera úti í Kanada. En það er reyndar skemmtilegra veður þar,“ segir Sigurbjörg og hlær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Matvælaframleiðsla

SS vill ekki myndatökur af framleiðslunni: „Ekki mjög lystaukandi fyrir almenning“
FréttirMatvælaframleiðsla

SS vill ekki mynda­tök­ur af fram­leiðsl­unni: „Ekki mjög lystauk­andi fyr­ir al­menn­ing“

Stein­þór Skúla­son, for­stjóri SS, hafn­ar beiðni Stund­ar­inn­ar um að fá að mynda fram­leiðslu­ferli fé­lags­ins. Hann kveðst ekki held­ur geta leyft blaða­manni að sjá fram­leiðsl­una. Jón Ólafs­son, stjórn­ar­mað­ur í Gagn­sæ­is, seg­ir að fyr­ir­tæki í mat­væla­fram­leiðslu geti ekki leyft sér að snið­ganga fjöl­miðla.
Róttækir veganar hefja virka baráttu gegn dýraneyslu
AfhjúpunMatvælaframleiðsla

Rót­tæk­ir veg­an­ar hefja virka bar­áttu gegn dýra­neyslu

Hóp­ur fólks kom sam­an á Sel­fossi og hafði af­skipti af bíl sem flutti svín til slátr­un­ar á dög­un­um. Um var að ræða nýj­an bar­áttu­hóp rót­tækra veg­ana. Bragi Páll Sig­urð­ar­son kynnti sér hóp­inn og komst að því að fólk­ið hef­ur mætt harðri and­stöðu og ver­ið jað­ar­sett í fjöl­skyld­um sín­um vegna boð­skap­ar síns. Og bar­átt­an er rétt að byrja.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu