Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Urðu skattakóngar eftir bónusgreiðslur: „Meira að fara í gang núna“

Bón­us­þeg­ar ALMC, áð­ur Straums, skipa ann­að, þriðja, sjötta og tí­unda sæt­ið á lista yf­ir mestu skatt­greið­end­ur Ís­lands. Jakob Már Ásmunds­son fékk hundruði millj­óna króna í bónusa og boð­aði að von væri á meiri bón­us­um í ís­lensku sam­fé­lagi.

Urðu skattakóngar eftir bónusgreiðslur: „Meira að fara í gang núna“
Jakob Ásmundsson Fyrrverandi forstjóri Straums fær hundruði milljóna króna í bónusa. Mynd:

Stjórnarmaður og fyrrverandi forstjóri ALMC - sem sá um eignir Straums-Burðaráss eftir að félagið fór í greiðslustöðvun - skipa annað og þriðja sætið yfir mestu skattgreiðendur Íslands árið 2015, eftir að hafa þegið himinháar bónusgreiðslur fyrir umsýslu með eignir félagsins í kjölfar fjárhagserfiðleikanna. 

Christopher M. Perrin, stjórnarformaður ALMC, greiddi 200 milljónir króna í skatta og Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums, greiddi 193 milljónir króna í skatta.  Annar fyrrverandi forstjóri Straums, Óttar Pálsson, er í sjötta sæti skattalistans og borgar 143 milljónir króna í skatta. Hann hafði áður beðist afsökunar fyrir hönd Straums fyrir áform um háar bónusgreiðslur. Tíundi á skattalistanum, Andrew Sylvain Bernhardt, er stjórnarmaður ALMC og fyrrverandi framkvæmdastjóri, en hann greiðir 143 milljónir króna. 

Jakob varð forstjóri árið 2013, eftir að hafa starfað hjá Straumi í átta ár, þar sem þáverandi forstjóra, Pétri Einarssyni, var meinað að sitja í stjórnum breskra fyrirtækja í fimm ár vegna skattaundanskota í landinu.

Jakob útskýrði eftir að hafa þegið bónusinn að hann byggði á árangri og að þetta lyti erlendum lögmálum: „Þetta lút­ir þeim lög­mál­um sem svona ger­ir er­lend­is.“

Um er að ræða hæstu bónusgreiðslur frá efnahagshruninu, en talið er að 20 til 30 núverandi og fyrrverandi starfsmenn og stjórnarmenn hafi fengið greidda bónusa, samtals að upphæð 3,3 milljarða króna, um miðjan desember

Hámark á bónusgreiðslur

Íslensk fjármálafyrirtæki mega ekki greiða meira en jafnvirði 25% af árslaunum starfsmanna í bónusa, en eignaumsýslufélag eins og ALMC þarf ekki að lúta sömu lögum.

Straumur-Burðarás fór í greiðslustöðvun árið 2009 og var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu. Eignaumsýslufélagið ALMC stofnað af kröfuhöfum í kjölfarið. Íslenskir lífeyrissjóðir áttu stóran hlut í félaginu en seldu sinn hlut og eru erlendir fjárfestingarsjóðir helstu eigendur í dag.

Helsti eigandi ALMC er félagið Thingvellir B.V. sem stýrt af Deutsche Bank í Amsterdam. Ekki er ljóst hver á það félag en bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner hefur verið nefndur til sögunnar sem einn af stærri hluthöfunum. 

Fram kom í umfjöllun DV í vetur að ALMC hefði ekki greitt bónusa ef félagið hefði greitt stöðugleikaskatt. Í stað hans greiddi félagið svokallað stöðugleikaframlag upp á 5 milljarða króna með reiðufé í krónum og framsali innlendra krafna, eftir að hafa hótað málsókn vegna yfirvofandi skatts, sem hefði numið um 50 milljörðum króna.

Báðust afsökunar á áformum um bónusa

Sumarið 2009 kom fram í fjölmiðlum að Straumur ætlaði að greiða lykilstjórnendum sínum milljarða króna í bónusa fyrir umsýslu með eignir bankans. Þá var talað um að bónusarnir gætu orðið allt að tíu milljarðar króna. Mikil umræða skapaðist um það mál í fjölmiðlum, meðal annars vegna þess að sumir þeirra sem áttu að fá bónusa höfðu stýrt félaginu í það þrot sem það stóð frammi fyrir.

Forstjórinn
Forstjórinn Óttar Pálsson baðst afsökunum á áformum um bónusa, sagðist ekki vera einn þeirra sem hlyti bónus, en hefur nú fengið bónus.

Eftir að málið komst í hámæli í fjölmiðlum árið 2009 skrifaði þáverandi forstjóri Straums, Óttar Pálsson, grein í Morgunblaðið og baðst afsökunar á hugmyndinni: „Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga er ég ekki í nokkrum vafa um að ég og aðrir sem að endurskipulagningunni koma hefðum átt að gefa aðstæðum hér á landi betri gaum. Ég tel einnig mikilvægt að fram komi að aldrei hefur staðið til að ég verði þátttakandi í eignaumsýslu Straums að endurskipulagningu lokinni og hef ég því engra persónulegra hagsmuna að gæta í tengslum við launafyrirkomulag þeirrar starfsemi. Sem starfandi forstjóri félagsins ber ég hins vegar ríka ábyrgð á því sem frá félaginu kemur og biðst afsökunar, fyrir eigin hönd og félagsins, á að þær forsendur sem áætlanir mínar og annarra stjórnenda voru reistar á hafi einblínt um of á erlendar aðstæður og ekki verið í nægjanlegum tengslum við þann veruleika sem við Íslendingar búum nú við sem þjóð. Framhald málsins verður í höndum nýrrar stjórnar og nýrra eigenda bankans. Það er þeirra að meta hvernig hagsmunir þeirra verða best tryggðir.“

Óttar er einn þeirra sem fengu á endanum bónus.

„Langtíma hvatakerfi“

Hugmyndin um bónusgreiðslurnar komst hins vegar aftur á kortið tveimur árum síðar þrátt fyrir umrædda afsökunarbeiðni fyrir hönd Straums. Nú er hins vegar sama félag, það er að segja sama kennitalan, búið að ákveða slíkar bónusgreiðslur sem byggja á nokkurn veginn sömu forsendum og hvatakerfið sem greint var frá árið 2009.

Í ársreikningi ALMC fyrir árið 2014 voru tæpar 23 milljónir evra bókfærðar undir skýringunni „langtíma hvatakerfi“. Í texta sem fylgir skýringunni segir hvernig hvatakerfið var ákveðið á hluthafafundi ALMC árið 2011: „Fyrirtækið ákvað hvatakerfi til langs tíma árið 2011, eftir að aðalfundur hluthafa fyrirtækisins heimilaði það. Markmið hvatakerfisins endurheimtur skiptanlegra skuldabréfa með því að hvetja og halda í lykilstjórnendur og starfsmenn.“

„Þetta lút­ir þeim lög­mál­um sem svona ger­ir er­lend­is“

Jakob Már, fyrrverandi forstjóri, hætti árið 2015. Í samtali við Morgunblaðið í vetur útskýrði hann að bónusarnir byggðu á erlendri þróun og væru að hefja innreið sína hér á landi. „Þetta er kannski meira að fara í gang núna,“ sagði hann. „Þarna eru er­lend­ir aðilar sem eru að vinna fyr­ir er­lenda aðila þrátt fyr­ir að hluti af þeim séu inn­lend­ir aðilar. Þetta lút­ir þeim lög­mál­um sem svona ger­ir er­lend­is. Þetta er klár­lega ekki eins­dæmi á alþjóðleg­um vett­vangi.“

Hann sagði greiðslurnar vera í takti við þann árangur sem félagið hefði náð, en að kerfið sem byggt væri á til útreikninga væri flókið.

Jakob Ásmundsson
Jakob Ásmundsson Útskýrði í samtali við Morgunblaðið að bónusarnir byggðu á erlendri þróun.

Fleiri sem fengu bónusana

Fjöldi annarra sem tengjast Straumi og ALMC fékk bónusa. Samkvæmt umfjöllun DV eru eftirfarandi starfsmenn Straums á meðal þeirra sem voru í kaupaukakerfi ALMC:

Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Fossa markaða, áður yfirlögfræðingur Straums og ALMC og stjórnarmaður fyrir hönd félaganna.

Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku fjárfestingabanka, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar Straums.

Anna Rut Ágústsdóttir, forstöðumaður viðskiptatengsla hjá Kviku fjárfestingabanka.

Sigurjón H. Ingólfsson, sérfræðingur á fjármála- og rekstrarsviði hjá Kviku.

Skattalistinn 2015

  1.     050866-5569 Árni Harðarson Túngötu 34 Reykjavík 265.319.825 
  2.     180456-2369 Christopher M Perrin Austurríki Reykjavík 200.033.697 
  3.     200275-3499 Jakob Már Ásmundsson Hamarsbraut 8 Hafnarfirði 193.218.736 
  4.     310560-7319 Þórir Garðarsson Stórakrika 31 Mosfellsbæ 163.175.914 
  5.     031160-3599 Sigurdór Sigurðsson Lambaseli 26 Reykjavík 160.403.826 
  6.     100672-3169 Óttar Pálsson Kaldakri 5 Garðabæ 142.730.845
  7.     130164-4049 Valur Ragnarsson Ásvallagötu 18 Reykjavík 133.059.910 
  8.     161273-3339 Sigurður Reynir Harðarson Skaftahlíð 28 Reykjavík 131.512.950 
  9.     130854-3039 Kristján V Vilhelmsson Kolgerði 3 Akureyri 129.060.207 
  10.     180860-2669 Andrew Sylvain Bernhardt Bretland Reykjavík 112.810.485 
  11.     280364-2589 Jakob Óskar Sigurðsson Kaldakri 7 Garðabæ 101.488.387 
  12.     201066-3609 Þórlaug Guðmundsdóttir Glæsivöllum 12 Grindavíkurbæ 100.992.418 
  13.     081060-4609 Þorvaldur Ingvarsson Skildinganesi 32 Reykjavík 93.116.177 
  14.     130557-5119 Egill Jónsson Hrauntungu 28 Hafnarfirði 86.244.009 
  15.     060449-3849 Kári Stefánsson Reykjavík Reykjavík 84.516.529 
  16.     130151-7959 Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Næfurholti 2 Hafnarfirði 83.537.457 
  17.     010557-4889 Þuríður Ottesen Óðinsgötu 1 Reykjavík 81.246.007 
  18.     310738-3879 Benedikt Sveinsson Lindarflöt 51 Garðabæ 80.440.300 
  19.     150176-5069 Ingibjörg Lind Karlsdóttir Mávanesi 17 Garðabæ 80.290.404 
  20.     040255-3979 Grímur Karl Sæmundsen Hlunnavogi 7 Reykjavík 80.089.692

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár