Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þess vegna er ábyrgðin þeirra - Druslugangan 2015

Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir skil­grein­ir ábyrgð­ina á kyn­ferð­is­brot­um.

Þess vegna er ábyrgðin þeirra - Druslugangan 2015

Stundin birtir einn kafla á dag úr bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Á mannamáli, sem miðar að því að eyða ranghugmyndum um kynferðisofbeldi. Viðfangsefni bókarinnar er kynbundið ofbeldi, það er ofbeldi þar sem meirihluti brotaþola eru konur og miðast dæmin við það. Höfundur tekur þó fram að kynferðisofbeldi getur verið beitt af öllum kynjum og beinst gegn fólki af öllum kynjum.​

Ábyrgð

Eftirfarandi spurning var lögð fyrir mig af áfallasérfræðingi sem ég tók viðtal við: „Segjum sem svo að þú setjir veskið þitt inn í bílinn þinn og áttir þig síðan á því að þú gleymdir bíllyklunum inni. Þú hleypur inn til að sækja bíllyklana en skilur veskið eftir í bílnum ólæstum. Á meðan kemur þjófur og stelur veskinu. Hver ber ábyrgð á þjófnaðinum, þú eða hann?“ 

Mig rak í vörðurnar. „Hann,“ svaraði ég hikandi. 

„Af hverju segirðu það?“ „Því þó ég hafi tekið áhættu með því að skilja veskið mitt eftir, þá er það samt ekki glæpsamlegt. Það er aftur á móti glæpur að stela,“ sagði ég.

„Nákvæmlega. Þú tókst áhættu með því að skilja veskið eftir, sem er kannski óskynsamlegt, en ekki ólöglegt. Þjófurinn framdi hins vegar glæpinn og ber því alfarið ábyrgð á honum.“ 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bókin Á mannamáli var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2009 og Samfélagsverðlaunanna. Hún vann Fjöruverðlaunin og hlaut Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta

Konu nokkurri er boðið í teiti í miðbænum að vetrarlagi. Fyrr um daginn gleymir hún sér við vinnu og áttar sig skyndilega á því að hún er orðin of sein í samkvæmið. Hún þeysist heim, skiptir um föt og ákveður að klæðast stuttu pilsi til að leggirnir sem hún hefur verið að móta með hnitmiðuðu átaki í ræktinni fái að njóta sín. Í teitinu stígur vínið henni fljótt til höfuðs því henni vannst ekki tími til þess að borða kvöldmat. Hún verður málglöð og gefur sig á tal við kunningja, sem og ókunnuga í teitinu. Að lokum ákveður hún að nú sé nóg komið og heldur heim á leið. Það er slydda og henni verður kalt þar sem hún bíður eftir leigubíl. Maður sem hún átti orðaskipti við í teitinu gengur framhjá leigubílaröðinni og sér hana standa skjálfandi í snjónum. Hann býður henni far heim. 

Ef konan vaknar daginn eftir með kvef af sökum þess að hafa verið illa klædd í íslensku vetrarveðri hefur hún ekki við neinn annan að sakast en sjálfa sig. Ef hún vaknar með skerandi timburmenn eftir áfengisdrykkjuna gildir slíkt hið sama. Þetta eru ákvarðanir sem hún tók gagnvart sjálfri sér, svo þær skrifast á ábyrgð konunnar. Ef maðurinn sem bauð henni far heim ákveður að keyra með hana á afvikinn stað og nauðga henni er það hins vegar ekki á ábyrgð konunnar. Vissulega má halda því fram að það sé fólgin áhætta í því að þiggja far heim með lítt kunnugum manni. Óskynsamlegt, en ekki ólöglegt. Að nauðga einhverjum er hins vegar glæpur með sextán ára hámarksrefsingu. 

Hætturnar leynast víðsvegar í lífinu. Maður tekur áhættu í hvert sinn sem maður sest undir stýri. Maður tekur áhættu ef maður hleypur á sundlaugarbakkanum, ef maður horfir ekki til beggja átta áður en gengið er yfir götu, ef maður kynnir sér ekki aukaverkanir lyfja, ef maður les ekki leiðbeiningar, ef maður prófar ekki hitastigið í heita pottinum áður en farið er ofan í, ef maður borðar of mikið, ef maður borðar of lítið, ef maður fer ekki reglulega í læknisskoðun, ef maður yfirfer ekki reykskynjarann, ef maður fer í siglingu, ef maður spennir ekki bílbeltið, ef maður stundar óvarið kynlíf, ef maður fylgist ekki með öryggisleiðbeiningunum í flugi, ef maður hreyfir sig ekki reglulega, ef maður kveikir á óvörðum kertum og ef maður veit ekki hvar næsti neyðarútgangur er. Listinn er endalaus. Maður neyðist til að reyna að dansa eftir línunni eftir bestu getu. Missi maður jafnvægið þarf maður að lifa með afleiðingum þeirra ákvarðana sem reyndust kannski síður skynsamlegar þegar upp er staðið. En maður getur bara borið ábyrgð á sjálfum sér. Þetta kristallast til dæmis í ölvunarakstri. Þú berð ábyrgð á þínu aksturslagi og að virða umferðarreglur. Ef einhver annar ákveður að setjast drukkinn undir stýri, þá stofnar viðkomandi ökumaður lífi þínu í hættu með ákvörðun sinni. Burtséð frá því hvað þú vandar þig við aksturinn. Þú getur aldrei borið ábyrgð á ákvörðun ölvaða ökumannsins, rétt eins og þolandi kynferðisofbeldis getur ekki borið ábyrgð á ákvörðun ofbeldismannsins.

Í ljósi þessa mætti halda því fram að það sé áhætta fólgin í því að eiga fjölskyldu og vini. 

Dæmið sem ég tók að ofan er undantekningartilfelli. Fæstar nauðganir eru framdar af ókunnugum mönnum sem bjóða konum far á fölskum forsendum. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta 2007 varð yfirgnæfandi meirihluti eða um 80% brotaþola fyrir kynferðisofbeldi af hálfu maka, fjölskyldumeðlims, umsjónaraðila, vinar eða samstarfsmanns. Tæpur helmingur þeirra sem leitaði til Neyðarmóttökunnar í Fossvogi á árunum 2003–2007 þekkti ofbeldismanninn fyrir (með sama hætti og greint er frá hér að ofan). Rúmur fimmtungur í viðbót lýsti tengslunum sem stuttum kynnum; einungis 26% sagði árásaraðilann vera alfarið ókunnugan sér. Í ljósi þessa mætti halda því fram að það sé áhætta fólgin í því að eiga fjölskyldu og vini. Þó má einnig halda því fram að án vina og vandamanna sé tilveran fátækleg. Að án mannlegra samskipta sé lífið ekki þess virði að lifa því.

Nauðgun er glæpur. Burtséð frá klæðaburði, áfengisneyslu, daðri, viðnámi og tengslum við árásarmanninn. Ábyrgðin á glæp liggur alfarið hjá þeim sem kýs að fremja hann. 

Druslugangan er alþjóðleg kröfuganga sem á sér upptök í ummælum kanadísks lögregluþjóns sem lét þau orð falla árið 2011 að konur gætu fyrirbyggt nauðganir ef þær klæddu sig ekki eins og druslur. Íslenska Druslugangan 2015 verður haldin 25. júlí kl. 14:00.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu