Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Þá erum við ekki lengur búandi í lýðræðisríki“

Vig­dís Hauks­dótt­ir, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, seg­ir að skýrsla henn­ar sé ekki skýrsla en verði skýrsla á morg­un. „Hefð­um við far­ið að breyta um nafn í miðri á og kalla þetta sam­an­tekt og eitt­hvað slíkt og svo á morg­un er þetta skýrsla, þá hefði allt orð­ið æp­andi yf­ir því líka.“

„Þá erum við ekki lengur búandi í lýðræðisríki“

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, efast um að Ísland sé lýðræðisríki í ljósi þess að forseti Alþingis hefur gagnrýnt vinnubrögð hennar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar varaformanns við gerð skýrslu um endurreisn bankanna, þar sem áfellisdómur er felldur yfir síðustu ríkisstjórn og embættismönnum fyrir að sýna linkind við kröfuhafa bankanna.

Vigdís sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún hefði beitt „frekju“ og „nánast ofbeldi“ til að ná málinu í gegn.

Valgerður Gunnarsdóttir, meðlimur í meirihluta fjárlaganefndar, hafnar aðild að skýrslu meirihluta fjárlaganefndar.

Í þættinum var hún spurð út í afstöðu forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnsonar, sem segir að skýrsla hennar og Guðlaugs sé ekki „skýrsla“ í skilningi þingskapa, en Vigdís segir skýrsluna verða skýrslu á morgun þegar hún verður afgreidd úr nefndinni. Hún gagnrýnir forseta Alþingis harðlega.

„Mikið hefur aumingja maðurinn slæma ráðgjafa. Haldið þið að ég sem þingmaður og Guðlaugur Þór sem varaformaður fari að vinna eitthvert mál í þinginu sem er gegnt þingsköpum? En ég veit að forsætisnefnd þingsins hefur náttúrulega ráðgjöf frá þeim aðilum sem hafa verið að breyta þingskaparlögum hér undanfarin ár. Sem ég tel að hafi verið gert á þann hátt að það er ekki nógu lögfræðilega gott. Það er svona amatörayfirbragð á því. Líklega þiggur forsætisnefnd þingsins ráð frá þessum aðilum, ég veit það ekki. En þingmenn hafa fullt frelsi til athafna, fullt frelsi til að gera það sem þeir vilja innan þingsins. Ef það verður framtíðin að forseti þingsins ætlar að fara að setja þingmenn niður eða veita þeim eitthvað tiltal, þá erum við ekki lengur búandi í lýðræðisríki.“

Eins og sjá má á vef Alþingis er meginhlutverk forseta Alþingis að tryggja að þingmenn starfi samkvæmt þingsköpum, sem eru reglur um störf þingsins. „Meginhlutverk forseta Alþingis er að sjá um að ákvæði stjórnarskrár, sem varða Alþingi og þingsköp Alþingis, séu haldin.“

Forseti Alþingis er skipaður af meirihluta Alþingis, sem Vigdís er hluti af. Ekki hefur hins vegar verið sátt um skýrslu hennar.

 

Fulltrúi meirihlutans í fjárlaganefnd Alþingis, Valgerður Gunnarsdóttir, segist í samtali við Stundina ekki vera aðili að skýrslu Vigdísar og Guðlaugs Þórs sem kennd er við meirihluta fjárlaganefndar.

 

Vigdís og Guðlaugur kynntu skýrslu sína fyrir rúmri viku á blaðamannafundi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, er borinn þungum sökum í skýrslunni. Í tölvupósti sem Vigdís sendi fyrir mistök á blaðamann Stundarinnar, en var ætlaður Páli Jóhanni Pálssyni, samflokksmanni hennar í fjárlaganefnd, kom fram að hún vildi leyna Steingrím skýrslunni.

Er skýrslan ekki skýrsla?

Vigdís svarar gagnrýni forseta Alþingis með því að vísa til þess að hann sé undir áhrifum af Alþingi, sem nálgist botninn. „Einar er voðalega góður maður og hann er kannski bara að bregðast við æsingi í þinginu og hefur kannski sagt meira en hann ætlaði að gera. Ég tel það vera. Þegar þetta er komið á þann stað að stjórnarandstaðan beinlínis æpir í ræðustól, þá náttúrulega bara brestur á einhver hálfgerður flótti. Það er náttúrulega þvílíkt ástand í þinginu, ég hef sagt það líka í viðtali, þegar ég tók ákvörðun um að hætta að þingið er ekki búið að ná botninum. Þingið er ekki komið á botninn, því miður. Og það birtist í gær.“

Hún segist telja að allt hefði orðið „æpandi“ ef skýrslan hefði verið kynnt sem samantekt, frekar en sem skýrsla kennd við Alþingi, sem hún er ekki að mati forseta Alþingis.

„Þetta er skýrsla. Þetta er plagg sem er að verða að skýrslu á morgun. Og hefðum við farið að breyta um nafn í miðri á og kalla þetta samantekt og eitthvað slíkt og svo á morgun er þetta skýrsla, þá hefði allt orðið æpandi yfir því líka.“

Guðlaugur Þór ÞórðarsonVaraformaður fjárlaganefndar kynnti skýrslu meirihluta fjárlaganefndar ásamt Vigdísi Hauksdóttur.

Beitti „frekju“ og „nánast ofbeldi“

Vigdís útskýrir aðdragandann að því að hún og Guðlaugur Þór gerðu sína eigin skýrslu um endurreisn bankakerfisins, en þau lögðu út fyrir 90 þúsund króna kostnaði úr eigin vasa. Hún segist hafa beitt frekju. „Ég er búin að reyna það síðan 2012 að fara af stað með rannsókn í þessu máli þegar það var samþykkt að fara enn einu sinni í að rannsaka einkavæðingu bankanna fyrri, þá var ég með breytingartillögu við þá tillögu, um að gera þetta samhliða. Ég er búin að flytja tvisvar sjálfstætt þingmál um það að rannsaka einkavæðingu bankanna seinni og það ekki hlotið brautargengi á þinginu. Í vor þegar þingið var að fara heim þá allt í einu dúkkaði upp tillaga. Nafnlaus aðili, einhver huldumaður úti í bæ, setti sig í samband við Umboðsmann Alþingis og taldi sig eiga eitthvað sökótt við einkavæðingu bankanna fyrri og það var farið af stað á einni viku, bara svona var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, Ögmundur Jónasson, bara kominn með málið á þingið og lagði til að það ætti að fara að rannsaka einkavæðingu Búnaðarbankans. Flott. Ég var þá líka með breytingartillögu að þessi tillaga mundi fram að ganga. Að rannsaka fyrri og seinni einkavæðinguna. Hefur ekki náð fram að ganga. Með mikilli frekju náði ég því að þingskjalið mitt um rannsókn á einkavæðingu bankanna hina síðari myndi vera rætt samhliða rannsókn á Búnaðarbankanum. Ég fékk það loksins í gegn, strákar. Ég bara þurfti nánast að beita ofbeldi til að ég fengi það.“

Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir því að einkavæðing bankanna verði rannsökuð eins og þingsályktunartillaga var samþykkt um fyrir tæplega fjórum árum. Hún útskýrir þó ekki hvers vegna ekki náist meirihluti á Alþingi utan Sjálfstæðisflokks til að ganga frá ákvörðun um rannsóknina. „Framsóknarflokkurinn styður mig alla leið í þessu máli. En það er kannski einhver annar flokkur kannski sem er ekki eins hrifinn af því að fá þetta fram. Það er Vinstri grænn þingmaður sem situr sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem hefur tafið málið mjög mikið. Ég skal bara alveg segja ykkur það. Það er ekki spenningur fyrir þessu hjá Sjálfstæðisflokknum að fara með rannsókn af stað sem einkavæðing bankanna seinni leiðir af sér.“

Útskýrir hvers vegna Steingrímur fékk ekki að svara

Vigdís, sem sagðist vera „skíthrædd“ um að Steingrímur J. yrði þess áskynja að verið væri að kynna skýrslu um meint afglöp hans, útskýrði í viðtalinu í morgun hvers vegna honum gafst ekki færi á að svara fyrir sig og var meðvitað haldið frá vitneskju um málið, samkvæmt tölvupósti hennar.

Steingrímur J. SigfússonEr borinn þungum sökum í skýrslu Vigdísar, en hún leyndi hann meðvitað yfirvofandi kynningu skýrslunnar.

„Þessi varúð mín í þessum tölvupósti snýr að því að það var lekið upplýsingum um mig úr þinginu, af starfsmönnum þingsins, á sínum tíma þegar ríkisendurskoðandi beinlínis sendir klögubréf til forseta þingsins sem átti ekki að koma fyrir almenningssjónir og það var ekkert afrit af því bréfi. Þannig að á þessum tíma var ég leið norður. Það var kjördæmavika. Þetta var í febrúar. Allt í einu fer ég að lesa bréfið sem forseti þingsins fékk á netmiðlum og hugsaði: Hvað er hér í gangi? Það getur enginn annar en embætti ríkisendurskoðanda sjálft lekið þessum tölvupósti eða þingið. Og síðar kom það í ljós þegar ég fór að tala við hæstráðendur í þinginu að þeir gerðu það sjálfir á grunni upplýsingalaga. Þá sagði ég við viðkomandi: Vitið þið ekki að upplýsingalög gilda ekki um þingmenn? Út af því var ég svo hrædd um það þegar ég sendi skýrsluna upp á nefndarsvið í þarsíðustu viku til íslenskuyfirlestrar að henni yrði lekið. Það var óttinn minn. Og þakka þér fyrir Sigmar að gefa mér kost á því að útskýra þetta hér.“

Upplýsingalög gilda hins vegar um þingmenn, þótt undanþágur séu á, enda er þeim ætlað að „tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna“. „Lög þessi taka til allrar starfsemi stjórnvalda,“ segir meðal annars í lögunum.

Hún segist ekki hafa haft heimild til að kalla Steingrím J. fyrir fjárlaganefnd. „Þetta er náttúrlega komið þannig, sjáið strákar, eins og ég fór yfir áðan að valdmörk fjárlaganefndar eru þannig að við getum ekki kallað til okkar gesti nema að það sé grunnur til þess. Við erum að leggja til að þetta mál fari í rannsókn og þá fær Steingrímur J. Sigfússon, eins og embættismenn sem minnst er á í skýrslunni og samningamenn ríkisins sem minnst er á í skýrslunni, allan tíma til að svara fyrir að rannsóknarnefndinni.“

Telur gagnrýni á frágang gera lítið úr starfsmönnum þingsins

Þá gagnrýnir Vigdís Oddnýju Harðardóttur, formann Samfylkingarinnar, fyrir að gagnrýna málfar og frágang skýrslunnar, en skýrslan var illa eða ekki prófarkarlesin fyrir kynningu hennar og birtingu. „Út af því að það var orðinn trúnaðarbrestur á milli mín og þingsins á þessum tíma. Algjör tímabrestur. Svo það sem kemur líka fram í mínum tölvupósti er það að ég væri mjög óhress, eða ekki einu sinni óhress, að mér þótti það miður að Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra frá síðasta kjörtímabili, hefði hjólað í íslenskulesturinn á skýrslunni. Vegna þess að starfsmenn þingsins voru búnir að lesa skýrsluna yfir með því tilliti. Þetta er orðið svo mikið ... í tölvupóstinum kemur fram að ég segi því miður hjólaði Oddný Harðardóttir í íslenskuyfirlesturinn því þar með var hún að gera lítið úr starfsmönnum þingsins.“

Vigdís ýjaði að því að ráðherrar gætu verðskuldað að vera dregnir fyrir landsdóm vegna þess að ekki hefði verið haldið utan um fundargerðir. „Ég lét ekki fundargerð eitt og þrettán hverfa úr kerfinu árið 2009. Hér hefur maður verið dreginn fyrir Landsdóm fyrir það að það hafi verið óreiða á einhverjum fundargerðum,“ sagði Vigdís. Geir H. Haarde var hins vegar leiddur fyrir Landsdóm á grundvelli ákæru fyrir að hafa sýnt af sér margvíslega vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins og fyrir að hafa ekki kallað saman ríkisstjórnarfundi um „mikilvæg stjórnarmálefni“, en hann var dæmdur fyrir það síðastnefnda.

Vigdís hélt áfram. „Þarna vantar beinlínis tvær fundargerðir. Fjárlaganefnd hefur ekki allar fundargerðirnar, því að þessir tveir fundargerðarpakkar sem við höfum, það er vísað á næstu fundi. Ég get ekki borið ábyrgð á því hvað menn voru að gera á vettvangi árið 2009. Það stendur beinlínis í fundargerðum. Við getum hent þessari skýrslu fyrir hádegið. Það er ekkert mál. Hendum þessari skýrslu fyrir hádegið en fundargerðirnar og fylgiskjölin tala sínu máli. Þess vegna er þetta svo mikill orðhengilsháttur að það sé eitthvað tæknilegt að málinu. Ég er ekki að fella dóm yfir því en við erum búin að birta þarna atburðarrásina eins og hún var þarna 2009. Stjórnmálamenn voru ekki á vettvangi þegar þessar fundargerðir voru skrifaðar. En ég bendi á það að pólitíkin ber ábyrgð. Ráðherra ber ábyrgð á sínum málaflokki. Það voru þrír fjármálaráðherrar þarna á þessum tíma og það hefur verið eitthvað voða svona, eitthvað uppnám yfir því, að á einum stað í skýrslunni er minnst á Steingrím J. Sigfússon. Það var einfaldlega verið að skrifa nafnið hans inn í skýrsluna til þess að bæði Oddný Harðardóttir og Katrín Júlíusdóttir væru fríar af því að einhver myndi halda að þetta hefði verið á þeirra vakt.“

Loks áréttaði Vigdís að skýrsla hennar væri skýrsla. „Og skýrslan er skýrsla. Skýrslan er drög að skýrslu.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu