Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð: „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll“

„Ég hef hvorki íhug­að það að hætta út frá þessu máli né ætla ég að hætta út frá þessu máli,“ seg­ir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son um mögu­lega af­sögn eft­ir við­tal þar sem hann var stað­inn að ósann­ind­um, gekk út úr við­tali og reyndi að stöðva birt­ingu þess.

Sigmundur Davíð: „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll“
Sigmundur kemur af fundi Sigmundur Davíð sést hér koma af fundi með þingflokki Framsóknarflokksins. Fundurinn var „heiðarlegur“ en ekki tókst að klára hann. Mynd: Kristinn Magnússon

„Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2 í hádeginu. 

„Það hafa alloft áður verið mótmæli gegn ríkisstjórninni af ýmsu tilefni. Það er ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til að mótmæla þessari ríkisstjórn,“ bætti hann við þegar hann var spurður hvort hann myndi hlusta á mótmælendur, ef þeir yrðu fjölmennir.

Hefur ekki íhugað afsögn

Sigmundur var spurður að því í viðtalinu við  hvort hann hefði íhugað afsögn. 

Ég hef hvorki íhugað það að hætta út frá þessu máli né ætla ég að hætta út frá þessu máli,“ sagði hann.

Hann útskýrði að hagsmunum þjóðarinnar væri best borgið með núverandi ríkisstjórn. „Ríkisstjórnin er búin að ná mjög miklum árangri í alveg gríðarlega mikilvægum málum og hún er að vinna áfram að mjög mikilvægum málum og það skiptir öllu máli að hún nái að klára það,“ sagði Sigmundur og ítrekaði að ríkisstjórnin sæti áfram. „Með því er hagsmunum þjóðarinnar best borgið. Framfarirnar á undanförnum árum hafa verið óvenjustórstígar og miklar og við erum á góðri leið með að bæta þar enn í.“

Hann kvaðst síðan vilja „láta kjósendur dæma verk ríkisstjórnarinnar“: 

„Svo verð ég að sjálfsögðu, eins og aðrir stjórnamálamenn, dæmdur í kosningum af verkum mínum. Það er endalaust hægt að leika þann leik að kalla eftir rannsóknum til þess að ýta mönnum til hliðar.“

Sigmundur Davíð
Sigmundur Davíð Gengur af fundi.

Horfði á viðtalið „með öðru auganu“

Sigmundur Davíð sagði ekki hafa verið ný tíðindi í gær, þegar birt var viðtal við hann, sem hann gekk út úr með orðunum: „Þetta er fyrir neðan allar hellur“. Þar hafði hann verið staðinn að ósannindum um aðkomu sína að félagi sem skráð er á Tortóla. „Ég stóð mig ömurlega í sjónvarpsþætti sem var sýnt í þessum þætti, enda kom algerlega flatt upp á mig hvað mennirnir voru að fara þegar þeir byrjuðu að spyrja mig um allt annað en þeir höfðu boðað,“ sagði Sigmundur. „Það kom á mig vegna þess að ég vissi ekki hvað þeir voru að fara. Byrjuðu að tala um skattaskjól og slíkt og svo farið að gefa í skyn að ég hafi verið í slíku. Mjög mikilvægt að hafa í huga að þetta félag hefur aldrei verið í skattaskjóli og er í raun heldur ekki aflandsfélag í þeim skilningi að það hefur alltaf verið skattað hér á Íslandi.“

Aðspurður kvaðst Sigmundur hafa horft á viðtalið, sem hann gekk út úr, með öðru auganu. „Mér finnst aldrei gaman að horfa á sjálfan mig í viðtölum. Ég svona fylgdist með þessum þætti með öðru auganu, ef svo má segja. Og fannst auðvitað svolítið sérkennilegt að sjá að menn skyldu ekki vitna í það sem þó er búið að koma fram. Manni líður alltaf illa að sjá sjálfan sig. Mér líður alltaf illa að sjá sjálfan mig í viðtölum, hvort sem það eru góð mál eða önnur. Hverjum líður ekki illa að sjá sjálfan sig í þessari aðstöðu?“

„Þrátt fyrir að ég hafi upplifað mig blekktan og verið svekktur yfir því, þá samt á maður ekki að láta það slá sig út af laginu.“

Hann biðst afsökunar á „frammistöðu sinni“ í viðtalinu. „Ég held að það sé alveg tilefni til þess að ég biðjist afsökunar á frammistöðu minni í þessu viðtali, því að þrátt fyrir að ég hafi upplifað mig blekktan og verið svekktur yfir því, þá samt á maður ekki að láta það slá sig út af laginu.“

Hann segist hafa „reynt að gera grein fyrir staðreyndum öllum“. „Auðvitað hefði ég viljað að konan mín hefði ekki átt svona erlent félag.“ Fram hefur hins vegar komið að Sigmundur átti helming í félaginu. „Bankinn skráði okkur bæði fyrir því. Eignirnar voru alltaf konunnar minnar.“ Hins vegar eru eignir félags um leið eignir eigenda félags.

Félag á Tortóla „aldrei í skattaskjóli“

Hann neitaði því að hafa farið með ósannindi í viðtalinu við sænska blaðamanninn. 

„Nei , það er nú ekki rétt. Það var komið inn á þessar spurningar út frá umræðu um skattaskjól og skattsvik, en eins og ég nefndi hefur þetta félag aldrei verið í skattaskjóli.“ Sigmundur hefur haldið því fram í málsvörn sinni að félagið hans á Tortóla hafi ekki verið í skattaskjóli, þar sem greiddir hefðu verið skattar af því. Ekki er hins vegar hægt að fá endanlega staðfest hvort svo hafi verið þar sem félagið er skráð á Tortóla.

„Þessu fyrirtæki hefur aldrei verið leynt.“

„Þegar þeir hins vegar útskýra hvað þeir eru að meina, tek ég strax fram og ítreka það sem er auðvitað aðalatriði málsins, að þessu fyrirtæki hefur aldrei verið leynt. Það hafa alltaf verið greiddar skattar og skyldur af því,“ sagði hann.

Hins vegar hefur komið á daginn að Sigmundur greindi ekki frá félaginu í hagsmunaskráningu alþingismanna, eins og honum bar. Hann var eigandi félagsins þar til hann seldi eiginkonu sinni sinn hlut á einn bandaríkjadal daginn áður en breytt lög um aflandsfélög tóku gildi. Hann var því kröfuhafi í íslensku bankana á sama tíma og hann starfaði innan Indefence-hópsins, án vitundar samherja sinna eða almennings.

Forsætisráðherra og eiginkona hans
Forsætisráðherra og eiginkona hans Að sögn hjónanna stofnaði „bankinn“ félag á nafni þeirra beggja fyrir mistök.

Fólk sjái ekki hvað snúi upp og niður

Sigmundur viðurkennir að það líti ekki vel út að stjórnmálamaður tengist slíku félagi. „Hvað varðar hins vegar það almennt að einhver tengdur stjórnmálamanni eigi svona félag, skráð í útlöndum, auðvitað lítur það ekkert vel út. En það, engu að síður, verður að muna, að þetta er eitthvað sem var nánast almennt stundað fyrir fólk sem átti peninga.“

„Þetta er eitthvað sem var nánast almennt stundað fyrir fólk sem átti peninga.“

Fram hefur komið í fréttum Stundarinnar að faðir forsætisráðherra, Gunnlaugur Sigmundsson, hefur einnig rík tengsl við skattaskjól, en meðal annars var félag hans í Lúxemborg fjármagnað með 250 milljóna króna láni frá Tortóla-félagi.

Sigmundur kvaðst skilja reiði fólks, þar sem það ætti erfitt með að átta sig á því hvað sneri upp og hvað niður.

„Ég skil mjög vel í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið að menn séu sumir hverjr reiðir. En margir held ég að séu fyrst og fremst að velta fyrir sér hvað snúi upp eða niður í málinu,“ segir Sigmundur Davíð. „Þess vegna er mikilvægt að staðreyndir málsins komist til skila og því sýni ég mjög mikinn skilning.“

Hlakkaði til vantrauststillögu

Forsætisráðherra mun svara fyrir sig í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi klukkan 15 í dag. Stjórnarandstaðan hefur boðað að hún muni leggja fram vantraust á Sigmund og ríkisstjórn hans, og einnig tillögu um þingrof og kosningar.

Sigmundur svaraði vantrausttillögunni í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku með því að hann hlakkaði til hennar: „Ja, ég vona að þau guggni ekki á að koma með þetta vantraust. Nú eru páskarnir komnir og ég er farinn að hlakka til næsta áfanga, sem er vantrausttillaga stjórnarandstöðunnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
6
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
8
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
9
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu