Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segist hafa beðið Helga Hrafn um að veita ekki viðtöl um ágreiningsmál

„Hann hef­ur því mið­ur ekki virt það,“ skrif­ar Birgitta Jóns­dótt­ir sem er óánægð með um­mæli koll­ega síns um hvort stefnt verði að stuttu kjör­tíma­bili.

Segist hafa beðið Helga Hrafn um að veita ekki viðtöl um ágreiningsmál

Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýnir Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann sama flokks, harðlega vegna ummæla sem höfð eru eftir honum á vef Kjarnans. Fyrr í vikunni skarst í odda milli áhrifafólks í flokknum á samfélagsmiðlum, en deilunum lyktaði með hvatningu Birgittu til félaga sinna um að bera klæði á vopnin. Það virðist hins vegar ekki hafa tekist.

Í viðtali Kjarnans við Helga Hrafn sem birtist í morgun er haft eftir honum í óbeinni ræðu að það sé misskilningur að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í greininni. 

Birgitta Jónsdóttir hefur brugðist við ummælunum á Facebook með því að saka Helga Hrafn um „stórkostlega mikla rangfærslu“. Orðrétt skrifar hún:

„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum. Síðan er það stórkostlega mikil rangfærsla að segja að tillagan hafi verið felld, henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing. Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“

Í athugasemd undir færslunni segir Birgitta: „Ég er búin að rétta útrétta sáttarhönd og bað HHG um að taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það. Verð að geta útskýrt rangfærslur.“

Ályktunina sem málið snýst um má finna á vef Pírata og var samþykkt í kosningakerfi flokksins. Þar er hvatt til þess að eftir næstu kosningar „muni næsta þing fjalla um og samþykkja tvö mál“ og að því loknu verði „boðað til nýrra þingkosninga“. 

Uppfært 28. febrúar kl. 13:30

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu á Pírataspjallinu:

Óhreinn þvottur Pírata hér, fyrir allra augum eins og venjulega.
1. Ég vil biðja Pírata afsökunar á því að hafa dýpkað misskilning um tilhögun næsta kjörtímabils í sambandi við stjórnarskrána. Mér hafði skilist á öllum sem ég hafði talað við um málið, að upprunaleg tillaga hefði verið sú að á næsta kjörtímabili myndum við einungis fara í tvö mál, þ.e. ESB-umsóknina og stjórnarskrána og gera þetta á stuttu kjörtímabili, nánar til tekið á 6-9 mánaða tímabili. Sú tillaga skildist mér að hefði verið felld og að í staðinn hefði verið samþykkt að leggja fókus á þessi tvö mál án skilyrðis um stutt kjörtímabil og án þess að fjalla einungis um þessi tvö mál. Við lestur á tillögunni sem var samþykkt var stendur: "Aðalfundur Pírata ályktar því að leggja fyrir flokksmenn að Píratar lofi íslensku þjóðinni, að fái flokkurinn umboð hennar í næstu kosningum til Alþingis muni næsta þing fjalla um og samþykkja tvö mál."
Strangt til tekið þýðir þetta að það verði bara eitt þing, eins og Birgitta bendir á, án þess að tilgreint verði hversu langt það sé. Það er lítið skrýtið að þetta valdi ruglingi. Ég get tekið á mig ábyrgð á því að hafa misskilið þetta upprunalega og sömuleiðis að í kjölfarið dreift út einhverjum misskilningi um þetta. Ég bið sjálfan mig afsökunar á því, en flokkinn afsökunar á því að hafa dýpkað misskilninginn frekar en valda því að hann skerptist.
Að því sögðu, þá stendur eftir að skilningur fólks er óljós um þetta, ekki bara minn heldur fjölmargra annarra. Fjölmargir sem greiddu tillögunni atkvæði skildu hana þannig að skilyrðið um stutt kjörtímabil væri ekki lengur með. Ég hef áður sagt í viðtali, við Harmageddon nánar til tekið, að ég væri vissulega til í að stefna að stuttu kjörtímabili en að ég gæti ekki lofað því vegna þess að ég veit ekki hvernig öðrum tekst að skemma fyrir ferlinu, en það eru fjölmargar leiðir til að skemma fyrir málum á Alþingi. Í tillögunni stendur ekkert um hvernig nákvæmlega við hyggjumst ná markmiðinu á einu þingi, en augaleið hlýtur að gefa að málið verður þafið í döðlur af andstæðingum þess, eins og maður segir á nútíma-íslensku.
Tillaga hefur komið fram um að við skerpum á stefnunni og skýrum hana þannig að það fari ekkert á milli mála um hvað sé að ræða, enda ótækt að það sé ólíkur skilningur fólks um svo mikilvægt mál.
2. Ég vil biðja Birgittu Jónsdóttur afsökunar á orðum mínum sem birtust í Morgunblaðinu snemma í nýliðinni viku (að mér þætti skjóta skökku við o.s.frv.). Um leið og ég sá umræðuna í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvort ég skuldaði henni afsökunarbeiðni og hefði hlaupið fram fyrir mig, en þá var ég ennþá svo gríðarlega reiður að mér fannst þetta einhvern veginn þurfi. Ég sé núna að það hefði verið mun betra að ræða málið fyrst við Birgittu, en satt best að segja var á þeim tíma ekki talsamband milli okkar, sem er eitthvað sem við höfum reynt að laga síðan þá. Mér var gjörsamlega misboðið en ég sé núna að það réttlætir ekki að ganga fram með þeim hætti sem ég gerði þá. Því vil ég biðja Birgittu Jónsdóttur innilega afsökunar á því.
Hitt er að ég stend við að við þurfum að ræða hvernig við ætlum að fara með vald, og það beinist ekki einungis að Birgittu Jónsdóttur. Ég hef líka stundum farið óvarlega með vald sjálfur og vil endilega að við höldum þeirri umræðu áfram, en þá frekar í góðu rúmi þar sem við getum tekið málið fyrir með sem minnstri hættu á deilum. Vald er þess eðlis að það veldur deilum og fólki þykir það jafnan þung ásökun að hafa misbeitt því og þess vegna mikilvægt að við reynum að ræða það af sem mestri yfirvegun og í aðstæðum þar sem við getum hvað best tekist á við erfið mál.
3. Það er rétt hjá Birgittu Jónsdóttur að hún bað mig um að vera ekki með neinar bombur í fjölmiðlum og ég hef reynt að forðast þær. Það mistókst greinilega vegna ólíks skilnings á því hvernig hafi farið á síðasta aðalfundi og nákvæmlega hvert eðli tillögunnar sé sem samþykkt var. Ég vil biðja hana afsökunar á því að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum. Ég reyndi en það mistókst og það er á mína ábyrgð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
9
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár