Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Norska barnaverndin vill að móðir og faðir Eyjólfs, fimm ára íslensks drengs sem norska stofnunin vill fá í sína vörslu, afsali sér rétti sínum til þess að sækja rétt sinn gagnvart norsku barnaverndinni ef það á að vera möguleiki að sonur þeirra fái fóstur á Íslandi, ella verður hann fluttur með valdi til Noregs þann 5. desember. Norska barnaverndin hefur þegar valið fjölskyldu fyrir Eyjólf og er hans nú beðið ytra.

Í skilyrðum barnaverndarinnar í Noregi felst að móðir Eyjólfs geri sérstaka dómsátt við norsku barnaverndina í dómsmáli sem hún höfðaði á hendur stofnuninni eftir að hafa verið svipt forræði. Það mál er enn í gangi í Noregi en norska barnaverndin vill það út af borðinu. Þá vill stofnunin að faðir Eyjólfs staðfesti skriflega að hann muni ekki sækjast eftir forsjá drengsins með aðstoð dómstóla þarlendis. Ef þau gera það þá mun norska barnaverndin skuldbinda sig til þess að finna fósturheimili handa drengnum á Íslandi í samstarfi við íslensk barnaverndaryfirvöld. Eyjólfur yrði þó aldei vistaður hjá fjölskyldumeðlimum, hvorki hjá föður- né móðurfjölskyldu hans.

Norska barnaverndin hefur þá afstöðu að hvorki móðir drengsins, amma hans né faðir hans, eigi að hafa forræði yfir honum. Meðal annars byggir barnaverndin niðurstöðu sína á fíkniefnaneyslu móðurinnar, sem nú hefur farið í meðferð, segist hafa tekið upp breyttan lífsstíl og hefur undirgengist fíkniefnapróf frá komu sinni til landsins í sumar. Þá voru þær forsendur barnaverndar reifaðar í dómi Hæstaréttar að amma Eyjólfs hefði verið gagnrýnd af móður hans í viðtölum við barnaverndina á sínum tíma, meðal annars fyrir heimilisástand og áfengisneyslu, en báðar hafa síðan sagt að þær aðstæður sem þar er lýst séu ýmist rangar eða aðstæðurnar yfirstaðnar. Ekki fást upplýsingar um það af hverju faðir Eyjólfs er ekki tekinn til greina af norsku barnaverndinni aðrar en þær að stofnunin vill ekki að neinn fjölskyldumeðlimur komi nálægt framtíðarfósturheimili hans.

Sagt að hætta að tjá sig um málið

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þó ekki ljóst hvort norska barnaverndin megi, samkvæmt norskum lögum, finna barni fóstur utan Noregs, en verið sé að kanna leiðir fram hjá því ytra. Ekki er langur tími til stefnu og því hafi báðir foreldrar Eyjólfs aðeins örfáa daga til þess að ákveða sig. Þau hafi bæði fengið að vita þetta rétt fyrir helgi en eftir því sem Stundin kemst næst þá ætlar hvorki móðir né faðir drengsins að fyrirgera rétti sinn til þess að sækjast eftir forsjá hans.

„Bæði móður- og föðurfjölskylda Eyjólfs vonast eftir því að ráðherrar stígi inn í málið“

„Á mannamáli þá er verið að biðja þessa ungu foreldra að gefa upp alla von á að fá að umgangast barnið sitt aftur. Með þessu ættu þau engan rétt. Þau ættu ekki einu sinni rétt á að sækja rétt sinn. Fáránlegt,“ sagði einn fjölskyldumeðlimur sem ekki vildi láta nafns síns getið og það ekki af ástæðulausu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur norska barnaverndin einnig krafist þess að bæði föður- og móðurfjölskylda drengsins hætti að tjá sig um málið í fjölmiðlum.

Erfið kveðjustundElva Christina ætlar ekki að fyrirgera rétt sinn til þess að sækja mál gegn norsku barnaverndinni og því gæti farið svo að lögreglan sæki Eyjólf fyrir hönd norskra barnaverndaryfirvalda í byrjun desember.

Foreldrar fallast líklega ekki á skilyrðin

Stundin hafði samband við Barnaverndarstofu en þar fengust þær upplýsingar að enn væri unnið í málinu. Það væri viðkvæmt en niðurstaðan færi dálítið eftir afstöðu og vilja foreldranna til þess að leysa það.

„Með deginum í dag eru fimmtán dagar þar til Eyjólfur skal fluttur til Noregs“

Eins og áður segir er ekki útlit fyrir að móðir og faðir Eyjólfs gangi að skilyrðum norsku barnaverndarinnar og því allt útlit fyrir að starfsmenn íslensku barnaverndarinnar óski eftir aðstoð lögreglu vegna aðfarar á heimili fjölskyldunnar þann 5. desember næstkomandi. Þá verður Eyjólfur sóttur og honum fylgt til Noregs þar sem norsk fósturfjölskylda er sögð bíða eftir því að fá hann. Ef það gerist þá þarf móðir Eyjólfs að halda sínu máli til streitu fyrir norskum dómstólum og faðir hans að sækja rétt sinn gagnvart norsku barnaverndinni ytra sömuleiðis ef þau ætla að eiga einhvern möguleika á að halda drengnum.

Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól

Ef þau ganga að skilyrðum norsku barnaverndarinnar þá, eins og áður segir, mun norska barnaverndin skuldbinda sig til þess að finna fósturheimili handa drengnum á Íslandi í samstarfi við norsk barnaverndaryfirvöld. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gæti Eyjólfur hitt nýju íslensku fjölskylduna sína um mánaðarmótin. En allt fer þetta eftir afstöðu foreldranna og hvort norska barnaverndin finnur leið í kring um lög sem banna vistun fósturbarna erlendis. Eitt er þó ljóst og það er að sama hvernig málið verður leitt til lykta, hvort sem það verður á Íslandi eða í Noregi, þá mun Eyjólfur fá nýja fjölskyldu fyrir jól.

Fær ekki forsjáNorska barnaverndin hefur hafnað þeirri beiðni föður Eyjólfs að fá forsjá yfir syni sínum. Þau vilja að faðir Eyjólfs lofi stofnuninni að sækjast ekki eftir forsjá drengsins ef það á að vera möguleiki að vista hann á Íslandi.

Með deginum í dag eru fimmtán dagar þar til Eyjólfur skal fluttur til Noregs samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var síðar staðfestur af Hæstarétti Íslands, eftir að amma Eyjólfs fór með frá Noregi án leyfis norsku barnaverndarinnar. Forsenda dómsins var að með brottflutningnum á drengnum hefði verið brotið gegn Haag-samkomulaginu, sem kveður á um að ekki megi flytja með barn úr dvalarlandi án heimildar forsjáraðila, sem í þessu tilfelli var norska barnaverndin.

Vonast eftir inngripi ráðherra

Bæði móður- og föðurfjölskylda Eyjólfs vonast eftir því að ráðherrar stígi inn í málið.

Orð Bjarna Benediktssonar, sitjandi fjármála- og innanríkisráðherra, í útvarpsviðtali hjá Harmageddon hafi gefið þeim von en síðan þá hafi þau ekkert heyrt í Bjarna eða öðrum í ríkistjórninni. Í viðtalinu sagðist Bjarni meðal annars að hann væri að fylgjast mjög vel með málinu en bíða þyrfti dóms Hæstaréttar. Þeir fjölskyldumeðlimir sem Stundin ræddi við sögðu að nú væri komið dálítið síðan að dómur féll en þau hafi ekkert heyrt. Þau hafi reynt að ná samband við Bjarna, bæði í gegnum fjármálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið en ekki haft erindi sem erfiði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.

Mest lesið

Ingrid Kuhlman
5
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.
„Mér hefur ekki verið nauðgað“
10
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

Pró­fess­or Nils Melzer rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók og þar skrif­ar hann: „... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár