Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Er í lífshættu eftir að hafa hjálpað lögreglunni á Íslandi

Mirjam van Twuy­ver fékk á dög­un­um einn þyngsta fíkni­efna­dóm sem fall­ið hef­ur á Ís­landi. Í við­tali við Stund­ina seg­ir hún frá að­drag­and­an­um, hót­un­um og heimsk­unni. Hún sýndi fá­dæma sam­starfs­vilja við lög­reglu en fékk í stað­inn 11 ára fang­els­is­dóm.

Er í lífshættu eftir að hafa hjálpað lögreglunni á Íslandi
Mirjam van Twuyver Dóttir hennar hefur verið klippt út af myndinni. Mynd: Facebook

Hollenska konan Mirjam van Twuyver, sem nýverið var dæmd í 11 ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl, segist vera í lífshættu vegna þess mikla samstarfsvilja sem hún sýndi íslenskri lögreglu.

Henni hafi borist hótanir og sautján ára dóttir hennar, sem hefur snúið aftur til Hollands, hefur þurft að skipta um símanúmer vegna ógnandi símtala. Óvenjumikill samstarfsvilji hennar var raunar ekkert metinn við úrskurð dóms og fékk Mirjam einn þyngsta dóm sem fallið hefur á Íslandi í tengslum við fíkniefnamál. Til refsiþyngingar var metið að hún hefði komið til Íslands í þrígang í tengslum við innflutning á fíkniefnum. Í samtali við Stundina segir Mirjam að í fyrri tvö skiptin hafi hún ekki sjálf flutt inn fíkniefni. Hún segir að eftir á að hyggja hafi hún verið fengin með í þessar tvær ferðir til að undirbúa hana fyrir að smygla sjálf. Mirjam segir að í fyrsta skiptið hafi hún ekki vitað af smyglinu fyrr en hún var komin aftur til Hollands.

Mirjam var dæmd fyrir smygl á um níu kílóum af amfetamíni, um 200 grömmum af kókaíni og um tíu kílóum af MDMA. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég hef sagt sannleikann og ekkert annað frá því að ég kom til Íslands,“ segir Mirjam.

Í viðtali við Stundina segir Mirjam frá aðdraganda þess að hún tók þá afdrifaríku ákvörðun að smygla fíkniefnum til Íslands. Hún er ekki sjálf fíkniefnaneytandi, en hún er hins vegar nærri hundrað prósent öryrki vegna hjartasjúkdóms og bakverks. Að hennar sögn eru örorkubætur mjög lágar í Hollandi og varð það til þess að hún missti á endanum íbúð sína. Um tíma var hún komin á götuna meðan dóttir hennar fékk að gista hjá vinkonu sinni. Hún lýsir smyglinu sem sínu seinasta hálmstrái.

Hrærð yfir viðbrögðunum

Dómurinn féll í máli Mirjam síðastliðinn fimmtudag og var hann mikið áfall fyrir hana. Blaðamaður ræddi fyrst við hana fyrir um tveimur vikum og þá stefndi í að hún myndi fá á bilinu tveggja til fimm ára dóm. „Þetta er frekar súrrelískt. Ég hefði getað framið morð í Hollandi og ég hefði ekki fengið svona þungan dóm,“ segir Mirjam. Hún segist þó vera djúpt snortin við þeim viðbrögðum sem dómur hennar hefur vakið á Íslandi en þar var Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fremstur í flokki. „Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggjendum innflutnings þeirra,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Mirjam segist aðallega vonast til þess að þetta verði til þess að einhverjar breytingar eigi sér stað svo burðardýr framtíðarinnar lendi ekki í því sama og hún.

Mirjam segir að sér líði illa í fangelsinu á Akureyri. Hún vill þó taka það skýrt fram að bæði fangaverðir og aðrir fangar hafi reynst henni ótrúlega vel og hún sé þakklát fyrir það. „Þeir eru yndislegir, en málið er að ég er með innilokunarkennd og þetta er allt mjög aflokað hérna. Ég er ekki vön að hafa svona mikið af fólki í kringum mig þannig að mér líður oft mjög illa hérna. Ég hef ekki kost á því að taka stuttan göngutúr til að hreinsa hugann,“ segir Mirjam. Hún hafði vonast til þess að geta tekið út refsinguna á Kvíabryggju en í ljósi þessi þunga dóms sem hún fékk er það mjög ólíklegt.

„Einn daginn er mér og dóttur minni einfaldlega hent út úr íbúðinni og á götuna.“

Heimilislaus í sex mánuði

Mirjam segist hugsa alla daga um ákvörðun sína. „Mér finnst svolítið erfitt að útskýra hvað ég var að hugsa. Maður hugsaði að þetta væri eina leiðin út úr vandamálunum. Maður verður að setja þetta í samhengi. Ég hef átt ansi erfiða ævi. Ég á tvær dætur sem ég hef alið upp ein. Á milli fæðingar þeirra var ég í ofbeldissambandi. Sjálfsálit mitt er mjög lágt. Raunverulega vandamálið byrjaði þó fyrir um tveimur og hálfu ári síðan. Ég gat ekki borgað leiguna fyrir íbúðina mína. Ég er öryrki og fæ fé frá ríkinu sem er mjög lítið í Hollandi. Þú getur varla haft fyrir mat og borgað reikninga á sama tíma. Það er einfaldlega mjög erfitt að lifa því Hollandi er mjög dýrt land.

Ég var að alltaf að fylla eina holu með því að grafa aðra. Ég leitaði mikið til Hjálpræðishersins á þessum tíma. Þarna gerist það að ég verð ólétt á ný og ég missi barnið. Ég jafnaði mig aldrei endanlega á því. Einn daginn er mér og dóttur minni einfaldlega hent út úr íbúðinni og á götuna. Búslóðinni var fargað. Ég á samt eftir að borga reikningana vegna íbúðarinnar. Í kjölfarið var ég á götunni í um sex mánuði meðan dóttir mín fékk að vera hjá vinkonu sinni. Allir vinir mínir snéru baki við mér. Svo þarna átti ég nákvæmlega ekkert og engan að,“ segir Mirjam. Um tíma kynntist hún manni og gat búið hjá honum en það fór allt á versta veg þar sem hann var ofbeldismaður. Vegna hjartasjúkdómsins mun Mirjam að öllum líkindum þurfa að fara í hjartaaðgerð á Íslandi en hún bíður nú eftir að fá aðhlynningu hjartalæknis hér á landi. 

„Þau settu þessa gylltu gulrót fyrir framan mig meðan það eina sem ég var að hugsa um var að lifa af.“

Smyglaði ekki fíkniefnum í fyrri ferðum

Það var eftir öll þessi áföll sem hún kynntist fólki í gegnum kunningja sinn sem fær hana til að smygla fíkniefnum til Íslands. Umræddur maður hafði verið með henni í skóla og hafði hann í gegnum tíðina aðstoðað hana á ýmsan hátt. „Þessi svokölluðu vinir fóru að sannfæra mig um að koma með honum til Íslands, þau sögðu að ég væri svo stressuð og að ég hefði gott af því að fá smá frí. Ég fer með honum til Íslands og þá vissi ég ekkert. Hann sagði mér, þegar ég kom til baka, hvað hann hefði gert, hann hefði smyglaði fíkniefnum. Hann sagði mér að hann þyrfti að fara í aðra ferð til Íslands og bað mig að koma með sér.

Þetta er leiðin sem þeir sannfæra burðardýr, reyna að sýna fram á hvað það er auðvelt og lítið mál. Hann vissi alveg í hvernig aðstæðum ég var hvað varðar húsnæðismál og annað. Mig bráðvantaði húsnæði fyrir mig og dóttur mína til að geta byrjað lífið á ný.  

Hann sagði mér að koma með sér og hann myndi gefa mér smáræði af pening. Svo ég fór aftur og eins og í fyrsta skiptið þá var ég ekki með neitt í mínum farangri. Hann kynnir mig síðan fyrir fólki sem virtist vera að skipuleggja smyglið. Þau voru mjög almennileg og náðu að sannfæra mig. Í dag spyr ég mig hvernig ég gat verið svona vitlaust. Þau settu þessa gylltu gulrót fyrir framan mig meðan það eina sem ég var að hugsa um var að lifa af,“ segir Mirjam. Fyrir féð sem hún fékk fyrir seinni ferðina gat hún leigt litla íbúð en skuldirnar stóðu eftir. Fyrrnefnt par kom mánuði eftir seinni ferðina aftur til Mirjam og fór fljótlega að tala um aðra ferð til Íslands.

Heimska að bjóða dóttur sinni

Líkt og hefur áður komið fram ákvað Mirjam að bjóða dóttur sinni með í ferðina þar sem tímabilið á undan hafði verið erfitt. Hún vonaðist eftir að með ferðinni væri hún klára þetta tímabil. „Þetta var mjög heimskulegt af mér að hugsa svona en svona var það,“ segir hún.

Mirjam segir að eftir að hún tók ákvörðun um að fara í ferðina hafi hlutirnir gerst hratt. „Þau komu í miðri viku og ég átti að fara á föstudegi. Þau sögðu mér að taka töskur og föt og afhenda þeim. Þau myndu pakka dópinu. Ég samdi sérstaklega um ég myndi bara taka þrjú til fjögur kíló og að þau myndu ekkert setja í tösku dóttur minnar. Ég sá svo ekki töskunnar aftur fyrr en á flugvellinum. Þegar þeir opnuðu töskurnar á Keflavíkurflugvelli þá vantaði meirihlutann af þeim fötum sem ég hafði látið þau fá,“ segir Mirjam.

Stórhættuleg glæpasamtök

Mirjam hefur ítrekað verið hótað vegna málsins. Fyrstu hótunina fékk hún áður en hún lagið af stað á flugvellinum. „Hann hvíslaði í eyrað á mér að hann vildi vara mig við því að það yrði fylgst með okkur á flugvellinum. Þarna gat ég ekki hætt við þó ég hefði viljað það,“ segir Mirjam. Hún segist ekki þekkja neina aðila tengda málinu nema þá sem hún hafði persónulega samskipti við. Hún hefur þó heyrt af því nú eftir komu til Íslands að umsvifamikil glæpasamtök hafi staðið að smyglinu. „Ég veit að þessi samtök eru mjög ógnvekjandi og ég þarf hafa augu í hnakkanum,“ segir Mirjam. 

Eftir að hún hafði verði handtekin á Íslandi reyndi lögreglan að sannfæra hana um að taka þátt í tálbeitu. Mirjam hafði aukasíma til að eiga í samskiptum við skipuleggjendur smyglsins. „Það hafði verið hringt í þann símann og lögreglan bað mig um svara og kanna hver væri að hringja. Ég gerði það og í símanum var maður sem ég þekkti ekki. Hann byrjaði að tala við mig og ég reyndi að sannfæra hann um að ég væri á Íslandi og allt væri í lagi. Hann sagði á móti að ef lögreglan væri hliðin á mér ætti ég að hósta þrisvar. Ég gerði það ekki. Hann sagði beint út að hann vissi hvar ég ætti heima og hver væri þar núna. Hann vissi að hundurinn minn væri þar. Hann vissi hvar foreldrar mínir byggju. Hann sagði að ef ég væri að plata hann þá myndi það kosta höfuð mitt,“ lýsir Mirjam. Hún virðist hafa sannfært manninn því ákveðið var að fíkniefnin yrðu sótt og fór málið eins og það fór. 

Þegar Mirjam losnar að lokum úr fangelsi á Íslandi þá er þó hennar refsingu ekki lokið. „Ég get aldrei aftur snúið aftur í heimabæ minn þar sem foreldrar mínir búa. Dómurinn er þungur en hin refsingin byrjar þegar ég get farið aftur til Hollands. Ég hef engan stað til að fara á í Hollandi,“ segir Mirjam.

Upplýsti um parið í Norrænu

Líkt og hefur komið fram áður þá hefur Mirjam sýnt mikinn samstarfsvilja við íslenska lögreglu. Hún benti lögreglunni á alla þá aðila sem hún þekkti með nafni og tók þátt í tálbeitu lögreglu sem skilaði ekki árangri. Ósagt er þó að hún tilkynnti lögreglu um að það stæði til að smygla fíkniefnum með Norrænu til Íslands. Hún vissi ekki hver myndi standa að því né nákvæmlega hvenær. Þetta hafði hún frétt frá þeim sem skipulögðu hennar smygl. Hún lét lögreglu vita af þessu við yfirheyrslur. 

Þann 9. september síðastliðinn kom par til Íslands með Norrænu og fann lögreglan 90 kíló af hörðum efnum í bíl þeirra. Frétt Vísis um málið frá 12. september rennur stoðum undir að upplýsingar hafi komið frá Mirjam. Þar kemur fram að málið hafi klúður frá upphafi, haft er eftir sérfræðingi í fíkniefnarannsóknum að tilviljun virðist hafa ráðið að fíkniefnin fundust. Fjölmiðlum hafi verið tilkynnt að efnin hafi fundist við áhættugreiningu sem hafi sent skilaboð til þeirra sem stóðu að innflutningnum að verið væri að hlera þá. Mirjam segist ekki geta útilokað að lögreglan hafi haft aðrar upplýsingar um þetta smygl en hennar vitnisburð en hún telur það mjög ólíklegt.

„Verðlaun mín fyrir allt samstarfið eru ellefu ár í fangelsi. Ég þurfti ekki að hjálpa þeim. Í sannleika sagt þá gerði ég það ekki í von um lægri dóm heldur vegna dóttur minnar. Ég vonaðist til þess að hún gæti farið heim ef ég hjálpaði þeim. Ég gerði það líka út af því að ég vissi að ég hafði gert eitthvað rangt og vildi iðrast. Í hreinskilni sagt þá finnst mér núna eins og ég hafi verið svikin af réttarkerfinu á Íslandi. Ég veit að ég braut af mér en ég er bara peð fyrir samtökunum sem skipulögðu þetta,“ segir Mirjam.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
5
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
10
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu