Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Margrét fer í mál við fjölmiðla - segir að skotleyfi sé á kristna meirihlutann

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir vill ekki vera tengd við sam­tök­in PEG­IDA, sem hún seg­ir ekki vera til á Ís­landi. Hún ætl­ar í meið­yrða­mál við 365 miðla. Engu að síð­ur las hún upp úr stefnu­skrá PEG­IDA í út­varpi.

Margrét fer í mál við fjölmiðla - segir að skotleyfi sé á kristna meirihlutann
Margrét Friðriksdóttir Frumkvöðlafræðingurinn og fyrrverandi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kvartað utan því að ekki megi ræða málefni innflytjenda. Hún ætlar að draga 365 fjölmiðla fyrir dómstóla vegna umræðu um skoðanir hennar.

Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur, sem hefur látið mikið til sín taka í umræðu um innflytjendur á Íslandi, segir að gefið hafi verið út skotleyfi á kristna í íslensku samfélagi. Hún hyggst fara í mál við 365 miðla vegna meintrar afbökunar á orðum hennar.

Margrét segir í samtali við Stundina að hún muni standa við þau orð sem hún lét falla í viðtali við Harmageddon í morgun. Þar sagði hún að hún muni stefna 365 miðlum fyrir meiðyrði. Hún segir að fjölmiðlafyrirtækið megi eiga von á stefnu frá sér á næstu misserum. „Það fer að koma að sumarfrí svo þetta gæti samt dregist,“ segir Margrét. Hún segist ætla láta lögmann sinn um að ákveða hvaða bætur hún muni fara fram á. Margrét neitar að upplýsa hver lögmaður hennar er en fullyrðir þó að hann vinni nú hörðum höndum að stefnu hennar.

Telur orð sín afbökuð

 „Ég vil láta dæma svona lygar dauðar og ómerkar,“ segir Margrét. Að hennar sögn hafa orð hennar verið afbökuð af fjölmiðlum og hefur það valdið henni miska, bæði vegna vinnu og í einkalífi. Hún telur fjölmiðlaumfjöllun hafa skaðað hana í atvinnuviðtölum. Hún segist fyrst og fremst vera ósátt við að vera bendluð við samtökin PEGIDA. „Þessi samtök eru ekki til á Íslandi, svo hvernig get ég verið talskona þeirra?“ spyr Margrét.

Enn fremur sakar Margrét fjölmiðlar um að hafa afbakað orð hennar svo hún líti út fyrir að andstæðingur samkynhneigðra og múslima. „Þó ég bendi á staðreyndir út í heimi, staðreyndir frá Mið-Austurlöndum og Evrópu, þá þýðir það ekki að sé á móti þeim. Það er fullt af múslimalöndum þar sem samkynhneigðir eru réttdræpir,“ segir Margrét.

Las upp stefnuskrá PEGIDA

Þrátt fyrir að Margrét vilji ekki tengja sig við samtökin PEGIDA þá hefur hún ítrekað mælt þeim bót í fjölmiðlum. „Þetta eru ekki rasistasamtök. Þau undirstrika það að við viljum aðlagast. Þeir eru ekki á móti útlendinga- eða innflytjendastefnu og það er tekið sérstaklega fram [...] Þetta er mjög hófsamt og enginn rasismi í þessu,“ var haft eftir henni í frétt Vísis 14. janúar síðastliðinn. Tveimur dögum síðar mætti Margrét í Bítið á Bylgjunni og las upp þýdda stefnuskrá PEGIDA. Facebook-síða PEGIDA á Íslandi er með ríflega 3.000 læk í dag.

Varnarbarátta meirihlutans

Rætt var við Margréti í síðdegisútvarpi Útvarp Sögu í gær. Þar lýsti hún upplifun sinni af tíðarandanum.

„Það er bara búið að gefa út skotleyfi á mann af því maður er kristinn“

„Mér finnst eins og fólk hafi skotleyfi. Það er bara búið að gefa út skotleyfi á mann af því maður er kristinn og viðurkennir að maður er kristinn. Tíðarandinn er sá að fólki finnst í lagi að níðast á þannig fólki. [...] Ég er hætt að finna fyrir samkennd og náungakærleik og að fólk skiptist yfirvegað á skoðunum. Þetta er eitthvað sem maður er farinn að sakna. [...] Mér finnst tíðarandinn vera sá að meirihlutahópar eiga að lúffa fyrir viðhorfum minnihlutahópa til að mismuna á grundvelli þess að við séum ekki að mismuna minnihlutahópunum. Ég skil þetta einhvern veginn svoleiðis. Hvað með réttindi meirihlutafólksins?“ sagði Margrét á Útvarp Sögu í gær.

Margrét hefur áður kvartað undan því að málfrelsi sé heft í umræðu um innflytjendur og múslima. „Þegar heimurinn er allur að vakna og Evrópulöndin og þetta er orðin það mikil ógn í þessum löndum þar sem þessir innflytjendur eru hvað mest að þá er viðbúnaður í nánast hverju þessara landa, þannig að þetta er mjög sérkennilegt að hér á Íslandi þá megi bara ekki tala um þessa ógn og þetta sé bara einhver islamafóbía og fólk sé bara eitthvað ruglað sem leyfir sér að tala um þetta,“ sagði Margrét á Útvarpi sögu í desember síðastliðnum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár