Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hálftíma kjarabót á ellefu árum ekki nóg

Á mánu­dag­inn eru kon­ur hvatt­ar til að leggja nið­ur störf klukk­an 14.38 og arka nið­ur á Aust­ur­völl á sam­stöðufund. Vask­ar kon­ur og stöku karl­mað­ur komu sam­an á Hall­veig­ar­stöð­um um síð­ustu helgi og bjuggu til mót­mæla­skilti fyr­ir við­burð­inn. Stund­in leit við til að kanna hvað helst brenn­ur á þeim.

Hálftíma kjarabót á ellefu árum ekki nóg

Vinnudegi kvenna ætti að ljúka á hverjum degi klukkan 14.38. Á þeirri mínútu væru konur búnar að vinna fyrir sínum launum, fengju þær sömu laun greidd fyrir störf sín og karlmenn. Meðalatvinnutekjur kvenna eru nú 70,3 prósent af meðalatvinnutekjum karla. Á þeim hraða sem launamunur hefur dregist saman þyrftu konur að bíða fram til ársins 2068, í 52 ár, eftir því að fá sömu laun og karlar. 

Þessi framtíðarsýn þykir samtökum launafólks og samtökum kvenna óásættanleg og hafa því boðað til samstöðufundar á Austurvelli undir yfirskriftinni kjarajafnrétti strax. Þetta verður í fjórða sinn sem blásið er til kvennafrídags. Það var fyrst gert 24. október árið 1975. Þá lögðu þúsundir kvenna um land allt niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra. Tíu árum síðar var Kvennasmiðja opnuð dagana 24.–31. október, árið 2005 lögðu tugþúsundir kvenna niður störf klukkan 14.08 og árið 2010 gengu þær út klukkan 14.25. Í ár á að pakka saman klukkan 14.38 en fundurinn sjálfur hefst klukkan 15.15 á Austurvelli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár