Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þetta gerðist síðast árið 1954

Mynd­ir frá sól­myrkv­an­um í Reykja­vík

Þúsundir horfðu til himins í morgun þegar seinasti evrópski almyrkvinn á sólu fram að árinu 2026 átti sér stað. Myrkvinn sást yfir Íslandi.

Þegar sólmyrkvinn náði hámarki huldi tunglið 97,5% af sólinni í Reykjavík, en 99,4% á Austurlandi. Almyrkvinn sást síðan skammt undan austurströndinni.

Síðast varð almyrkvi á sólu árið 1954. Frá því ári hefur tunglið mest náð að hylja 77% af sólinni. 

Stór hópur aðdáenda geimtölvuleikjarins EveOnline, sem staddur er á Íslandi, fylgdist með þessum kosmíska atburði við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu.

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár