Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Fjölmiðlar hafa engan áhuga á sátt og samstöðu“

Hanna Birna seg­ir stjórn­mál­in ekki hafa gef­ið sér tæki­færi til að rækta það góða í sjálfri sér. Karl­ar njóti mýkri með­ferð­ar en kon­ur. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar hef­ur Hanna Birna gagn­rýnt flokks­systkini sín fyr­ir að hafa ekki veitt sér sama stuðn­ing og Ill­ugi fékk í hremm­ing­um sín­um.

„Fjölmiðlar hafa engan áhuga á sátt og samstöðu“

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýndi harðlega íslenska stjórnmálamenningu og fjölmiðla í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar var hún til viðtals ásamt þingmönnunum Björt Ólafsdóttur, Ögmundi Jónassyni og Karli Garðarssyni. Benti Hanna Birna á að konur fengju oft harðari útreið í stjórnmálum heldur en karlar. 

„Mér finnst konur mæta allt öðrum veruleika en vinir mínir strákarnir, allavega í mínum flokki,“ sagði Hanna Birna. Leiða má líkum að því að þarna hafi hún óbeint verið að vísa til stuðningsins sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fékk innan Sjálfstæðisflokksins þegar staða hans var veik vegna Orku Energy-málsins. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gagnrýndi Hanna Birna samherja sína á þingflokksfundi í fyrra fyrir að hafa ekki veitt sér sama stuðning í lekamálinu og Illugi Gunnarsson naut í sínum hremmingum.

Engu að síður er ljóst að sjálfstæðismenn vörðu hana af miklum krafti í opinberri umræðu um lekamálið og skiptu upp heilu ráðuneyti svo Hanna Birna gæti áfram gegnt ráðherrastöðu þrátt fyrir sakamálarannsókn á ráðuneyti hennar og ákæru ríkissaksóknara á hendur aðstoðarmanni hennar. Þá neitaði fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar að afhenda fjölmiðlum upplýsingar um leyniathugun sem fram fór á vegum rekstrarfélags stjórnarráðsins. Upplýsingarnar áttu síðar eftir að afhjúpa að margumtöluð innanhússrannsókn rekstrarfélagsins á trúnaðarbroti innanríkisráðuneytisins hafði verið í algjöru skötulíki.

Í Vikulokunum sagðist Hanna Birna aldrei mundu hafa trúað því að hún ætti aðeins eftir að sitja í þrjú ár á Alþingi, enda hefðu stjórnmál alla tíð verið hennar helsta ástríða. „Frá því man eftir mér, pínulítið kríli, hefur þetta verið það eina sem mig hefur langað til að gera,“ sagði hún. 

Hanna Birna sagðist upphaflega hafa farið inn í stjórnmál til að breyta hugmyndinni um konur. Þetta hefði ekki gengið og hjarta hennar væri ekki lengur í stjórnmálunum. „Mér finnst ganga of hægt að breyta stjórnmálunum, mér finnst þau gamaldags, mér finnst þau staðin, mér finnst þau kalla á endalaus átök, mér finnst þau kalla á uppstillingar á svörtu og hvítu, mér finnst þau ekki gefa mér tækifæri til að rækta það góða í mér og mér finnst um leið að það skili ekki góðu fyrir almenning,“ sagði hún. 

Þá vék hún að fjölmiðlum en viðurkenndi jafnframt að ekki væri vinsælt að gagnrýna þá. „Fjölmiðlar hafa engan áhuga á sátt og samstöðu,“ sagði Hanna Birna og bætti því við að hvað þetta varðaði langaði hana í „annan veruleika“. Það væri ekki aðeins stjórnmálamönnum að kenna að staða stjórnmálanna væri bagaleg heldur einnig fjölmiðlum. „Menn vilja frekar heyra að við Ögmundur séum ósammála og séum að takast á, menn vilja frekar fréttina um Eygló sem sat hjá heldur en um okkur sem tókst að vinna rosalega stór og góð mál inn á þingi, menn vilja frekar þær fréttir, þær selja og það er líka bara staðreynd lífsins,“ sagði hún. Skemmst er að minnast þess að á fimmtudaginn gagnrýndi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðla harðlega og sagðist hafa á tilfinninguna að þeir hefðu enga ritstjórnarstefnu, fylgdu engum þræði og væru eins og tóm skel. 

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sagðist í spjallinu í Vikulokum ekki hafa upplifað að konur fengju harðari útreið í stjórnmálum en karlar. Hann sagðist stundum hafa á tilfinningunni að konur væru „að nýta sér svona tal sér til framdráttar“. Þá hafnaði hann hugmyndum Hönnu Birnu um samræðu- og sáttastjórnmál og sagði mikilvægt og eðlilegt að átakalínurnar í stjórnmálum væri sem sýnilegastar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár