Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Einn vinsælasti skemmtistaður landsins logar í illdeilum

Eig­end­ur Aust­ur leita til lög­reglu og kæra á víxl. Helm­ingseig­andi vildi reka Ás­geir Kol­beins, sem náði að halda rekstr­in­um gang­andi.

Einn vinsælasti skemmtistaður landsins logar í illdeilum

Harðvítugar deilur milli eigenda Austurs, eins vinsælasta skemmtistaðar landsins, hafa ratað til lögreglu, ríkislögreglustjóra, sérstaks saksóknara, innanríkisráðuneytisins og sýslumanns og eru á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 

„Ég vil að lögreglan loki staðnum,“ segir Kamran Keivanlou, stjórnarformaður 101 Austurstrætis ehf, rekstrarfélags Austurs. 

Kamran hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá lögreglu til að loka staðnum og stöðva reksturinn. Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi, hefur gripið til sinna eigin ráða til að halda skemmtistaðnum gangandi.

Nýtt félag tekur við greiðslum

Austur er í eigu tveggja tvíeykja til helminga: Ásgeirs Kolbeinssonar og Styrmis Þórs Bragasonar, annars vegar, og Kamrans og viðskiptafélaga hans frá Íran. Þeir síðarnefndu sömdu við þá fyrrnefndu um að kaupa staðinn í tveimur áföngum. Aðeins helmingur hefur verið greiddur.

Kamran og félagi hans létu loka reikningum og posum 101 Austurstrætis á Austur fyrir skemmstu vegna deilna sem snerust um að þeir töldu Ásgeir ekki hafa staðið nægilega vel við samkomulag um sameiginlega prókúru, sem fæli í sér að þeir samþykktu allar greiðslur út úr félaginu. 

Til þess að forðast lokun staðarins fékk Ásgeir Kolbeinsson annað einkahlutafélag, Austurstræti 5 ehf, til þess að taka við greiðslum og starfrækja posa. Sú staða er komin upp á Austur að vínveitingaleyfi og leiga á húsnæðinu eru stíluð á eitt fyrirtæki en sala á áfengi á staðnum fer fram í gegnum annað félag. Þegar viðskiptavinur kaupir drykk á Austur er greiðslan innheimt af nýja félaginu.

„Þeir ættu að loka þessum stað,“ segir Kamran. „Vínveitingaleyfið er gefið út á 101 Austurstræti. En posarnir eru núna tengdir við Austurstræti 5.“ Hann hefur skrifað sex bréf til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna stöðunnar, en fengið lítil viðbrögð. Hvorki sýslumaður né lögregluembætti hafa metið kröfu hans réttmæta.

„Það er ekkert ólöglegt í gangi hérna,“ segir Ásgeir. Hann segir að þótt Austurstræti 5 taki við greiðslum renni þær til 101 Austurstrætis eins og áður. „Það er bara þjónustufyrirtæki sem sér um greiðslumiðlun fyrir félagið. Jafnframt hafa skattayfirvöldum verið sýndir þeir pappírar sem þau óskuðu eftir til að staðfesta okkar mál.“

Vildi reka Ásgeir Kolbeinsson

Ásgeir og viðskiptafélagi hans hafa stefnt Kamran fyrir dóm til að greiða að fullu kaupverðið á Austur, en Kamran hafði aðeins greitt helming kaupvirðis. Sjálfur neitar Kamran að borga og vísar til þess að Ásgeir hafi ekki staðið við samkomulag um að samþykki hans þyrfti fyrir öllum greiðslum og svo að skuldastaða félagsins hafi ekki verið kynnt rétt fyrir kaupin. Auk þess hafi arðgreiðslur átt að berast á þriggja mánaða fresti og áttu laun Ásgeirs að lækka ef hagnaðurinn yrði undir vissri upphæð.

Kamran og félagi hans samþykktu að Ásgeiri Kolbeinssyni yrði sagt upp sem framkvæmdastjóra félagsins í júní í fyrra. Fjórir eru í stjórn 101 Austurstrætis og því er stjórnin ófær um að taka ákvarðanir.

Ásgeir bendir á að í samkomulagi sem gert var um kaupin hafi komið fram að hann yrði framkvæmdastjóri þar til lokagreiðsla yrði innt af hendi.

„Við buðum honum meira að segja að kaupa hann út á sama verði og hann borgaði fyrir,“ segir Ásgeir. „Og hann vill það ekki. Hann vill hækka verðið um einhver fjörtíu prósent. Segir að það sé orðið meira virði, en á sama tíma er hann að skaða félagið. Og vill svo ekki borga sjálfur greiðsluna vegna þess að hann segir að hún sé svo há því að fyrirtækið sé ekki þess virði.”

Mál Ásgeirs og Styrmis gegn einkahlutafélagi Kamrans verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Að auki eru kærur til skoðunar hjá lögreglu.

„Við stefndum honum til greiðslu á þessu. Auðvitað fer hann í gagnstefnu á móti og stefnir okkur fyrir að hitt og þetta hafi ekki staðist, og þess háttar. Það er ekkert launungamál að hann kærði okkur til lögreglu, bara til að varpa skugga á okkur. Það er ekkert í þessu. Við höfum ekkert að fela í þessu máli.“

Austur var opnað í kvöld klukkan 9, eins og áður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið um næturklúbbinn Austur

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár