Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fer fyrir dóm í dag: „Ég er algjörlega saklaus, ég hata ekki neinn mann“

Fimm manns fara fyr­ir Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur í dag fyr­ir hat­ursorð­ræðu gegn hinseg­in fólki. Guð­fræð­ing­ur­inn Jón Val­ur Jens­son seg­ir að mál sitt sé sama og unn­ið. Fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur­inn Jón Hag­barð­ur Knúts­son er einn þeirra ákærðu.

Fer fyrir dóm í dag: „Ég er algjörlega saklaus, ég hata ekki neinn mann“

Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarp Sögu, og Jón Valur Jensson, guðfræðingur, eru meðal átta einstaklinga sem eru ákærðir fyrir hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þeir eru ákærðir út frá hegningarlögum númer 233, grein a, sem segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sæti sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum.“ 

Mál Jóns Hagbarðar Knútssonar, fyrrverandi sóknarprests, Ara Hermanns Oddssonar, framkvæmdastjóra og þríþrautarkappa, Jón Vals Jenssonar, guðfræðings og bloggara, Pétur Gunnlaugssonar útvarpsmanns og eldri borgarans Carls Jóhanns Lilliendahls er þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrjú önnur mál bíða þingfestingar. 

Þetta mál brýtur blað í sögu dómstóla á Íslandi, en þetta er í fyrsta skiptið sem slík ákæra er lögð fram vegna hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þessi hegningarlög hafa aðeins einu sinni leitt til sakfellingar, en það var í máli íslenska ríkisins gegn Hlyni Frey Vigfússyni árið 2002 vegna kynþáttaníðis. 

Líkti samkynhneigð við barnaníð

Pétur GunnlaugssonPétur er ásakaður um að hafa líkt samkynhneigð við barnaníð.

Jón Hagbarður, fyrrverandi sóknarprestur Raufarhafnarkirkju, sagði: „No komment, takk, bless,“ þegar blaðamaður hafði samband við hann um málið. Hvorki náðist í Ara Hermann né Pétur Gunnlaugsson, en sá síðarnefndi líkti samkynhneigð við barnaníð í þætti sínum „Línan er laus“ á Útvarpi sögu 20. apríl 2015. Hann sagði í símatíma útvarpsstöðvarinnar í síðustu viku: „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta.“ 

Í þætti sínum í apríl í fyrra ræddi Pétur við innhringjendur, varaði við hinsegin fræðslunni og tók undir umræðu um að börnum yrðu látin stunda samkynhneigt kynlíf. Einn innhringjandi, Hulda, ýjaði að því að börnin yrðu látin stunda kynlíf: „Er þetta sýnikennsla? Er þetta verkleg kennsla?“

„Ég bara vil ekki hugsa út í það einu sinni,“ svaraði Pétur. „Þarf að fara að sýna þeim, eða kenna þeim eða káfa á þeim? Hver er meiningin?“ spurði hún áfram. „Þetta er innrætingarstarfsemi. Það er alveg ljóst. Þetta er eins og trúboð,“ fullyrti Pétur þá. „Út með þetta og inn með kristnifræðsluna,“ sagði innhringjandinn að lokum.

„Styðst ekki við neitt raunverulegt“

Jón Valur Jensson guðfræðingur vísar ákærunni á bug og segist vera saklaus að öllu, og að bloggfærslurnar þrjár sem hann er ákærður fyrir vera innan ramma tjáningarfrelsis. „Þetta er algjörlega fráleit ákæra, hún styðst ekki við neitt raunverulegt og er einfaldlega ákæruvaldinu til skammar,“ segir hann.

Jón Valur JenssonJón Valur segist ekki hata neinn mann.

Umræddar bloggfærslur birtust 17. apríl, 20. apríl og 21. apríl 2015. Þær fjalla um ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um hinsegin fræðslu í grunnskólum með aðstoð Samtakanna ‘78. Í færslunum gagnrýnir Jón Valur meðal annars „inngrip samkynhneigðra í í skólagöngu 6-15 ára barna“, kvartaði undan „innrætingarstarfsemi“ og „innrætingarferli“ og vitnar í skoðanakönnun Útvarps sögu með þeirri niðurstöðu að 84% væru andsnúnir hinsegin fræðslunni, en þátttakendur í könnun útvarpsstöðvarinnar eru gjarnan markhópur stöðvarinnar. „Ég tel þetta vera algjörlega unnið mál af minni hálfu. Ég er algjörlega saklaus frá því að vera með einhverja hatursorðræðu, það er bara ekki minn háttur að gera það, ég hata ekki neinn mann.“ 

Aðspurður um andstöðu sína við hinsegin fræðslu skólabarna segir hann: „Ég er bara ósáttur við það að það eigi að byrja með hana án þess að það komið nokkurn tímann til tals hjá stjórnmálaflokkunum. Það hefur aldrei neitt af þessu tagi verið borið undir þá eða á fundi með almenningi.“

Jón Valur bætti við að stór hluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar greiddu atkvæði með þessari tillögu og gaf í skyn að það væri gert af einhverri hræðslu við það að skera sig úr frá pólitískri rétthugsun. „Nítján ára bæjarfulltrúi leggur fram einhverja hálfsblaðsíðna greinargerð sem skýrir í rauninni mjög lítið um hvað á að fara fram í þessari svökölluðu hinsegin fræðslu fyrir börn frá sex ára aldri alveg upp í fimmtán. Mörgum þykir þetta algjörlega fáheyrt og ekki í lagi, sérstaklega að fá Samtökin ‘78 í þetta án þess að þeir séu taldir þurfa sérstaklega faglega menntun á sviði kynfræðslu eða kennsluréttindi.“ 

„Hatur leiðir bara af sér meira hatur“ 

Björg Valgeirsdóttir er lögmaður Samtakanna ‘78 og lagði upphaflega fram kæru gegn tíu einstaklingum í apríl 2015 fyrir þeirra hönd. Hún segir að í kjölfar tillögunar um hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar hafi samfélagsmiðlar logað af hatri án þess að lögregla, sem hefur frumkvæðisskyldu í þessum málaflokki, hafi gert nokkuð í því. Í kjölfar þess hafi Samtökin ákveðið að athafast í málinu. Lögregla lét málið falla niður án rannsóknar, en ríkissaksóknari skipaði lögreglu í nóvember 2015 að rannsaka hvort ummælin væru refsiverð. Málið hefur nú ratað til dómstóla.

Björg ValgeirsdóttirBjörg segir skoðunarfrelsi vera algjört, en að tjáning sem styður eða hvetur til haturs í garð minnihlutahópa geti verið refsiverð.

„Við vildum reyna á það hvort svona umræða sé í lagi,“ segir hún blaðamanni yfir síma. Hún bendir á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu fyrir stuttu í máli Vejdeland gegn Svíþjóð að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsiverð, og að ákvæði í íslenskum hegningarlögum séu á sama máli. „Það er mjög eðlilegt að dómstólar skeri úr um hvort að svona orðræða sé refsiverð eða ekki. Þetta er auðvitað prófmál.“ 

 „Hatur leiðir bara af sér meira hatur“

Björg segir að samtök hinsegin fólks á Íslandi hafi verið mjög öflug í mannréttindabaráttu hinsegin fólks og að markvissum árangri hafi verið náð. Hinsvegar standi hinsegin fólk frammi fyrir miklu bakslagi í dag, og telur að það þurfi að stöðva það í fæðingu áður en það nær að grassera og spilla góðum árangri. „Hatur leiðir bara af sér meira hatur, og jafnvel ofbeldi, og maður vill ekki að svona fái bara að viðgangast þegar öll þessi réttindi hafa náðst í gegn fyrir þennan minnihlutahóp sem hinsegin fólk er. Viljum við fara aftur til þess tíma sem fólk hafði ranghugmyndir um hvað það þýðir að vera hinsegin?“ 

Stendur vörð um tjáningarfrelsið 

Björg telur umræðuna vera á villigötum þegar fólk líki þessari ákæru við takmörkun á tjáningarfrelsi. „Skoðunarfrelsi er ótakmarkað, en tjáningarfrelsi takmarkast ýmist af friðhelgi einkalífs, eða af refsivernd minnihlutahópa eins og reynir á í þessum tilvikum., af því að niðrandi, smánandi, meiðandi hatursoræða í garð minnihlutahópa, og það er tiltekið í ákvæðinu út af kynþætti og kynferð, ef þú gerir það þá er tjáningin refsiverð.

„Löggjafin hefur metið það sem svo að nauðsynlegt sé að sporna gegn tjáningu sem styður eða hvetur til haturs í garð minnihlutahópa. Tjáning sem fellur að þessari skilgreiningu telst refsiverð og er um leið undanskilin stjórnarskrárvernd tjáningarfrelsisins.“ 

Ekki er að finna hvenær mál hinna þriggja einstaklinganna sem eru ákærður verður þingfest. Samtökin ‘78 kærðu einnig tvo aðra einstaklinga sem tilheyra umdæmum lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesi. Ekki fengust svör frá lögreglu um stöðu þeirra rannsókna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu