Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

10 hlutir sem ég elska við Noreg

Nor­eg­ur er meira en bara hærri laun og betri vinnu­tími. Freyja Búa­dótt­ir, brott­flutt­ur Ís­lend­ing­ur, seg­ir frá því sem henni þyk­ir best.

Vissulega er ýmislegt sem ég sakna við Ísland, fjarlægðin gerir fjöllin blá, en það eru líka ástæður fyrir því að ég flyt ekki til baka. Noregur er frábært land og hér eru 10 hlutir sem mér líkar betur við Noreg heldur en Ísland. Einnig valdi ég Suður-Noreg af ástæðu.

1. Hvítar strendur og heit sumur

Ramberg-strönd í Lofoten
Ramberg-strönd í Lofoten

Síðasta sumar eyddi ég ómældum tíma á ströndinni í 30-32 stiga hita, syndandi í sjónum og grillandi pulsur á ströndinni. Það er svo dásamlegt að búa í landi þar sem það kemur alvöru sumar, þar sem maður getur hoppað út í sumarkjól og það er heitt! 


2. Ekkert rok

Bærinn Olden í Noregi
Bærinn Olden í Noregi

Ég get næstum talið á fingrum annarrar handar hversu oft kemur rok hjá mér, ég fer í göngutúr daglega með hundinn minn og við löbbum nær undantekningalaust í logni. Ég næ varla að venjast því, þvílík dásemd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár