Undir áhrifum

Jó­hanna Rakel og 070 Shake

070 Shake er fyrsta tónlistarkonan sem varð þess valdandi að Jóhanna Rakel varð ástfangin af hljóðinu. Hún er líka leynivopnið á plötu með Kanye West.
· Umsjón: Katrín Helga Andrésdóttir

Katrín: Jóhanna, þú ert búin að vera að rappa síðan þú varst átján ára og byrjaðir í Reykjavíkurdætrum. Á sama tíma stofnuðuð þið Salka Cyber og seinna varstu með sólóprójektið Stepmom sem gaf út EP plötu árið 2018. Þar fyrir utan ertu líka myndlistarmenntuð.

Jóhanna: Já, ég sótti um í Listaháskólanum eftir að hafa heyrt að það væru geðveikar græjur þar. Hægt að silkiþrykkja og gera vídeó og ég var bara: „damn, þetta er praktískt. Salka er að læra að gera takta og pródúsera, hvað get ég gert til að hjálpa Cyber og okkar samstarfi?“ Ég fór meira út í það að gera vídeó og merch og þannig dæmi. Ég sótti um í Listaháskólanum, ekkert endilega á þeim forsendum að verða myndlistarmaður. Ég hafði eiginlega ekki hugmynd um hvað myndlist væri. Ég meina, ég vissi hver Picasso var beisikklí, og Kjarval og var bara eitthvað: „Ja, ég veit nú ekki alveg hvort ég sé beint málari“. En kemur síðan í ljós, eftir að ég fæ inngöngu í LHÍ, að ég var miklu meiri myndlistarmaður en ég hélt.

Katrín: Einmitt. Vilt þú kynna aðeins áhrifavaldinn?

Jóhanna: Já. Tónlistarkonan sem mig langar að tala um gengur undir sviðsnafninu 070 Shake, en heitir Danielle Balbuena og er fædd 13. júní ‘97. Hún gaf út sína fyrstu EP plötu í byrjun 2018, fyrir það hafði hún bara gefið út nokkra singúla, en búið til alveg brjálað buzz í kringum sig. Loksins þegar platan droppaði þá vissi maður að hún væri að fara að verða huge einn daginn. Hún var alltaf að skrifa ljóð og prufa þau yfir YouTube bít, en það var ekki fyrr en seint 2015 sem hún tók eitthvað upp og gaf ekki neitt út fyrr en 2016.

„Ég sótti um í Listaháskólanum, ekkert endilega á þeim forsendum að verða myndlistarmaður. Ég hafði eiginlega ekki hugmynd um hvað myndlist væri.“

Katrín: Og þá var hún pikkuð upp …

Jóhanna: Já hún var pikkuð upp þremur mánuðum eftir að fyrsta lagið hennar kom út á Soundcloud. Þá hafði YesJulz samband við hana, sem er bandarískur samfélagsmiðlaáhrifavaldur og manager og signaði hana bara strax. Og stuttu eftir það þá heyra Pusha T og Kanye lag með henni og signa hana á GOOD Music.

Katrín: Innan við ári eftir að hún semur sitt fyrsta rapplag ...

Jóhanna: Já. Ég er nú ekki mikið fyrir að glorifæja ungdóminn, en hún greinilega var tilbúin að verða tónlistarkona þegar hún byrjaði. Hún þurfti ekkert að finna sig, hún var búin að finna sitt sánd strax, sem mér finnst mjög glæsilegt. Hún er á einhverjum geðveikt spennandi stað.

Katrín: Hvenær heyrðir þú fyrst tónlist hennar?

Jóhanna: Það er ekkert svo langt síðan. Kannski svona hálft ár, ár síðan, man ekki einu sinni hver sagði mér frá henni. Ég er búin að hlusta ógeðslega mikið á Mirrors og Honey sem eru hennar vinsælli lög og svo lagið sem ég ætla að gera ábreiðu af, Morrow, sem kom út fyrir svona tveimur mánuðum. Ég er búin að syngja það í bílnum stanslaust. Ég er búin að vera með þrjú lög á repeat: Morrow eftir hana, Bitch From the South með Mulatto og Vossi Bop með Stormzy. Það er svo vont ef þú ert að followa mig á Spotify, þá sérðu hvað ég er að hlusta á og ég hlusta bara á þrjú lög í einu. En ég er bara þannig manneskja, ég hlusta bara á þrjú til fimm lög í svona tvo mánuði og svo skipti ég.

Katrín: Einmitt. Þú sagðir mér áður en viðtalið byrjaði að henni finnst mikilvægt að hafa yfirsýn yfir öll atriðin sem koma frá henni, ekki bara yfir tónlistina heldur líka útlitið og brandið. Finnst þér mikilvægt þegar þú hlustar á hana að vera líka með myndina af henni í huga og hennar stíl?

Jóhanna: Ef þú ætlar að vera tónlistarmaður í dag, í þessari öld af einlægni, þar sem við viljum þekkja fólk svo ógeðslega vel útaf samfélagsmiðlum að bara Frank Ocean hefur náð að púlla það síðustu ár að við viljum ekki vita meira um hans persónulega líf – í ljósi þessarar þróunar, þá held ég að það sé mjög mikilvægt að geta verið með yfirumsjón yfir það hvernig tónlistin þín lítur út, hvernig tónlistarvídeóin og visjúalarnir eru. Og hún segir í einhverju viðtali að það sem henni finnist mikilvægast fyrir góða tónleika sé bara að vera með rétta visjúala og rétta orku. Ég hef hugsað þetta svo oft. Stundum þá gerist einhver svona galdur, maður er bara í geðveiku skapi og orkan er geðveik, og maður gæti í alvörunni verið að syngja Barbie girl í 45 mínútur og það væri samt geðveikt!

„Maður er farinn að kaupa fólkið, meira en tónlistina“

Katrín: Ég er sammála. Það skiptir engu máli hversu vel maður gerir eitthvað, það skiptir bara máli hvort maður sé að tengja við fólkið.

Jóhanna: Það er geggjað, en það er líka fáránlegt. Maður er farinn að kaupa fólkið, meira en tónlistina. Það hefur auðvitað alltaf verið þannig, fólk hefur alltaf verið að selja ímyndina af listamanninum, en ég held við séum bara orðin svo ógeðslega vön því núna. Uppáhaldstónlistarmennirnir þínir eru bara fólk sem þér finnst kúl, þú lærir bara að elska tónlistina þeirra af því að þú elskar þau.

Katrín: Það er alveg satt. Ég er að followa hljómsveit á instagram sem er ekki búin að gefa neitt út

Jóhanna: – en þú bara elskar.

Katrín: Þetta er uppáhaldshljómsveitin mín!

Jóhanna: Einmitt, ég tengi mjög mikið við þetta. Eins og Mulatto, það er eitthvað við þessa konu sem lætur mig bara öskra með öllum lögunum hennar, næstum því búin að kaupa mér miða á túrinn hennar ...

Katrín: Af því að þið eruð bara vinkonur ...

Jóhanna: Já. Ég vil bara vera með henni, skilurðu, í crewinu hennar eða eitthvað.

Katrín: Og finnst þér þú fá þetta líka með 070 Shake?

Jóhanna: Hún er reyndar fyrsta tónlistarkonan mjög lengi þar sem ég varð bara ástfangin af hljóðinu. Og það skipti mig engu máli hvernig hún leit út eða hvað hún var að gera, mér fannst þetta nóg.

Katrín: Eigum við þá aðeins að tala um röddina hennar?

Jóhanna: Mh! Hún er með ótrúlega rödd, pínu djúp, pínu rám en nær ótrúlegum hæðum ef hún vill. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira, þetta er bara það flottasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt.

Katrín: Hún er svo áreynslulaus án þess að vera letileg. Rosalega mikil tjáning, ég myndi eiginlega segja að hún sé smá emo og ég væri mjög hissa ef hún hefur lært einhvern söng, það hljómar eins og þetta sé bara að koma beint frá henni.

Jóhanna: Það heyrist alveg að hún sé búin að vera að skrifa lengi, þótt hún sé ekki búin að gera tónlist lengi. Hún þarf að koma þessu út í ljóðum eða texta. Ég vil samt helst ekki segja það því það er svo damn klisjukennt að segja: „Ég verð bara að skapa!“ Ég held að maður verði aldrei bara að skapa, ég held maður venji sig á að skapa til að koma hlutum út.

„Ég held að maður verði aldrei bara að skapa, ég held maður venji sig á að skapa til að koma hlutum út“

Katrín: Það er góður punktur. Mér finnst hún vera algjörlega með hjartað á erminni. Bara við að horfa á mynd af henni, þá fæ ég þá tilfinningu.

Jóhanna: Þessi kona er búin að ganga í gegnum sjiiiiit.

Katrín: Eigum við að tala aðeins um það?

Jóhanna: Já, en við vitum samt svo lítið. Á Wikipedia-síðunni hennar stendur bara í Personal Life að hún tali um elskhuga með kvenkyns fornöfnum og hún hefur verið í Vogue’s New Queer Rappers, en hún talar ekki um að skilgreina sig sem samkynheigða konu, heldur segist bara fíla stelpur. Og í lögunum hennar heyrir maður að hún hefur verið í einhverri hellaðri neyslu, en samt fær maður ekki á tilfinninguna að hún vilji að maður sjái hana sem fórnarlamb.

Katrín: Eru einhverjir sérstakir textar eða textabútar sem sitja í þér?

Jóhanna: Í I Laugh When I’m With Friends but I’m Sad When I’m Alone, þá segir hún: „The healthy shit is far, but the drugs are no further than your room or your car,“ sem er svo damn satt og damn pirrandi! Það er mun erfiðara að taka sig saman og fara í ræktina og borða hollt og passa sig að gera jóga og passa sig að hugleiða … Það er bara miklu óaðgengilegra heldur en að fara bara á damn barinn með vinum sínum. Og sérstaklega þegar maður er ungur og það er spennandi þá er svo ógeðslega auðvelt að festast í þessari hringrás. Það er ekkert mál að redda sér einhverju sem veitir manni skammtímahamingju og er vont fyrir þig, það er miklu auðveldara að festast í því heldur en að festast í því að verða snilli í jóga. Það er miklu auðveldara að verða djammdrottning heldur en jógadrottning. Ohh, nú hljóma ég eins og einhver youth pastor, æjæjæj.

Katrín: Alls ekki. En þetta minnir mig pínu á Lauryn Hill. 070 Shake nefnir Lauryn Hill sem innblástur, þær eru með dáldið svipaða rödd ...

Jóhanna: Já, það er þetta svona …

Katrín: Svona smá raspy, Lauryn Hill kannski aðeins meiri díva …

Jóhanna: Þær er bara fæddar stjörnur!

Katrín: Fæddar stjörnur, mjög emotional, með hjartað á erminni og Lauryn Hill er líka með svona lífslexíur sem geta alveg verið off-putting, fer eftir því hvernig maður fer inn í það, en á endanum er þetta bara eitthvað sem hún er búin að læra um sjálfa sig sem hún er að reyna að miðla. Það hljómar oft eins og hún sé að segja „þú átt að vera svona og þú átt að vera hinsegin“ en hún er bara að segja við sjálfa sig „þér líður betur svona og svona“.

„Það hefur enginn nokkurn tímann sagt mér eitthvað sem ég hef bara tekið og breytt mér eftir“

Jóhanna: Einmitt. Það hefur enginn nokkurn tímann sagt mér eitthvað sem ég hef bara tekið og breytt mér eftir. Maður verður að komast að þessu sjálfur. Ég elska að maður geti eytt tíma, eitthvað sem er bara náttúrulegur hlutur sem gerist, í eitthvað – og maður verður betri í því! Það fríkar mig út. Ég fattaði það þegar ég varð allt í einu allt í lagi í því að teikna, það var ekki afþví að ég hafði einhverja hæfileika, þetta er bara af því að ég eyddi tíma og gerði þetta aftur og aftur. Það var pínu epiphany fyrir mér: „Damn, ég get lært allt! Fokk, hvað er ég núna að læra?“ Þá fékk ég bara valkvíða.

Katrín: Algjörlega. Mig langar aðeins að koma inn á lúkkið hennar, því það er mjög sterkt.

Jóhanna: Það er ótrúlega sterkt! Ég veit samt ekki alveg hvernig maður á að lýsa henni. Mér líður bara eins og hún sé geðveikt samkvæm sjálfri sér, bara: „Ég er í þessum buxum afþví að þær eru þægilegar. Ég er með hárið svona af því að það er þægilegt.“

Katrín: „Og ég er bara óvart með geðveikt góða beinabyggingu í andlitinu.

Jóhanna: Já, hún var ekki að drekka einhver te eða redda sér eitthvað, hún var bara: „hér er ég“.

Katrín: Einhvern veginn bæði röff og fíngerð.

Jóhanna: Ég held hún sé sko pínulítil, en þú tekur örugglega alltaf eftir henni þegar hún labbar inn í herbergi, af því að orkan sem streymir frá henni er bara svona: „Hujj!“

Katrín: Algjörlega. Og svo er hún ekki bara með eitt, heldur tvö tattú í andlitinu!

Jóhanna: Annað er einhvers konar kross eða eitthvað, en hitt er 070, sem er póstnúmer í New Jersey og crewið hennar heitir eftir því.

Katrín: Og svo er hún leynivopnið á Ye, Kanye-plötunni.

Jóhanna: Já, hún er á Ghost Town, sem er svona stand out lagið á plötunni.

Katrín: Og hún er með stand out versið!

„Ég er að fá gæsahúð við að hugsa um það!“

Jóhanna: Ég er að fá gæsahúð við að hugsa um það! Það er fullkomið! Mig langar smá að finna textann. Hún segir: „Once again I’m a child, let it all go, of everything that I know, and nothing hurts anymore, I feel kind of free, we’re still the kids we used to be, I put my hand on a stove, to see if I still bleed.“ Hvernig hún flytur þetta er svo ruglað! Allt sem hún er að segja, þú trúir henni! Ég held að hún hafi í alvörunni, á einhverjum tímapunkti í lífi sínu, tékkað hvort hún væri með tilfinningar með því að kveikja í hendinni sinni. Eða allavega þegar mér líður hvað verst þá er ég, kannski ekki til í að kveikja í hendinni á mér, en er eitthvað svona: „er ég með tilfinningar? I’m not quite sure“, skilurðu.

Katrín: Ég tók eftir því að hún er tvíburi og þú ert líka tvíburi.

Jóhanna: Aha, það er damn erfitt, tvíburar eru oft misskildir sem svona two-faced tussur – og við getum alveg verið það, en kjarninn er bara hvað við erum hellað adaptable. Svo er auðvitað fólk sem tengir ekki neitt við stjörnumerkin sín (í syngjandi tón) en ég held að það sé að blekkja sig.

Katrín: Áður en við förum í síðasta liðinn, sem er flutningur þinn á Morrow eftir 070 Shake, þá langar mig að rýna aðeins í textann á því lagi með þér. Eru einhverjar setningar sem þú vilt staldra við?

Jóhanna: Ég er sérstaklega hrifin af „It’s your decision but still you make it mine, it makes it easier for you.“ Af því að ég er mjög óákveðin og bið fólk gjarnan um að taka ákvarðanir fyrir mig. Og það er svo mikið burden, fyrir bæði mig að vera svona óákveðin og fyrir annað fólk að þurfa að taka ákvarðanir fyrir fullorðna konu. Það er fáránlegt! Og mér líður eins og hún hafi kannski verið í þannig sambandi við einhvern ... „I know it’s hard to swallow, I don’t know if I’ll be here tomorrow.“

Fyrst þegar ég heyrði þetta þá var ég bara: „Hún er að fara að drepa sig“ eða „hún er að fara frá henni“ og það er ógeðslega mikill raunveruleiki fyrir ógeðslega mikið af fólki og það er damn hreinskilið að koma því bara svona frá sér. En þetta er líka ógeðslega óheilbrigð setning, því hún er að viðurkenna hennar tak á fólki, sem er dónalegt sko. „You’re gonna know cause it’s destined, you feel it in your intestines,“ þetta getur verið bæði „þú veist að við eigum að vera saman af því að þú finnur það á þér“ eða „þú veist að við eigum ekki að vera saman af því að þú finnur það á þér“. Þegar ég er í góðu skapi þá túlka ég þetta á fyrri háttinn, en þegar ég er smá leið eða í ástarsorg þá er ég bara: „já ég er sammála, burtu með þetta!“

Svo segir hún: „Heart filled with Malice and that’s how you’ll have it, I’m still so proud of you“, „þú ert fullur af illsku og þannig viltu hafa það en ég er samt svo stolt af þér“. Það er svo fallegt að ef einhvern langar bara að vera reiður, þá er samt hægt að vera stoltur af þeim. Hún segir líka „don’t turn your back on me, we’ll find our balance“. Æj þú veist, þegar eitthvað fer á mis og samskipti enda, hvort sem það er vina- eða ástar-, þá finnst mér verst þegar manneskjan hverfur alveg. Af því að þú hefur áfram áhuga á því að vita hvernig manneskjunni líður og passa upp á hana from afar. Þú veist, við vorum tengd og við verðum áfram tengd. Ekki snúa við mér baki, við finnum okkar balans, við munum finna eitthvað sem virkar fyrir okkur.

Ég er kannski líka að tengja þetta við íslenskt samfélag þar sem æskuvinir þínir koma og fara í gegnum líf þitt, einhver sem þú þoldir ekki í öðrum bekk í grunnskóla er allt í einu orðin mágkona þín og þú lærir bara að elska hana. Mér finnst svo flott með Ísland, við erum alltaf í kringum fyrrverandi elskhuga og fyrrverandi vini og fyrrverandi stjúpforeldra og fyrrverandi bara allt. En við erum öll að reyna að finna einhvern balans í þessu.

Katrín: Eigum við að láta það vera lokaorðin? Við erum öll að reyna að finna einhvern balans?

Jóhanna: Já.

Katrín: Mig langar að þakka þér kærlega fyrir spjallið, Jóhanna.

Jóhanna: Bless bless!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Bastarden (ásamt Ingu Steinunni og Hákoni Erni)
Paradísarheimt #9

Bast­ar­den (ásamt Ingu Stein­unni og Há­koni Erni)

Slysafrásagnir, skilningarvitin og lykt
Þjóðhættir #47

Slysa­frá­sagn­ir, skiln­ing­ar­vit­in og lykt

Leigubílstjórinn handtekinn
Á vettvangi #1

Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

OK til bjargar Coop
Eitt og annað

OK til bjarg­ar Coop