Að koma inn á vinnustofu Haraldar Jónssonar var eins og að vera umfaðmaður hálsakoti barns, eins og hann orðaði það vel sjálfur. Mjúk og sæt lykt tók á móti okkur þegar við hittumst í spjall í miðbænum. Haraldur er einlægur og orðar hlutina heppilega, og minnir okkur öll á að gleyma ekki að undrast.
Það þekkja allir teikningar Halldórs Baldurssonar. Sumir sjá hreinlega fyrir sér teikningar hans þegar þeir hugsa um ákveðna pólitíkusa. Hann er þó með móral yfir hvernig hann teiknaði Katrínu Jakobsdóttur, en hann neyðist til að halda áfram að teikna hana þannig. Hillbilly heimsótti Halldór Baldursson á vinnustofu hans.
Rúrí er gestur Hillbillyar í dag og eins og oft gerist í svo stuttu spjalli þá er margt sem kemst ekki að. Til dæmis töluðum við ekki um framlag hennar á Feneyjartvíæringinn 2003 Arkív, endangered waters, gagnvirka innsetningu sem samanstóð af 52 ljósmyndum af fossum, en við töluðum hins vegar um fyrsta fossinn sem fangaði athygli hennar á barnsaldri og hún fangaði á fyrstu filmuna sína. Svo ræddum við líka frið og bíla. Á heimasíðu listamannsins, www.ruri.is er m.a. hægt ...
Hillbilly heimsótti Lóu Hjálmtýsdóttur í vinnustofuna/búðina hennar í Hafnarstræti þar sem pizzulykt fyllir öll vit. Lóa spjallaði um húmorinn, teikninámið í New York og þegar Kim Kardashian fékk sér pulsu.
„Þegar ég kem hingað inn langar mig svo að fara að mála,“ sagði önnur Hillbilly-systirin þegar hún gekk inn á vinnustofu Kristins Más Pálmasonar. Veggir fullir af litlum formum, listaverkum - kláruðum og í vinnslu, blað sem á stóð sellerí, ljósakróna á fáránlegum stað og tónlist í bakgrunni. Kristinn spjallaði um skrimtið, árin í London og bauð Hillbilly að smakka níkótín-töflur.
Hillbilly var gestur númer tvö á nýju vinnustofu Margrétar Blöndal. Birtan frá stóra glugganum féll svo fallega á myndir af blómum sem Margrét hafði gert og hengt upp. Út um gluggan sást í Hallgrímskirkjuturn og Sundhöll Reykjavíkur, jarðarber og ruccola salat var borið fram og Margrét talaði meðal annars um mikilvægi þess að langa í eitthvað, en ekki fá.
Athugasemdir