Tengdir þættir

Hugleikur Dagsson er mikill kvikmyndaáhugamaður og Hafsteini fannst því upplagt að fá hann í heimsókn og blaðra við hann um ýmislegt nördalegt. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars ofurhetjumyndir, hvernig Hugleikur nálgast uppistand, hversu erfitt það er að skrifa Áramótaskaupið, hvers konar maður nennir að gera fimm Transformers myndir, Star Wars myndirnar, bíómyndir sem eru byggðar á teiknimyndasögum og margt fleira.

Bjöggi snýr aftur og í þetta skipti vildi hann ræða myndir sem komu honum á óvart. Þær eru allar spænskar en þetta eru meðal annars myndirnar Timecrimes, Kidnapped og The Platform. Strákarnir ræða langar tökur, sniðug handrit, ógeðið í myndinni Rec, döbbaðar myndir og hvaða hlut þeir hefðu valið að taka með sér í fangelsið í The Platform.

Eigandi Bako Ísberg, Bjarni Ákason, kom í heimsókn til Hafsteins og spjallaði við hann um allt og ekkert. Strákarnir ræddu meðal annars þegar Hafsteinn vann hjá Bjarna, Steve Jobs og Apple, þegar Bjarni hitti Mel Brooks í París, hvernig Bjarni var með þeim fyrstu sem fóru í sóttkví vegna COVID og hversu mikilvægt það er að leyfa börnunum sínum að velja sína eigin ástríðu.

Binni Löve kom aftur í heimsókn til Hafsteins og í þetta skipti ræddu þeir Borat 2, samfélagsmiðla og áhrifavalda. Strákarnir ræða meðal annars hversu fyndinn Sacha Baron Cohen er, hvort Nicolas Cage púlli virkilega að vera með sítt hár í Con Air, hvort einhver hafi einhvern tímann sagt eitthvað jákvætt um áhrifavalda og hvort það væri ekki gott sjónvarpsefni ef Binni væri með sinn eigin raunveruleikaþátt.

Þar sem Hrekkjavaka er á næsta leiti, þá datt Hafsteini í hug að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Hann bjó til spurningakeppni og bauð Sigga og Snorra í þáttinn. Spurningarnar skiptast í bjölluspurningar, hraðaspurningar, vísbendingaspurningar og flokkaspurningar. Þar sem þetta er Hrekkjavökukeppni, þá eru þetta einungis hryllingsmyndaspurningar. Hvaða morðvopn notaði Candyman? Hvað heitir djöfullinn í Hereditary? Kíkið á þáttinn og komist að því.

Hafsteinn ákvað að búa til kvikmyndaáskorun fyrir Bjögga og Hödda. Hafsteinn bjó til 10 fjölbreyttar spurningar og strákarnir skiptast á að svara þeim. Þeir fara vel yfir öll svörin og ræða meðal annars líka hversu harður Jake the Muss er í myndinni Once were Warriors, hvort það yrði gaman að hanga með Marsellus Wallace í heilan sólarhring, hversu blóðug Braindead er, hvort það hafi verið sniðugt að gefa út myndina 2012 árið 2009 og hvort það sé til betri byssumynd ...
Athugasemdir