Friðrik Kristjánsson, vinsæll og efnilegur ungur maður úr Garðabæ, hvarf sporlaust í Paragvæ eftir að hafa ánetjast fíkniefnum. Íslendingur, sem búsettur var í Amsterdam, greindi lögreglu frá því að hann hefði séð ónefndan Íslending halda á afskornu höfði hans í samtali á Skype og hrósa sér af því að hafa myrt hann. Lögreglan í Reykjavík hefur nú handtekið og yfirheyrt einn mann vegna málsins.
Fréttir
Vilhjálmur stefnir hópi fólks fyrir ummæli vegna Hlíðarmálsins
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sendi í dag út bréf fyrir hönd skjólstæðinga sinna þar sem hann krafðist afsökunarbeiðni og skaðabóta frá fólki sem tjáði sig um meint nauðgunarmál í Hlíðunum. Mikil umræða skapaðist á sínum tíma undir myllumerkinu #almannahagsmunir. Áður hafði hann kært konurnar sem kærðu kynferðisbrot á móti fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir kynferðisbrot. Öllum málunum var vísað frá eftir rannsókn lögreglu.
FréttirKynferðisbrot
Bréf til þolandans í nauðgunarmálinu: „Frávísun máls er ekki sýkna“
Samtökin Aktívistar gegn nauðgunarmenningu hafa gefið yfirlýsingu vegna niðurfellingar héraðssaksóknara á Hlíðamálinu svokallaða. „Skömminni hefur þú skilað á sinn stað með kærunni og fyrir það máttu vera stolt af sjálfri þér, þetta krefst mikils styrks.“
Listi
Myllumerki ársins
Netverjar létu til sín taka á árinu 2015 og eignuðu sér umræðuna í hverju málinu á fætur öðru. Þar frelsuðu konur geirvörturnar og risu upp gegn þöggun um kynferðisbrot á meðan karlar börðust gegn skaðlegri karlmennsku sem getur kostað mannslíf.
Fréttir
Önnur konan í Hlíðamálinu kærð á móti fyrir nauðgun
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur, fyrir hönd annars sakborninga í Hlíðamálinu, kært aðra konuna fyrir kynferðislega áreitni og nauðgun. Hann segist búast við breiðum stuðningi frá Druslugöngunni og Stígamótum.
FréttirKynbundið ofbeldi
Talaði vel um gerandann eftir nauðgunina
Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi á Stígamótum, segir algengt að konur séu vinalegar við gerendur eftir kynferðisofbeldi. Það er hins vegar notað gegn þeim og getur verið ástæðan fyrir niðurfellingu mála. Rebekka Rut var fimmtán ára og reyndi að láta sem ekkert væri þegar nauðgarinn skutlaði henni heim.
FréttirKynbundið ofbeldi
Ný bylting á Beauty tips: Fór aftur heim til hans eftir hópnauðgun
Konur lýsa samskiptum sínum við gerendur eftir nauðgun. Ragnheiður Helga reyndi að láta sem ekkert væri eftir hópnauðgun og fór tvisvar sinnum aftur í húsið þar sem þetta gerðist.
Fréttir
Vilhjálmur: „Þetta er algjört kjaftæði“
Lögmaður sakborninga í kynferðisbrotamáli í Hlíðum segir frétt Fréttablaðsins ekki samræmast gögnum málsins. Hann hefur ekki áhyggjur af fyrirhugaðri kæru vegna ummæla sem hann lét falla á Rás 2 fyrr í vikunni.
Fréttir
Óttast að umfjöllunin dragi úr þolendum kynferðisofbeldis
Jóhanna Sigurjónsdóttir, lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo menn fyrir kynferðisbrot, mun á morgun leggja fram kæru gegn Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni fyrir að leka trúnaðarupplýsingum um málið. Hún óttast að umfjöllunin muni hafa alvarleg áhrif á afdrif málsins.
Fréttir
Konurnar kærðar fyrir rangar sakagiftir
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður og verjandi annars sakborninga í nauðgunarmáli í Hlíðum, segir ábyrgð Fréttablaðsins mikla. Fréttablaðið krafið um tuttugu milljónir krónur og afsökunarbeiðni. Aðstoðarritstjóri segir fjölmiðilinn ekki bera ábyrgð á atburðarás gærdagsins.
Fréttir
Lögmaður birtir myndskeið úr íbúð meints raðnauðgara og boðar málssóknir
„Aftaka kærðu á netinu í gær mun verða íslendingum til vansa um aldir alda,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem ætlar í hart gegn Fréttablaðinu og „hlutaðeigandi mykjudreifurum”.
Fréttir
Lögmaður ósáttur: Alltof mikil umræða um kynferðisbrot á Íslandi
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur að umræðan um kynferðisbrot á Íslandi sé „alltof mikil“ og að þeir sem lýsi sig ósammála Stígamótum séu úthrópaðir.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.