Seðlabankastjóri skýtur niður hugmynd Ragnars Þórs og Vilhjálms
„Ekki sérstaklega góð hugmynd“ að frysta verðtrygginguna vegna COVID-19, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
FréttirKjaramál
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
Tillögur ríkisstjórnarinnar gera að engu vonir fulltrúa launþega um að líf færist í kjaraviðræðurnar. Vilhjálmur Birgisson rauk af fundi með stjórnvöldum.
Fréttir
Bjóða afturvirka kjarasamninga ef samið verður fyrir janúarlok
Samtök atvinnulífsins eru tilbúin að gera kjarasamninga sem gilda frá síðustu áramótum að því gefnu að hækkanir verði hóflegar og að samið verði fyrir næstu mánaðarmót.
FréttirKjaramál
Gefur lítið fyrir gagnrýni verkalýðsleiðtoga og segir þá koma úr „sama klúbbnum“
Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Íslands gefur ekki mikið fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið frá helstu leiðtogum verkalýðsforystunnar. Yfir hundrað félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands hafa farið fram á félagsfund þegar í stað.
PistillVerkalýðsmál
Viðar Þorsteinsson og Vilhjálmur Birgisson
Umbætur á fjármálakerfinu koma verkalýðshreyfingunni við
„Fjármálakerfið, sem haldið er uppi með mánaðarlegum afborgunum íslenskra heimila, hefur skapað hraðbraut ofurlauna og sjálftöku,“ skrifa þeir Viðar Þorsteinsson og Vilhjálmur Birgisson.
FréttirVerkalýðsmál
ASÍ fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar af stéttafélagsaðild starfsmanna
Forsvarsmenn Hvals hf. eru sagðir hafa bannað starfsmönnum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness. ASÍ segir þetta skýrt lögbrot. Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli í Hæstarétti sem rekið var af Verkalýðsfélagi Akraness fyrir hönd félagsmanns.
Lægstu taxtar hækka um 9.500 krónur næstu mánaðarmót. Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 800 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi segir að stöðva verði misskiptinguna.
Fréttir
Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára
Björn Óli Hauksson fékk 25,1 milljón króna í laun á síðasta ári. Hækkanir á launum stjórnarmanna samþykktar á síðasta ársfundi Isavia.
Fréttir
Segja orðalag í fjármálaáætlun til marks um veruleikafirringu
Lélegt fjármálalæsi hjá almenningi sagt ein ástæða þess að ungt, tekjulágt fólk lendi í fjárhagsörðugleikum. Orðalagið hefur vakið mikla reiði og það sagt sýna skilninsleysi stjórnvalda á stöðu lágtekjufólks.
Fréttir
Samtök atvinnulífsins leyndu launahækkun í hálft ár
Formaður Verkalýðsfélags Akraness reyndi ítrekað að fá kjarasamning Samtaka atvinnulífsins við flugmenn. Viðauki gerður með leyndarákvæði. Samtökin sögðu ekki svigrúm fyrir nema 3-4 prósenta launahækkun jafnvel þó þau væru búin að gera leynisamninginn við flugmenn með mun meiri hækkun.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, brást illa við tillögu Gylfa Arnbjörnssonar um sameiningu afls aðildarfélaga og félagsmanna Alþýðusambandsins.
FréttirKjaradeilur 2015
Syngjandi fiskverkakona vill 300 þúsund krónur
Jónína Björg Magnúsdóttir flutti skammarsöng um stjórn Granda og setti á YouTube.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.