Vilhjálmur Árnason
Aðili
Mikil réttarbót fyrir börn sem missa foreldri

Mikil réttarbót fyrir börn sem missa foreldri

·

Ný lög sem auka rétt barna sem aðstandenda eru sögð mikið framfaraskref. Ekkill sem missti konu sína árið 2015 segir að ekkert frumkvæði hafi þá verið að því að veita honum og dætrum hans aðstoð.

Stjórnarþingmenn styðja Bergþór Ólason

Stjórnarþingmenn styðja Bergþór Ólason

·

Situr áfram sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins sem vísuðu frá tillögu um kosningu nýs formanns.

Sjálfstæðismenn sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn gerð skýrslu um flutninga á vopnum

Sjálfstæðismenn sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn gerð skýrslu um flutninga á vopnum

·

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því að utanríkisráðherra yrði gert að taka saman skýrslu um vopnaflutninga íslenskra flugfélaga. Aðrir samflokksmenn þeirra sátu hjá.

Vill að opinberum aðilum verði gert skylt að kolefnisjafna sig

Vill að opinberum aðilum verði gert skylt að kolefnisjafna sig

·

Þingsályktunartillaga Vilhjálms Árnasonar gerir ráð fyrir að tekið verði mið af samningi stjórnarráðsins við Kolvið frá árinu 2008. Eldsneytisnotkun ríkisins ekki verið kolefnisjöfnuð frá árinu 2009.

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

·

Noregur og Svíþjóð veittu Stundinni ítarlegt yfirlit yfir akstursgjöld þingmanna sinna. Danmörk, eins og Ísland, veitir ekki þessar upplýsingar en þar eru greiðslur lægri og reglur skýrari. Ásmundur Friðriksson er að öllum líkindum Norðurlandameistari í akstri á eigin bifreið í vinnunni. Endurgreiðslur til íslenskra þingmanna á hvern keyrðan kílómetra eru miklu hærri á Íslandi en í Svíþjóð og Noregi.

Sjálfstæðismenn vilja að einkaaðilar endurnýi Kjalveg og rukki vegfarendur

Sjálfstæðismenn vilja að einkaaðilar endurnýi Kjalveg og rukki vegfarendur

·

„Gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi undir sér að öllu leyti með notendagjöldum.“

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

·

„Ási fer líka með flugi,“ skrifar Vilhjálmur Árnason á Facebook og birtir mynd af Ásmundi Friðrikssyni, flokksfélaga sínum. Vilhjálmur á það sameiginlegt með Ásmundi að hafa ekki fylgt fyrirmælum siðareglna og reglunni um notkun bílaleigubíls.

Stjórnarliðar vilja fjölga öryrkjum á vinnumarkaði til að ná fram sparnaði

Stjórnarliðar vilja fjölga öryrkjum á vinnumarkaði til að ná fram sparnaði

·

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar í velferðarnefnd Alþingis vilja að fjárlaganefnd hugi sérstaklega að starfsgetumati. „Ljóst er að fjölgun öryrkja á vinnumarkaði myndi leiða til minni útgjalda.“

Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðs sakar eftirlitsnefnd ráðsins um mannréttindabrot

Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðs sakar eftirlitsnefnd ráðsins um mannréttindabrot

·

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn af fulltrúum Íslendinga á þingi Evrópuráðsins, telur að réttindi Útvarps Sögu hafi verið fyrir borð borin. „Þetta, að vera með dylgjur, er ekki pólitísk ákvörðun um hvernig mannréttindi við viljum.“

„Við eigum ekkert að vera feimin að semja við Klíníkina“

„Við eigum ekkert að vera feimin að semja við Klíníkina“

·

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að „öflugar konur, eins og hjúkrunarfræðingar og fleiri“ muni njóta góðs af fjölbreyttu rekstrarformi og aukinni nýsköpun á sviði heilbrigðisþjónustu. Vill að samið verði við einkafyrirtæki um liðskiptaaðgerðir.

Ofbeldisbrotum fækkar: Lögreglan vill rafbyssur

Ofbeldisbrotum fækkar: Lögreglan vill rafbyssur

·

Íslenska lögreglan hittir framleiðendur rafbyssa og berst fyrir því að þær verði innleiddar hérlendis. Rafbyssur voru teknar upp í Bandaríkjunum til að fækka dauðsföllum af völdum lögreglu. Þeim hefur hins vegar fjölgað. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fólkið hafa látist úr „brjálæðisheilkenni“.