„Vegagerðin er í rauninni með umboð sem er ómögulegt að uppfylla nema að rústa borginni og ógna öryggi einmitt þeirra sem hafa tekið lífstílsákvarðanir sem draga úr umferðarteppum,“ skrifar Jökull Sólberg. „Eltingaleiknum við aukið flæði er senn að ljúka. Íbúar láta ekki bjóða sér upp á þetta lengur.“
Fréttir
Leggur til að ríkið selji Spöl og semji við fyrirtækið um frekari samgönguverkefni
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stingur upp á því að ríkið selji lífeyrissjóðum og sveitarfélögum Spöl og semji síðan við fyrirtækið um stór samgönguverkefni til næstu ára.
Fréttir
Sérfræðingar vöruðu við sandflutningi við Landeyjahöfn strax árið 2005
Tveir aðilar í Danmörku vanmátu vandann við sandflutninga áður en framkvæmdir hófust við Landeyjahöfn. Fræðimenn við Háskólann í Lundi höfðu bent á að huga þyrfti að sandflutningum. Höfnin hefur verið ónothæf á veturna og nýr Herjólfur sem milda á vandann er ekki kominn í notkun.
Fréttir
Sérfræðiþekking ekki metin hjá Vegagerðinni
Umsækjandi um starf forstjóra Vegagerðarinnar segir að sérfræðiþekking sé ekki metin á Íslandi og sérfræðingar flytji úr landi. Menntaður dýralæknir var skipaður, en ekki var gerð sérstök krafa um menntun í auglýsingu.
Fréttir
Vegagerðin vill tugi nýrra mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu
Vegagerðin sér fram á að öll gatnamót á meginstofnvegum höfuðborgarsvæðisins verði mislæg. Hægt verði að keyra frá Hvalfirði til Keflavíkur án umferðarljósa. Einnig er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
FréttirUmferðarmenning
Enginn lagði rétt í stæði
Starfsmaður Advania smellti af skoplegri mynd sem sýnir hvernig enginn lagði rétt í stæði í óveðri síðustu viku.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Annar skipverjanna sagðist hafa séð tvær stelpur í aftursætinu
Annar skipverjanna af grænlenska togaranum Polar Nanoq, hringdi í kærustuna sína í Grænlandi og lýsti fyrir henni það sem hann man um aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, nóttina sem Birna hvarf.
Fréttir
Skipasmíðastöðin sem smíðar nýjan Herjólf notar vinnuþræla
Íslensk stjórnvöld hafa samið við pólsku skipasmíðastöðina Crist S.A. um smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju en skipasmíðastöðin hefur notað vinnuþræla frá Norður-Kóreu. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir Ríkiskaup og Vegagerðina ekki hafa haldbærar heimildir um að Crist hafi orðið uppvíst að brotum sem geta fallið undir skilgreiningu á mansali. Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, ætlar að krefjast skýringa af pólska fyrirtækinu.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.