

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Heyrðist ekki í henni?
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.