Afturför Tyrklands
ÚttektValdaránið í Tyrklandi

Aft­ur­för Tyrk­lands

Recep Tayyip Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti og fylg­is­menn hans eru að um­turna Tyrklandi fyr­ir opn­um tjöld­um. Þús­und­ir dóm­ara og op­in­berra starfs­manna hafa ver­ið rekn­ir úr störf­um sín­um sak­að­ir um óljós tengsl við and­stæð­inga for­set­ans. Þá hafa hátt í þús­und blaða­menn ver­ið sótt­ir til saka fyr­ir skrif sín. For­set­inn íhug­ar að taka upp dauðarefs­ing­ar að nýju. Íbú­ar Ist­an­búl reyna að fóta sig í ólík­um heimi nú þeg­ar ár er lið­ið frá vald­aránstilraun­inni. Jón Bjarki Magnús­son heim­sótti borg­ina í byrj­un júní.
10 óhugnanlegar staðreyndir um alræðistilburðina í Tyrklandi
ListiValdaránið í Tyrklandi

10 óhugn­an­leg­ar stað­reynd­ir um al­ræð­istil­burð­ina í Tyrklandi

Tyrk­nesk stjórn­völd hafa brot­ið á mann­rétt­ind­um fólks og við­haft grófa al­ræð­istil­burði eft­ir að gerð var mis­heppn­uð vald­aránstilraun um miðj­an júlí­mán­uð. Am­nesty In­ternati­onal hef­ur tek­ið sam­an óhugn­an­lega töl­fræði um ástand­ið.
Tyrkir halla sér að Rússum
FréttirValdaránið í Tyrklandi

Tyrk­ir halla sér að Rúss­um

Sam­skipti milli Rúss­lands og Tyrk­lands hafa ver­ið stirð síð­an rúss­nesk flug­vél var skot­in nið­ur yf­ir Tyrklandi í fyrra. Leið­tog­ar ríkj­anna vinna hins veg­ar í því að bæta sam­skipt­in á milli land­anna og er fyrsti fund­ur þeirra síð­an at­vik­ið átti sér stað lið­ur í því.
Vigdís Haukdsóttir líkir mótmælum vegna Panamaskjalanna við valdaránið í Tyrklandi
Fréttir

Vig­dís Haukdsótt­ir lík­ir mót­mæl­um vegna Pana­maskjal­anna við vald­arán­ið í Tyrklandi

„Hér var fram­kvæmt hálf­gert vald­arán og það heppn­að­ist en í Tyrklandi var vald­arán sem mis­heppn­að­ist,“ sagði Vig­dís Hauks­dótt­ir í við­tali við Út­varp Sögu.
Allir tyrkneskir fræðimenn settir í farbann
FréttirValdaránið í Tyrklandi

All­ir tyrk­nesk­ir fræði­menn sett­ir í far­bann

Tyrk­nesk­um fræði­mönn­um hef­ur ver­ið bann­að að fara úr landi vegna gruns um að þeir hafi átt þátt í vald­aránstilraun­inni. Fjór­ir há­skóla­rek­tor­ar hafa ver­ið rekn­ir, auk 1577 deild­ar­stjóra og 21 þús­und­um kenn­ara. Tal­ið er að alls hafi um 60 þús­und sér­fræð­ing­ar misst vinn­una í hreins­un­um Er­doğ­ans.