
Útgerð forstjórans kom Brim undir 12 prósent í milljarða kvótaviðskiptum
Brim segist komið undir lögbundið 12 prósenta hámarksaflahlutdeild eftir 3,4 milljarða viðskipti við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er langstærsti eigandi útgerðarfélagsins. Útgerðir tengdar Brimi eru enn samtals með 17,41 prósent aflahlutdeild.