Íslenskur sendiherra segir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra líta svo á að hann geti skipað hvern sem er sem sendiherra. Nýtt frumvarp hans ógni lýðræðislegri stjórnsýslu.
Úttekt
Huawei, „Kínaveiran“ og gula ógnin
Bandarískir fjölmiðlar á borð við New York Times tala um að nýtt kalt stríð sé hafið, í þetta sinn á milli Bandaríkjanna og Kína. Í því stríði sé barist með hátækni, í netheimum og með áróðri og viðskiptahöftum. Eftir að hafa snúið baki sínu við alþjóðasamfélaginu í fjögur ár segist Trump Bandaríkjaforseti nú reiðubúinn að leiða Vesturlönd í baráttunni gegn heimsyfirráðum Kínverja en efasemdir eru um að hann hafi til þess burði.
Fréttir
Segir sendiherrann hafa lagt sig í einelti eftir gleðigönguna
Margrét Adamsdóttir, sem starfaði í pólska sendiráðinu á Íslandi, segir Gerard Pokruszyński sendiherra hafa kallað nafntogaða diplómata niðrandi orðum um samkynhneigða, meðal annars Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sér hafi verið mismunað fyrir trúarskoðanir og fyrir að hafa birt myndir af sér á Hinsegin dögum.
Fréttir
Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“
Ræðismaður í pólska sendiráðinu var sendur heim án fyrirvara. Pólsk félög á Íslandi mótmæla uppsögninni og segja að Gerard Pokruszyński sendiherra hafi öskrað og neitað að taka við bréfi um málið. Annar starfsmaður sendiráðsins er sagður hafa kvartað til ráðuneytis.
Fréttir
Tómas er sendiherra samhliða alþjóðlegu dómaraembætti
Tómas H. Heiðar. forstöðurmaður Hafréttarstofnunar Íslands og dómari við Alþjóðlega hafréttardómstólinn, virðist hafa verið skipaður sendiherra án þess að nokkur hafi vitað af því. Utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað spurningum um skipan Tómasar síðastliðna fimm daga. Ekki liggur fyrir hvernig það fer saman að vera sendiherra Íslands og dómari við alþjóðlegan dómstól.
Pistill
Þorvaldur Gylfason
Mikill stuðningur við ESB þrátt fyrir Brexit
Kannanir sýna að evran nýtur stuðnings og hefur þótt reynast vel.
Fréttir
Utanríkisráðuneytið veit ekki hver kostnaður þess við öryggisgæslu er
Ekki eru til upplýsingar, hvorki sundurgreindar né í heild, um kostnað vegna öryggisgæslu í sendiráðum Íslands. Ráðuneytið tók sér 11 mánuði í að svara úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
FréttirHrunið
Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“
Timothy Geithner, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki minnast umræðu um utanríkisstefnu Íslands vegna umsóknar um gjaldeyrisskiptasamning í hruninu 2008. Ísland var ekki kerfislega mikilvægt samkvæmt viðtölum í bók Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóra.
Úttekt
Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur
„Þessi samningur kemur til með að færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi,“ sagði þingmaður Framsóknarflokksins um umdeildan alþjóðasamning sem Íslendingar undirgengust, samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Umræðan um þriðja orkupakkann er að hluta endurómur af áhyggjum vegna afsals Íslendinga á fullveldi tengt EES-samningnum.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
Með fullgildingu ECT-samningsins hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að liðka fyrir frjálsum viðskiptum með orkuauðlindir og að beita sér fyrir samkeppni, markaðsvæðingu og samvinnu á sviði orkuflutninga. Reynt gæti á ákvæði samningsins ef upp koma deilur um lagningu sæstrengs, en fjárfestar hafa meðal annars notað samninginn sem vopn gegn stjórnvaldsaðgerðum sem er ætlað að halda niðri raforkuverði til almennings.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.