
Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011
Bjarni Benediktsson var harðorður í umræðum um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings árið 2011. Meðal annars sagði hann það að „ef menn fá ekki að fylgjast með talningu atkvæða“ ætti það að leiða til ógildingar. Bjarni greiddi hins vegar í gær atkvæði með því að úrslit kosninga í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum ættu að standa, þrátt fyrir fjölmarga annmarka á framkvæmdinni.