Uppgjör umboðsmanns: Vildi alltaf verða málsvari litla mannsins
Tryggvi Gunnarsson er hættur sem umboðsmaður Alþingis eftir að hafa verið viðloðandi embættið í 33 ár. Hann vildi ungur verða „málsvari litla mannsins“ og hefur þess utan starfað við að veita valdhöfum aðhald. Hann tók á skipunum dómara, Landsréttarmálinu og lekamálinu og þurfti ítrekað að verjast ágangi valdamesta fólks landsins. Eitt skiptið hringdi forsætisráðherrann í hann með slíkum yfirgangi að breyta þurfti reglum um samskipti ráðamanna við umboðsmann. „Í mínu starfi hef ég fengið fjölda ábendinga vegna svona símtala,“ segir hann.
Fréttir
Hættur að borða í mótmælaskyni við grímuskyldu
Þrátt fyrir að Zoran Kokatovic hafi læknisvottorð um að hann geti ekki borið andlitsgrímu var honum meinað að sinna vinnu sinni grímulaus. Þá fær hann ekki afgreiðslu í matvöruverslunum án þess að bera grímu. Hefur hann því hætt að borða í mótmælaskyni.
Fréttir
Skora á Persónuvernd að hefja rannsókn á Útlendingastofnun
Hjálparsamtökin Solaris hafa sent áskorun til Umboðsmanns Alþingis, Umboðsmanns barna og Persónuverndar um að taka miðlun Útlendingastofnunar á persónuupplýsingum Khedr-fjölskyldunnar til athugunar.
FréttirStjórnsýsla
Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
Ákvörðunarvald um hvort bótaskylda sé viðurkennd liggur hjá því stjórnvaldi sem bótakröfu er beint að og stjórnvöld hafa forræði á kröfugerð, röksemdum og ágreiningsatriðum þegar mál fara fyrir dómstóla. Þetta er afstaða umboðsmanns Alþingis samkvæmt ábendingabréfi sem hann sendi heilbrigðisráðherra árið 2014, en forsætisráðuneytið gaf út yfirlýsingu á föstudag þar sem fram kom að ríkislögmaður hefði „almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar“.
FréttirStjórnsýsla
Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum
Umboðsmaður Alþingis segir þörf á hugarfarsbreytingu og aukinni þekkingu innan stjórnsýslunnar þegar kemur að beitingu reglna um aðgang almennings að upplýsingum.
FréttirStjórnsýsla
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu var í lögvillu um gildissvið stjórnsýslulaga og lagaramma sáttameðferðar. Ráðuneytið greip inn í eftir ábendingu frá umboðsmanni Alþingis.
FréttirStjórnsýsla
Vatnajökulsþjóðgarður braut gegn umsækjanda: Sagðist hafa „slegið inn rangt netfang“
Stjórnvaldið varð ekki við beiðni umboðsmanns Alþingis um að sýna fram á tæknileg mistök og þóttu skýringarnar „hvorki trúverðugar né til þess fallnar að upplýsa málið“.
FréttirStjórnsýsla
Lokaði 10 ára gömlu frumkvæðismáli í fyrra
Málið varðaði útgjaldaskuldbindingar ráðherra án skýrrar lagastoðar rétt fyrir þingkosningarnar 2007.
FréttirStjórnsýsla
Umboðsmaður spyr hvort ráðuneytið ætli að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“
Sýslumaður telur sig óbundinn af stjórnsýslulögum við framkvæmd sáttameðferðar.
Fréttir
„Missagnir“ ráðuneytisins á meðal ástæðna þess að umboðsmaður kallaði eftir gögnum
Dómsmálaráðuneytið gerði umboðsmanni Alþingis upp skoðanir og gaf ranglega til kynna að hann hefði lagt blessun sína yfir framferði Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra.
FréttirEinkavæðing bankanna
Umboðsmaður telur einkavæðingu bankanna gott sem fullrannsakaða
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú til skoðunar hvort hrinda eigi í framkvæmd þingsályktuninni frá 2012 um rannsókn á einkavæðingu bankanna. Lögfræðingur sem starfaði með tveimur rannsóknarnefndum Alþingis telur rannsóknarspurningar sem fylgdu þingsályktuninni vanhugsaðar og umboðsmaður Alþingis telur ólíklegt að sérstök rannsókn á einkavæðingu bankanna leiði fram nýjar markverðar upplýsingar.
Fréttir
Svör ráðherra til umboðsmanns Alþingis: „Dómsmálaráðherra sjálfur býr yfir sérþekkingu“
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við HÍ, veitti enga efnislega ráðgjöf um tillögugerð ráðherra eða mat á dómaraefnum. Af fyrirliggjandi gögnum má ráða að Sigríður Andersen sjálf hafi verið eini sérfræðingurinn sem taldi eigin málsmeðferð fullnægjandi með tilliti til stjórnsýslulaga.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.