Fréttamál

Úkraínustríðið

Greinar

Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
ErlentÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
Munu Kínverjar bjarga Pútín?
ErlentÚkraínustríðið

Munu Kín­verj­ar bjarga Pútín?

Kín­verj­ar juku ol­íu­kaup sín frá Rússlandi um minnst 50% eft­ir að refsi­að­gerð­ir Vest­ur­landa skullu á í kjöl­far inn­rás­ar Pútíns í Úkraínu. Rétt fyr­ir inn­rás­ina hitt­ust leið­tog­ar ríkj­anna og lýstu yf­ir órjúf­an­legri sam­stöðu og skuld­bind­ing­um til efna­hags­sam­starfs. Kín­verj­ar hafa kos­ið með Rúss­um í ör­ygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna en hversu langt nær sam­starf­ið og get­ur Pútín treyst á stuðn­ing frá Pek­ing þeg­ar á reyn­ir?
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
ErlentÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.

Mest lesið undanfarið ár