
Sólveig Anna segir lögfræðing ASÍ lýsa stuðningi við mann sem hafi hótað henni
Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, gagnrýnir Magnús M. Norðdahl lögræðing ASÍ harðlega fyrir athugasemd sem hann skrifaði við færslu hjá Tryggva Marteinssyni, sem vikið var úr starfi kjarafulltrúa Eflingar í gær. Umræddur Tryggvi er að sögn Sólveigar Önnu maðurinn sem hótaði að beita hana ofbeldi.