Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa
Starfsfólk Laugardalslaugar fór fram á að trans maðurinn Prodhi Manisha notaði ekki karlaklefa laugarinnar, jafnvel þótt mannréttindastefna borgarinnar taki skýrt fram að það sé óheimilt að mismuna fólki eftir kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu eða kyneinkennum. Formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs vill leyfa kynvitund að ráða vali á búningsklefum í sundlaugum.
MyndirTrans fólk
„Ég er ekki kona“
Prodhi Manisha er pankynhneigður transmaður sem jafnframt er húmanisti utan trúfélags. Þessi einkenni hans voru grundvöllur þess að honum var veitt staða flóttamanns á Íslandi. Hann var skráður karlmaður hjá Útlendingastofnun á meðan hann hafði stöðu hælisleitanda en það breyttist þegar honum var veitt hæli. Nú stendur ekki lengur karl á skilríkjunum hans, heldur kona. Það segir hann segir ólýsanlega sársaukafullt eftir alla hans baráttu. Hann leitar nú réttar síns.
FréttirTrans fólk
Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu
Forsprakkar fyrir réttindum trans einstaklinga á Íslandi hafa sætt gagnrýni og uppnefnum fyrir orð sem látin voru falla í kaldhæðni í hlaðvarpi í desember síðastliðnum, en er fjallað um á DV.is í dag. Alda Villiljós og Sæborg Ninja segja frétt DV um að þau telji karlmenn eiga skilið að deyja algjöran útúrsnúning.
ViðtalTrans fólk
Togarajaxlinn sem var kona
Anna Kristjánsdóttir var lengi kona í karlmannslíkama. Drengurinn Kristján klæddi sig í kvenmannsföt og leyndi því að hann var stúlka. Gekk í hjónaband og eignaðist þrjú börn. Laumaðist í föt eiginkonunnar. En konan varð á endanum yfirsterkari og fór í kynleiðréttingu. Anna er sátt í dag eftir að hafa sigrast á erfiðleikum við að fá að lifa sem transkona.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.