
Sótt að Pressunni vegna 90 milljóna skuldar: Björn Ingi flytur inn í 320 fermetra einbýlishús
Björn Ingi Hrafnsson leigir einbýlishús sem er í eigu félags á Möltu sem er einn hluthafa eignarhaldsfélagsins Borgunar. Málaferli gegn Pressunni ehf. vegna rúmlega 90 milljóna láns, sem veitt var til að kaupa DV ehf. 2014, hafa verið þingfest. Eigandi skuldar Pressunnar ehf. vill ekki ræða málið en staðfestir að það sé vegna vangoldinnar skuldar.