Aðili

Thorsil

Greinar

 Raforkusamningur Thorsil í uppnámi út af skorti á fjármögnun
FréttirKíslverksmiðjur

Raf­orku­samn­ing­ur Thorsil í upp­námi út af skorti á fjár­mögn­un

For­svars­menn kís­il­málm­fyr­ir­tæk­is­ins Thorsil halda sínu striki um bygg­ingu verk­smiðju sinn­ar í Helgu­vík þrátt fyr­ir mikl­ar seink­arn­ir á verk­efn­inu og United Silicon-mál­ið. Fyr­ir­tæk­ið er hins veg­ar ekki leng­ur með tryggð­an raf­orku­samn­ing við Lands­virkj­un vegna drátt­ar á verk­efn­inu en á nú í við­ræð­um við rík­is­fyr­ir­tæk­ið um nýj­an samn­ing.
Engeyjarættin: Þræðir stjórnmála og einkahagsmuna
Úttekt

Eng­eyjarætt­in: Þræð­ir stjórn­mála og einka­hags­muna

Fjár­fest­arn­ir í Eng­eyj­ar­fjöl­skyld­unni, ná­in skyld­menni Bjarna Bene­dikts­son­ar, hafa gert hag­stæða við­skipta­samn­inga við ís­lenska rík­ið í rík­is­stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­ustu tveim­ur ár­um. Fað­ir Bjarna keypti SR-mjöl í um­deildri einka­væð­ingu fyr­ir rösk­um tutt­ugu ár­um. Nú stend­ur til að hefja stór­fellda einka­væð­ingu á rík­is­eign­um og lýsa ýms­ir yf­ir áhyggj­um af því að sölu­ferl­ið kunni að verða ógagn­sætt.
Svona eignast maður virkjunarkost: Keyptu af Orkuveitunni á 34 milljónir
Rannsókn

Svona eign­ast mað­ur virkj­un­ar­kost: Keyptu af Orku­veit­unni á 34 millj­ón­ir

Ey­þór Arn­alds og Ei­rík­ur Braga­son keyptu Haga­vatns­virkj­un af Orku­veit­unni þeg­ar fyr­ir­tæk­ið stóð í stór­felldri eigna­sölu. Op­in­bert fyr­ir­tæki fékk rann­sókn­ar­leyf­ið en einkað­il­ar eign­ast það svo. Ey­þór Arn­alds kom að þrem­ur verk­efn­um sem tengd­ust raf­orku á Suð­ur­landi á sama tíma, ann­ars veg­ar sem fjár­fest­ir og hins veg­ar sem sveit­ar­stjórn­ar­mað­ur. Reynt að koma virkj­un­ar­kosti sem ekki er nægj­an­lega vel rann­sak­að­ur í gegn­um Al­þingi.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu