Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Aðili
Niðurlægjandi ferli að giftast á Íslandi

Niðurlægjandi ferli að giftast á Íslandi

·

Nalin Chaturvedi segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við sýslumannsembættið og Útlendingastofnun. Fólk utan EES-svæðisins sem giftist Íslendingum sé án réttinda og upp á náð og miskunn maka komið á meðan beðið sé eftir dvalarleyfi. Kerfið ýti undir misnotkun á fólki í viðkvæmri stöðu.

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

Ráðuneytið skoðar ofbeldistilkynningar sýslumanna

·

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi þótt vandséð verði að lög, lögskýringargögn eða dómafordæmi gefi tilefni til slíkrar túlkunar. Dómsmálaráðuneytið ætlar að skoða málið á grundvelli almennrar eftirlitsskyldu sinnar.

Nauðungarvistunum nær aldrei hafnað

Nauðungarvistunum nær aldrei hafnað

·

126 nauðungarvistanir voru samþykktar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Í þremur tilvikum frá 2016 hefur sýslumaður hafnað beiðni um nauðungarvistun og í aðeins 3% tilvika var álits trúnaðarlæknis óskað. „Nauðungarvistun situr í fólki jafnvel svo áratugum skiptir,“ segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Dómsmálaráðuneytið staðfestir áfellisdóm yfir móður þrátt fyrir lögreglurannsókn á föður

Dómsmálaráðuneytið staðfestir áfellisdóm yfir móður þrátt fyrir lögreglurannsókn á föður

·

Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest úrskurð sýslumanns þar sem Sigrún Sif Jóelsdóttir var sögð hafa brotið gegn barni með því að greina frá meintu ofbeldi föður þess. Faðirinn sætir lögreglurannsókn og er með réttarstöðu sakbornings vegna málsins.

Ungmennum með fíknivanda hafnað - „Við erum að tala um BÖRN!!“

Ungmennum með fíknivanda hafnað - „Við erum að tala um BÖRN!!“

·

Félagsráðgjafi gagnrýnir Íbúasamtök Norðlingaholts harðlega fyrir að mótmæla vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda. „Hinn sanni jólaandi sýnir sig hér rækilega í verki.“

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

·

Íbúasamtök Norðlingaholts kröfðust lögbanns sýslumanns á vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda og fengu. Tugir íbúa hafa nú skrifað undir yfirlýsingu þar sem lögbanninu er mótmælt.

Hugvekja í ljósagöngu

Sigrún Sif Jóelsdóttir

Hugvekja í ljósagöngu

Sigrún Sif Jóelsdóttir
·

Sigrún Sif Jóelsdóttir flutti hugvekju í ljósagöngu UN Women um helgina og fór hörðum orðum um stefnu stjórnvalda í umgengnismálum. „Mæður og börn eru stödd í samfélagslegri martröð þar sem yfirvöld senda þolendum ofbeldis þau skilaboð að þeim sé ekki trúað,“ sagði hún.

Stundin heldur áfram umfjöllun upp úr Glitnisskjölunum

Stundin heldur áfram umfjöllun upp úr Glitnisskjölunum

·

Fréttaflutningur um fjármál æðsta handhafa framkvæmdavaldsins var stöðvaður með valdi í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Nú hafa hins vegar dómstólar tvívegis komist að þeirri niðurstöðu að lögbannið sé ólögmætt og stangist á við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis.

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·

Enn í dag hafa gögn frá Barnahúsi, frásagnir barna af kynferðisofbeldi og vottorð fagaðila oft takmarkað vægi í umgengnismálum. Alþingi hefur ekki séð ástæðu til að hnykkja á vernd barna gegn ofbeldi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa meiri áhyggjur af ofstækisfullum tálmunarmæðrum heldur en af umgengni barna við ofbeldismenn.

Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen

Móðir og forsjárforeldri

Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen

Móðir og forsjárforeldri
·

Móðir í umgengnisdeilu, sem Stundin hefur fjallað um, sendir Sigríði Á. Andersen opið bréf: „Ef niðurstaða fagaðila, áhyggjur forsjárforeldris, afgerandi niðurstaða Barnahúss og sjónarmið barnanna hafa ekkert vægi í mati sýslumanns og dómsmálaráðuneytis á ofbeldi gegn barni, hvaða gögn hafa það þá? Hvaða skilaboð vill dómsmálaráðuneytið senda börnum?“

Hótel Adam lokað eftir umfjöllun Stundarinnar

Hótel Adam lokað eftir umfjöllun Stundarinnar

·

Hótel Adam á Skólavörðustíg var lokað að kröfu sýslumanns eftir umfjöllun Stundarinnar. Meðal annars kom í ljós að hótelið leigði út fleiri herbergi en leyfi var fyrir.

Barnahús taldi föður hafa brotið gegn börnum en ráðuneytið vill kanna hvort afstaða þeirra litist af „neikvæðu viðhorfi móður“

Barnahús taldi föður hafa brotið gegn börnum en ráðuneytið vill kanna hvort afstaða þeirra litist af „neikvæðu viðhorfi móður“

·

Sýslumaður taldi gögn frá læknum og frásagnir barna af meintu kynferðisofbeldi hafa „takmarkaða þýðingu“. Dómsmálaráðuneytið leggur áherslu á að í Barnahúsi hafi sjónum verið beint að hugsanlegu ofbeldi en ekki því hvort börnin vilji umgangast meintan geranda. Nú þurfi að „komast að því hver raunverulegur vilji barnanna sé“.