Svæði

Sviss

Greinar

Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.
Leyniflétta Júlíusar Vífils rakin upp
RannsóknPanamaskjölin

Leyniflétta Júlí­us­ar Víf­ils rak­in upp

Borg­ar­full­trú­inn fyrr­ver­andi, Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, sem er til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara vegna „rök­studds gruns“ um stór­felld skattsvik og pen­inga­þvætti, sagði í sam­tali við Stund­ina að pen­ing­ar, sem hann geymdi á af­l­ands­svæði ættu sig sjálf­ir, og að upp­taka af sam­tali hans og Sig­urð­ar G. Guð­jóns­son­ar lög­manns, um hvernig forð­ast mætti að greiða skatt af þeim, væri föls­uð. Júlí­us Víf­ill hef­ur kom­ið með eng­ar eða vill­andi skýr­ing­ar, auk þess að neita að upp­lýsa um mál­ið.
Júlíus Vífill svarar fyrir sig: Fjárkúgun og falsanir – leynipeningarnir eiga sig sjálfir
Spurt & svaraðPanamaskjölin

Júlí­us Víf­ill svar­ar fyr­ir sig: Fjár­kúg­un og fals­an­ir – leyni­pen­ing­arn­ir eiga sig sjálf­ir

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son svar­aði spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um fund sem hann átti, þar sem var lýst hvernig forð­ast ætti skatt­greiðsl­ur. Hann lýsti því að pen­ing­arn­ir í sjóði hans á af­l­ands­svæði ættu sig sjálf­ir. Hér­aðssak­sókn­ari rann­sak­ar nú þessi við­skipti vegna gruns um skattsvik og pen­inga­þvætti. Upp­taka af fund­in­um hef­ur ver­ið birt og er hún hluti rök­stuðn­ings hér­aðssak­sókn­ara fyr­ir því að Sig­urði G. Guð­jóns­syni er mein­að að vera lög­mað­ur Júlí­us­ar Víf­ils, vegna gruns um að­ild hans. Júlí­us Víf­ill sagði upp­tök­una vera fals­aða.
Banki Margeirs slapp við skuld við ríkið með viðskiptum í skattaskjóli
FréttirPanamaskjölin

Banki Mar­geirs slapp við skuld við rík­ið með við­skipt­um í skatta­skjóli

Mar­geir Pét­urs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi MP bank­ans sál­uga, var um­svifa­mik­ill við­skipta­vin­ur panömsku lög­manns­stof­unn­ar Mossack Fon­seca um ára­bil sam­kvæmt Pana­maskjöl­un­um. Af­l­ands­fé­lag í huldu eign­ar­haldi átti lyk­il­þátt í við­skiptafléttu sem fól í sér að banki í eigu Mar­geirs gerði upp skuld við ís­lenska rík­ið eft­ir að af­l­ands­fé­lag­ið keypti kröf­ur af ís­lensk­um líf­eyr­is­sjóð­um.
Studdi eiginmanninn í sjálfsvíginu
Viðtal

Studdi eig­in­mann­inn í sjálfs­víg­inu

Stein­ar Pét­urs­son tók ákvörð­un um að deyja í heimalandi eig­in­konu sinn­ar, Sviss. Á brúð­kaups­dag­inn þeirra, í byrj­un mars 2013, héldu þau ut­an, þar sem hann lést eft­ir að hafa tek­ið ban­væna lyfja­blöndu hjá stofn­un sem veit­ir lög­lega dán­ar­að­stoð. Stein­ar var orð­inn mjög veik­ur vegna ill­kynja heila­æxl­is og kaus að fara þessa leið til þess að deyja á með­an hann vissi enn hver hann var. Ekkja hans, Sylvia­ne Lecoultre Pét­urs­son, ákvað að styðja hann í þessu ferli, sækja um dán­ar­að­stoð­ina, afla nauð­syn­legra gagna, kaupa fyr­ir hann flug og koma hon­um út, þar sem fjöl­skyld­an sat hjá hon­um á með­an hann var að deyja. Hún efn­ir nú lof­orð við hann með því að vinna að því að opna um­ræð­una í gegn­um Lífs­virð­ingu - fé­lag um dán­ar­að­stoð.
Glaumgosi verður konungur Taílands í skugga hneykslismála
Úttekt

Glaum­gosi verð­ur kon­ung­ur Taí­lands í skugga hneykslis­mála

Þaul­setn­asti þjóð­ar­leið­togi sam­tím­ans, Bhumi­bol Adulya­dej, kon­ung­ur Taí­lands, er lát­inn. Son­ur hans og arftaki, Maha Vajiralong­korn, á að baki þrjú mis­heppn­uð hjóna­bönd, að minnsta kosti sjö börn og gerði hund­inn sinn að yf­ir­manni flug­hers­ins. Lög­gjöf sem bann­ar gagn­rýni á kon­ungs­fjöl­skyld­una ger­ir það af verk­um að Taí­lend­ing­ar vita lít­ið sem ekk­ert um þenn­an vænt­an­lega kon­ung sinn.
Bankamaður Bjarna í Sviss tjáir sig um skattaskjólsmálið
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Banka­mað­ur Bjarna í Sviss tjá­ir sig um skatta­skjóls­mál­ið

Bjarni Markús­son sinnti eign­a­stýr­ingu fyr­ir Bjarna Bene­dikts­son í Glitni og hjá Ju­lius Baer í Sviss. Hann seg­ir að sér „vit­an­lega“ hafi Bjarni Bene­dikts­son ekki stund­að við­skipti í gegn­um skatta­skjól. Æg­ir Birg­is­son og Bald­vin Vald­ir­mars­son voru við­skipta­fé­lag­ar Bjarna í Dubaí en eign­ar­hald­ið á fast­eigna­verk­efn­inu lá í gegn­um skatta­skjól­ið Seychells-eyju.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu