Stríðið gegn ISIS
Fréttamál
Íslendingur sagður hafa verið myrtur af tyrkneska hernum í Sýrlandi

Íslendingur sagður hafa verið myrtur af tyrkneska hernum í Sýrlandi

Haukur Hilmarsson, íslenskur aktívisti sem hefur barist fyrir réttindum hælisleitenda um árabil, er sagður hafa verið drepinn af tyrkneskum hersveitum í febrúar samkvæmt fréttum erlendis frá.

Prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill banna mótmæli og hlera alla múslima

Prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill banna mótmæli og hlera alla múslima

Frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, Sindri Einarsson, er með mjög róttækar hugmyndir um hvernig skal efla þjóðaröryggi Íslendinga, meðal annars með því að banna fjölmenn mótmæli, sýnilegri víkingasveit og hlerun allra múslima.

Þjóðverjar segja hryðjuverk ekki stefnu Merkel í málefnum flóttamanna að kenna

Þjóðverjar segja hryðjuverk ekki stefnu Merkel í málefnum flóttamanna að kenna

Samkvæmt nýlegri könnun segist stærstur hluti Þjóðverja ekki líta svo á að nýleg hryðjuverk í landinu séu stefnu Angelu Merkel kanslara um móttöku flóttamanna að kenna.

Frans páfi: Kapítalismi er „hryðjuverk gegn mannkyninu öllu“

Frans páfi: Kapítalismi er „hryðjuverk gegn mannkyninu öllu“

Frans páfi segir efnahag heimsins hafa í hávegum guð peninganna en ekki manneskjuna. Jafnframt sagði hann um átökin í Mið-Austurlöndum: „Þetta er stríð fyrir peninga. Þetta er stríð um náttúruauðlindir. Þetta er stríð um yfirráð yfir fólki.“

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum

Síðan borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011 hafa allt að 470 þúsund manns látið lífið og 4 milljónir flóttamanna hafa flúið stríðsátökin í landinu. Loftárásir hafa verið daglegt brauð undanfarin misseri fyrir marga íbúa landsins, en börnin í borginni Aleppo hafa nú tekið upp á því að brenna bíldekk til þess að koma í veg fyrir að sprengjum sé sleppt á borgina.

Minnst 85 óbreyttir borgarar látnir vegna mistaka bandarísks flugmanns

Minnst 85 óbreyttir borgarar látnir vegna mistaka bandarísks flugmanns

Mistök flugmanns bandaríska hersins urðu til þess að í það minnsta 85 manneskjur létust í loftárás í þorpinu Tokhar í Sýrlandi. Í yfirlýsingu hersins segjast þeir reyna allt til „þess að forðast eða minnka eftir bestu getu lát óbreyttra borgara.“

Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“

Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“

Pakistani sem starfað hefur með friðarsamtökum í heimalandinu biðlar til bandarískra og breskra yfirvalda um að taka hann af „dauðalistanum“. Segist þegar hafa komist undan fjórum drónaárásum. Saklausir borgarar og börn eru oftar en ekki á meðal fórnarlamba slíkra árása. Fyrrverandi drónastýrimenn gagnrýna drónahernaðinn og segja hann vatn á myllu öfgamanna.

Hvernig ISIS varð til í bandarískum fangabúðum

Hvernig ISIS varð til í bandarískum fangabúðum

Helstu leiðtogar ISIS kynntust í bandarísku fangabúðunum Bucca í Írak. Fyrrverandi herforingjar úr her Saddams Hussein og öfgafullir íslamistar náðu saman í fangelsinu og úr varð banvænn kokteill. Fyrrverandi fangi líkir búðunum við verksmiðju sem framleiddi hryðjuverkamenn. Fangar skrifuðu símanúmer hvers annars innan á amerískar boxer nærbuxur.

„Heiminn á að hreinsa af gráum svæðum“

„Heiminn á að hreinsa af gráum svæðum“

Hvað er líkt með Anders Behring Breivik og hryðjuverkamönnum ISIS? Norskur rithöfundur sem skrifaði bók um Breivik segir að fasisminn sameini þá.

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól

Þúsundir sýrlenskra flóttamanna koma til höfuðborgar Þýskalands í viku hverri. Kanslari Þýskalands hefur gefið það út að engin takmörk séu fyrir því hversu mörgum flóttamönnum landið getur tekið á móti. Þessir nýju íbúar Berlínar koma sumir hverjir saman í menningarmiðstöðinni Salam í úthverfi borgarinnar. Þar er spilað, sungið og skeggrætt um stjórnmál. Þrátt fyrir erfiðleika og óvissu eftir langt og strangt ferðalag er þakklæti ofarlega í huga þessa fólks.

Álitsgjafar hvetja til landhernaðar og vilja „miskunnarlausa og harða valdbeitingu“

Álitsgjafar hvetja til landhernaðar og vilja „miskunnarlausa og harða valdbeitingu“

Leiða má líkur að því að öll umræða um öryggis- og hernaðarmál og friðhelgi einkalífs muni gjörbreytast eftir hryðjuverkin í París. Þá gætu atburðirnir orðið vatn á myllu þjóðernispopúlískra flokka í Evrópu.

Mikilvægt að friðarferli tyrkneskra stjórnvalda og Kúrda haldi áfram

Mikilvægt að friðarferli tyrkneskra stjórnvalda og Kúrda haldi áfram

„Það sem skiptir mestu er að allir vinni saman í baráttunni gegn ISIS en einnig að stjórnvöld í Tyrklandi og Kúrdar haldi áfram í friðarferli,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra við Stundina.