Flokkur

Stjórnsýsla

Greinar

Umboðsmaður Alþingis sendi forsætisráðherra bréf vegna rafbyssumálsins
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is sendi for­sæt­is­ráð­herra bréf vegna raf­byssu­máls­ins

Um­boðs­mað­ur vill að for­sæt­is­ráð­herra taki af­stöðu til þess hvort ákvörð­un Jóns Gunn­ars­son­ar um að heim­ila lög­reglu al­mennt að bera og nota raf­byss­ur hafi fal­ið í sér „mik­il­væga stefnu­mörk­un eða áherslu­breyt­ingu“ og hafi þar af leið­andi átt að ræða á rík­is­stjórn­ar­fundi áð­ur en regl­un­um var hrint í fram­kvæmd.
Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings
Afhjúpun

Formað­ur­inn vildi hætta en fékk starfs­loka­samn­ing vegna ágrein­ings

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir veitti frá­far­andi for­manni kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála 10 mán­aða laun þrátt fyr­ir að hann hyggð­ist hætta að eig­in frum­kvæði vegna starfs er­lend­is. Ráðu­neyt­ið er tví­saga í mál­inu. Sótt var að for­mann­in­um fyr­ir að leyna úr­skurð­um og vegna ágrein­ings með­al starfs­fólks.
„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
Fréttir

„Ómann­eskju­legt“ ferli að verða rík­is­borg­ari eft­ir að hafa bú­ið sex­tán ár á Ís­landi

Af­greiðsla Út­lend­inga­stofn­un­ar á um­sókn Robyn Mitchell um rík­is­borg­ara­rétt tók 20 mán­uði. Stofn­un­in krafð­ist þess með­al ann­ars að hún legði fram yf­ir­lit yf­ir banka­færsl­ur sín­ar, fram­vís­aði flug­mið­um og sendi sam­fé­lags­miðla­færsl­ur síð­ustu fimm ára til að færa sönn­ur á að hún hefði ver­ið hér á landi. „Þessi stofn­un er eins ómann­eskju­leg og hægt er að hugsa sér,“ seg­ir hún.
Uppgjör umboðsmanns: Vildi alltaf verða málsvari litla mannsins
Viðtal

Upp­gjör um­boðs­manns: Vildi alltaf verða mál­svari litla manns­ins

Tryggvi Gunn­ars­son er hætt­ur sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is eft­ir að hafa ver­ið við­loð­andi embætt­ið í 33 ár. Hann vildi ung­ur verða „mál­svari litla manns­ins“ og hef­ur þess ut­an starf­að við að veita vald­höf­um að­hald. Hann tók á skip­un­um dóm­ara, Lands­rétt­ar­mál­inu og leka­mál­inu og þurfti ít­rek­að að verj­ast ágangi valda­mesta fólks lands­ins. Eitt skipt­ið hringdi for­sæt­is­ráð­herr­ann í hann með slík­um yf­ir­gangi að breyta þurfti regl­um um sam­skipti ráða­manna við um­boðs­mann. „Í mínu starfi hef ég feng­ið fjölda ábend­inga vegna svona sím­tala,“ seg­ir hann.
Félagsmálaráðuneytið brýtur upplýsingalög í Laugalandsmálinu
FréttirLaugaland/Varpholt

Fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið brýt­ur upp­lýs­inga­lög í Lauga­lands­mál­inu

Fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið svar­ar ekki bréf­um kvenna sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi né held­ur er­indi lög­manns kvenn­anna. Lög­bund­inn frest­ur til að svara er­ind­un­um er út­runn­inn. Þrátt fyr­ir lof­orð þar um hef­ur Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra ekki boð­ið kon­un­um til fund­ar að nýju.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu