Fyrrverandi hæstaréttardómari ráðleggur konum að drekka minna til að forðast nauðganir
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir að áfengis- og vímuefnanotkun sé ástæða langflestra kynferðisbrota. Eigi það við um bæði brotamenn og brotaþola, sem Jón Steinar segir að hvorir tveggja upplifi „dapurlega lífsreynslu“. Stígamót leggja áherslu á ekkert réttlætir naugun og að nauðgari er einn ábyrgur gerða sinna. Í rannsókn á dómum Hæstaréttar í nauðgunarmálum kom fram að greina megi það viðhorf í dómum réttarins að „réttur karla sé verðmætari en réttur kvenna“.
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi
Lýsir reynslu sinni af vændi: „Þegar búið er að borga kemur þessi sadisti upp í þeim“
Eva Dís Þórðardóttir telur að síður eins og OnlyFans þrýsti á mörk kvenna um hvað þær eru tilbúnar að gera í kynlífi. Hún starfaði sjálf við vændi í Danmörku, en veitir nú konum sem stunda vændi á Íslandi ráðgjöf.
FréttirRéttindi feðra
Gestafyrirlesarar um foreldraútilokun gagnrýndir fyrir „forneskjulegar hugmyndir“
Stígamót vara við fyrirhuguðu námskeiði fyrir fagfólk á vegum Félags um foreldrajafnrétti. Fyrirlesararnir eru bresk hjón sem hafa skrifað um hefðbundin kynjahlutverk og gagnrýnt femínisma og kvennasamtök. Skipuleggjandi segir hópa hafa hag af því að berjast gegn umræðunni.
Mikil aukning er milli ára í tilkynntum kynferðisbrotamálum, óháð því hvenær brotin voru framin, til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 70 fleiri mál það sem af er ári en voru skráð á sama tíma í fyrra.
FréttirKynbundið ofbeldi
Stígamót: Réttarkerfið enn og aftur brugðist brotaþolum
Lögregla taldi ekki tilefni til að hefja rannsókn á meintri nauðgun þegar maður sagðist hafa sett lim í endaþarm sofandi 17 ára stúlku sem hann vissi að vildi ekki endaþarmsmök. Stígamót bregðast við fréttaflutningnum: „Ef samþykki er ekki fyrir hendi er um nauðgun að ræða.“
Aðsent
Guðrún Jónsdóttir yngri, Björg G. Gísladóttir og Anna Bentína Hermansen
„Saga þessarar baráttukonu er samofin sögu Stígamóta“
Til minningar um Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur.
Fréttir
Segir Stígamót hafa sannfært vændiskonu um að hún sé fórnarlamb: „Taktu bara ábyrgð á sjálfri þér“
Brynjar Níelsson vil afnema lög um að vændiskaup séu refsiverð og segist geta rökstutt að enginn kaupi aðgang að líkama kvenna nema í neyð. „Menn eru mjög uppteknir af því að
konan ráði yfir líkama sínum, hún má meira að segja deyða fóstur.“
Viðtal
Rænt af mafíu í París
Þegar Sigurbjörg Vignisdóttir fékk starf sem au pair í Lúxemborg sá hún fyrir sér að nú væru ævintýrin rétt að hefjast. Hún sá þarna tækifæri til að standa á eigin fótum, ferðast og vera frjáls. Eftir um mánaðardvöl úti fór fjölskyldan til Frakklands, þar sem hún drakk í sig menninguna, naut lífsins og fegurðarinnar í París. Þar til allt breyttist í einni svipan og myrkrið lagðist yfir, þegar henni var rænt af austur-evrópskri mafíu, sem misþyrmdi henni og skildi eftir í sárum sínum.
FréttirUppreist æru
Fyrningarfrestur barnaníðs var notaður sem pólitísk skiptimynt
Þegar Bjarni Benediktsson var formaður allsherjarnefndar Alþingis hótuðu sjálfstæðismenn að hindra eða tempra réttarbætur fyrir þolendur kynferðisbrota ef stjórnarandstaðan félli ekki frá kröfu sinni um að kaup á vændi yrðu gerð refsiverð. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig flokkurinn hefur dregið lappirnar í málaflokknum.
Fréttir
Fyrrverandi starfsmenn gagnrýna Stígamót fyrir eigin rannsókn á einelti
Fimm nafngreindir fyrrverandi starfsmenn Stígamóta óska eftir faglegri rannsókn á ásökunum um einelti. Þær segja óheilbrigða vinnustaðarmenningu ríkja á Stígamótum og telja að eigin rannsókn Stígamóta hafi verið ófagleg, þar sem ekki var rætt við brotaþola.
Fréttir
Talskona Stígamóta stígur til hliðar
Utanaðkomandi vinnustaðasálfræðingur verður fenginn til þess að taka út vinnuumhverfið á Stígamótum eftir yfirlýsingu Thelmu Ásdísardóttur um að níu fyrrverandi starfsmenn Stígamóta taki undir frásögn Helgu Baldvinsdóttur Bjargar af einelti og andlegu ofbeldi á vinnustaðnum.
Fréttir
Svara ásökunum um ofbeldi á Stígamótum: „Vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur“
„Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn og starfsfólki Stígamóta.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.