Pólitískar ráðningar, hótanir og mútugreiðslur koma fyrir í þeim nafnlausu frásögnum sem Björn Leví Gunnarsson fékk sendar þegar hann óskaði eftir sögum af spillingu. Stundin birtir sögurnar.
Á Íslandi er lögð áhersla á að ekki megi „tala Ísland niður“ í kjölfar afhjúpunar á framferði Samhefja. í Namibíu eru mútuþegar hins vegar eftirlýstir, fangelsaðir og eignir þeirra frystar, skrifar Jóhann Geirdal.
NærmyndSamherjaskjölin
117743
Ráðherrann samferða Samherja árum saman
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og vinur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að koma Samherja vel. Engin merki eru um neitt ólögmætt, að sögn formanns Sjálfstæðisflokksins.
Leiðari
2522.628
Jón Trausti Reynisson
Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
„Fallegt veður, finnst mér hérna úti,“ svaraði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um mútumálið, áður en hann kvartaði undan einhliða umfjöllun. Þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherrar tóku sig síðan til við að veita Samherja skjól og gott veður.
FréttirSamherjaskjölin
8113
Samherji einungis að reyna að verja sig
Innanhússrannsókn á Samherja er ótrúverðug að mati Jóns Ólafssonar prófessors. Leitað sé til lögmannsstofa til að undirbúa varnir en ekki til að gera innanhússrannsóknir á fyrirtækjum.
FréttirSamherjaskjölin
23185
Leyndin um Afríkuveiðar Samherja
Samherji hefur alltaf reynt að fara hljótt með þá staðreynd að fyrirtækið stundar veiðar í Afríku og var lítið rætt um það miðað við umfang veiða þeirra. Um 1/3 af tekjum Samherja kom frá Afríkuútgerðinni Kötlu Seafood og virðist Samherji ekki hafa getað hugsað sér að yfirgefa Afríku eftir sölu hennar.
FréttirSamherjaskjölin
88995
Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu
Namibísk sjávarútvegsfyrirtæki töpuðu kvóta til Samherja. Það olli því að fyrirtækin neyddust til að draga saman í starfsemi sinni og segja upp fólki. Þúsundir fjölskyldna misstu með því lífsviðurværi sitt.
FréttirSamherjaskjölin
8127
Samherjasjóðurinn hefur gefið minna til góðgerðarmála en fyrirtækið borgar í mútur
Samherji hefur gefið myndarlega til góðgerðar- og líknarmála í Eyjafirði í gegnum Samherjasjóðinn. Þær gjafir samsvara hins vegar aðeins um helmingi af mútugreiðslum.
FréttirSamherjaskjölin
33558
„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum
Samherji segir að fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hafi farið til Namibíu og gert úttekt á rekstri fyrirtækisins. Um er að ræða Jón Óttar Ólafsson, sem var rekinn frá Sérstökum saksóknara fyrir brot í starfi. Samherjaskjölin sýna að hann var fullur þátttakandi í starfseminni, fundaði með Þorsteini Má Baldvinssyni og namibísku mútuþegunum og fékk afrit af póstum um millifærslur til skattaskjóls.
FréttirSamherjaskjölin
160542
Þorsteinn Már hefur safnað 24 milljarða króna eignum í félagi sínu
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur safnað miklum auðæfum í eignarhaldsfélagi sínu. Áætlað hefur hann hagnast persónulega um tæplega 1,8 milljarða króna á veiðum sem byggja á mútugreiðslum.
ViðtalSamherjaskjölin
3052.414
Uppljóstrarinn í Samherjamálinu: „Það er bara verið að ræna Namibíu“
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, sem gerðist uppljóstrari, segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi verið lykilmaður í því að skipuleggja og ákveða mútugreiðslurnar í Namibíu. Hann segir að verið sé að fara illa með namibísku þjóðina og að arðrán á auðlindum hennar eigi sér stað.
Leiðari
4734.450
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson
Sómakennd Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sér hlutverk þolanda í íslensku samfélagi. Hann hefur kvartað undan „árásum“ eftirlitsaðila og reynt að fá þá í fangelsi. Í ljós er komið að Samherji stendur fyrir stórfelldum mútugreiðslum til að ná undir sig fiskveiðikvóta.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.