Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn
Ævintýralegri eigendasögu Skúla Mogensen á WOW air lauk í byrjun nóvember þegar botn komst loks í næstu skref framtíðar flugfélagsins. Á síðustu sjö árum hefur Skúli verið eitt helsta andlit ferðamannalandsins, farið mikinn í fjölmiðlum og verið með stór plön um heimsyfirráð WOW air.
Fréttir
Forstjóri Icelandair vill ekki svara spurningum um framtíð WOW air
Framtíð flugfélagsins WOW air er óljós þó uppkaup Icelandair á flugfélaginu séu kynnt þannig að félagið verði áfram til. Kaupin bar brátt að og virðast hafa verið neyðarúrræði eftir að björgunaraðgerðir Skúla Mogensen gengu ekki upp. Icelandair verst svara um yfirtökuna.
Fréttir
WOW air sendir út yfirlýsingu um að lágmark fjármögnunar hafi náðst
Samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur það tryggt sér 6,5 milljarða króna fjármögnun í skuldabréfaútboði.
Fréttir
Unnið að því að fá nýja hluthafa inn í WOW air
Vantar enn fimm miljónir evra til að ná lágmarksstærð skuldabréfaútboðs félagsins. Vonast er til að því marki verði náð í dag.
Fréttir
Hvað gerist ef WOW fer í þrot?
Ef flugfélaginu tekst ekki að fjármagna sig með skuldabréfaútboði gætu kröfuhafar tekið það yfir eða ríkið komið til bjargar. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor segir að gjaldþrot félagsins myndi ekki valda kerfishruni en þó hafa í för með sér aukna verðbólgu, atvinnuleysi og hærri húsnæðislán.
Fréttir
Bankarnir ekki um borð
Afar ólíklegt er talið að íslensku viðskiptabankarnir fáist til að taka þátt í fjármögnun WOW air.
Fréttir
Forstjóri Icelandair segir af sér og hlutabréf falla
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, sagði af sér í gær í kjölfar tilkynningar um lækkun afkomuspár á árinu. Hlutabréf í félaginu hríðféllu við opnun markaða en hafa tekið við sér.
Fréttir
Björn Leví sammála Davíð Oddssyni og botnar ekki í forsætisráðherra
Óljóst hvort stjórnvöld séu reiðubúin að hlaupa undir bagga með flugfélögum sem standa höllum fæti.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Við erum stuðpúðar íslenska óstöðugleikans
Almenningur fær sjálfkrafa á sig þrefalt högg ef vandræði Wow leiða til niðursveiflu.
Fréttir
Ræðst á næstu vikum hvort WOW heldur flugi
Skúli Mogensen hyggst auka fjármagn flugfélags síns um sex til tólf milljarða með skuldabréfaútgáfu. Fjárhagsstaða félagsins er erfið og líf þess eða dauði er sagt velta á því hvort vel tekst til.
FréttirFerðaþjónusta
WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu“
WOW air skilaði uppgjöri í febrúar í fyrra, en hefur ekki skilað uppgjöri í ár. Sonur bankastjóra Arion banka, viðskiptabanka WOW air, er lykilstarfsmaður hjá flugfélaginu.
FréttirFerðaþjónusta
Kópavogsbær lánar félagi tengdu WOW air 188 milljónir
Félag í samstæðu flugfélagsins WOW air fékk lán frá Kópavogsbæ fyrir lóðagjöldum út af byggingu höfuðstöðva og hótels í bænum. Arion banki veitti samstæðu WOW air 650 milljóna króna lán fyrir hótelbyggingum á varnarliðssvæðinu gamla. WOW air svarar spurningum um fjármögnun félagsins en í stjórnkerfinu fer nú fram vinna við hvernig bregðast eigi við mögulegum rekstrarerfiðleikum fyrirtækja í ferðaþjónustu, stærstu og mikilvægustu atvinnugrein íslensku þjóðarinnar.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.