
Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar
Margra ára deilur hafa geisað í fjölskyldu félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um jörðina Lambeyrar í Dölum. Ásmundur Einar bjó á jörðinni áður en hann settist á þing. Faðir hans, Daði Einarsson, rak bú á jörðinni sem varð gjaldþrota og missti hann í kjölfarið eignarhlut sinn í jörðinni yfir til systkina sinna sjö. Bróðir Daða vænir feðgana um innbrot í íbúðarhús á Lambeyrum sem deilt er um.