Minni órói mældist í Geldingadölum í dag og gosvirkni lá að mestu niðri. Það fór þó í gang að nýju síðla kvölds.
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Rukka inn á drullusvað
Bílastæði sem landeigendur við eldgosið rukka inn á er drullusvað og ófært að stórum hluta.
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Ferðamenn ganga yfir rjúkandi hraunið í Nátthaga
„Fólk er að taka svakalega áhættu,“ segir náttúruvársérfræðingur um hóp fólks sem gekk yfir hraunið í Nátthaga rétt í þessu. Rennslið hefur ekki minnkað og hraunið heldur áfram að staflast upp.
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall
„Gosið aldrei verið svona fallegt“
Páll Stefánsson ljósmyndari fór að eldgosinu í Geldingadölum, þar sem nýir gígar mynduðust í gær. Hann lýsir aðstæðum á vettvangi.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Hvað getur maður sagt?
...maður verður bara orðlaus yfir duttlungum, fegurð og krafti náttúrunnar.
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr
Mæðgurnar Ásta Þorleifsdóttir og Lilja Steinunn Jónsdóttir stóðu ofan í sprungunni sem byrjaði að gjósa upp úr í nótt aðeins sólarhring fyrr. Þær segja að jarðfræðimenntun þeirra beggja hafi komið að góðum notum þá en eftir uppgötvun þeirra var svæðið rýmt.
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
Það rigndi „gulli“ við eldgosið
„Einstaklega falleg“ vikurkorn bárust úr eldgosinu í Geldingadölum í gær eða nótt. Nornahár fundust í mosanum. Fólkið myndaði ljósarás frá gígnum.
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall
„Pílagrímsganga“ að eldgosinu
Mikill fjöldi fólks hefur lagt á sig gönguna að Geldingadölum til að berja gosið augum. Blaðamaður Stundarinnar ræddi upplifun þess við sex þeirra sem öll lýsa henni sem magnaðri.
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall
„Einstakur atburður“ í sögu þjóðar
Leita þarf sjö þúsund ár aftur í tímann eftir sambærilegu eldgosi og því sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga. Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur telur líklegt að gosið geti staðið um talsverða hríð en ólíklegt sé að það standi árum saman. „Dáleiðandi fegurð sem jafnast ekki á við neitt sem maður hefur séð,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur.
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
Vá
Páll Stefánsson ljósmyndari fór aftur að eldgosinu í kvöld.
Mynd dagsins
Páll Stefánsson
Ljósanótt á Reykjanesi
Höfuðljósin lýsa upp leiðina niður í Nátthagakrika, seint í gærkvöldi. Ótrúlegur fjöldi var samankomin við gosstöðvarnar í gær, miðvikudag. Björgunarsveitarmaður á staðnum sagði mér, undir rós, að þeir hefðu áætlað að um 5.000 manns hefðu verið á svæðinu þegar mest var. Veðurspáin fyrir gossvæðið í Geldingardölum nú um helgina er ekki góð, stíf norðanátt og fimbulkuldi. Ekki örvænta, það mun gjósa þarna lengi, jafnvel áratugi.
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall
Svona var ástandið við eldgosið
Fólk streymdi upp stikaða stíginn að eldgosinu í gær eins og kvika upp gosrás. Ástandið minnti meira á útihátíð en náttúruhamfarir.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.