Flokkur

Skattaskjól

Greinar

Banki Margeirs slapp við skuld við ríkið með viðskiptum í skattaskjóli
FréttirPanamaskjölin

Banki Mar­geirs slapp við skuld við rík­ið með við­skipt­um í skatta­skjóli

Mar­geir Pét­urs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi MP bank­ans sál­uga, var um­svifa­mik­ill við­skipta­vin­ur panömsku lög­manns­stof­unn­ar Mossack Fon­seca um ára­bil sam­kvæmt Pana­maskjöl­un­um. Af­l­ands­fé­lag í huldu eign­ar­haldi átti lyk­il­þátt í við­skiptafléttu sem fól í sér að banki í eigu Mar­geirs gerði upp skuld við ís­lenska rík­ið eft­ir að af­l­ands­fé­lag­ið keypti kröf­ur af ís­lensk­um líf­eyr­is­sjóð­um.
Flett ofan af Björgólfsfeðgum: Reikningur í skattaskjóli og bankahólf opnuð í hruninu
AfhjúpunPanamaskjölin

Flett of­an af Björgólfs­feðg­um: Reikn­ing­ur í skatta­skjóli og banka­hólf opn­uð í hrun­inu

Gögn frá lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca varpa ljósi á ótrú­lega um­fangs­mik­il við­skipti feðg­anna Björgólfs Guð­munds­son­ar og Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar í skatta­skjól­um fyr­ir og eft­ir hrun­ið 2008. Feðg­arn­ir tengd­ir meira en 50 fé­lög­um. Dótt­ir Björgólfs Guð­munds­son­ar opn­aði banka­reikn­ing og banka­hólf í Sviss og neit­ar að segja af hverju. Óþekkt lán­veit­ing upp á 3,6 millj­arða til Tor­tóla­fé­lags. Fé­lag sem Björgólf­ur eldri stýrði fékk millj­arð í lán sem aldrei fékkst greitt til baka. Nær öll fyr­ir­tæki Björgólfs Thors eru beint eða óbeint í skatta­skjóli.
Panama-skjölin: Systkinin fjögur með félög í skattaskjóli
RannsóknPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: Systkin­in fjög­ur með fé­lög í skatta­skjóli

Skatta­yf­ir­völd á Tor­tóla reyndu að fá upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­stöðu fé­lags Karls Werners­son­ar á Tor­tólu. Karl seg­ir skatta­yf­ir­völd á Ís­landi hafa skoð­að skatt­skil fyr­ir­tæk­is­ins án frek­ari að­gerða. Þrjú af systkin­um Karls stofn­uðu fyr­ir­tæki í gegn­um Mossack Fon­seca en eitt þeirra, Ing­unn Werners­dótt­ir, fékk tæpa fimm millj­arða króna þeg­ar hún seldi Karli og Stein­grími Werners­son­um hlut sinn í Milest­one ár­ið 2005. Skúli Eggert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri seg­ir upp­lýs­inga­skipta­samn­inga við lág­skatta­ríki hafa gert mik­ið gagn.
Engir aðrir þingmenn segjast vera tengdir skattaskjólum
Úttekt

Eng­ir aðr­ir þing­menn segj­ast vera tengd­ir skatta­skjól­um

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son eru með­al þeirra þing­manna sem ekki hafa svar­að spurn­ing­um um eign­ir sín­ar er­lend­is. Eng­inn þeirra þing­manna sem seg­ist eiga eign­ir er­lend­is á eign­ir í skatta­skjóli. Stund­in spurði alla þing­menn á Al­þingi um eign­ir þeirra er­lend­is og eru sára­fá­ir sem ein­hverj­ar eign­ir eiga ut­an Ís­lands.
Leysa upp skattaskjólsfélagið sem Pálmi notaði til að flytja fjóra milljarða til Tortóla
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Leysa upp skatta­skjóls­fé­lag­ið sem Pálmi not­aði til að flytja fjóra millj­arða til Tor­tóla

Fons, fé­lag Pálma Har­alds­son­ar, var á end­an­um í eigu tveggja Tor­tóla­fé­laga í gegn­um Matt­hew Hold­ings S.A. í Lúx­em­borg. Nú hef­ur dóm­stóll í Lúx­em­borg kveð­ið upp úr­skurð um slit á Matt­hew Hold­ings sem ekki hef­ur skil­að árs­reikn­ingi frá ár­inu 2006. Eng­ar op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar eru því til um af­drif 4,2 millj­arða króna arðs frá Fons sem rann tll Lúx­em­borg­ar frá Ís­landi 2007.
Gunnlaugur hefði þurft að greiða 127 milljónir í skatt af Tortólafélaginu eftir lagabreytinguna
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Gunn­laug­ur hefði þurft að greiða 127 millj­ón­ir í skatt af Tor­tóla­fé­lag­inu eft­ir laga­breyt­ing­una

Gunn­laug­ur Sig­munds­son hefði þurft að greiða tekju­skatt af arð­greiðslu út úr fé­lagi sem hann átti í Lúx­em­borg ef hann hefði greitt arð­inn út eft­ir ár­ið 2010. Þeir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gerðu báð­ir ráð­staf­an­ir í af­l­ands­fé­lög­um sín­um fyr­ir lag­breyt­ing­una þann 1. janú­ar 2010. Tekju­skatt­ur­inn af arð­greiðsl­unni hefði num­ið að minnsta kosti 127 millj­ón­um eft­ir 1. janú­ar 2010 en fyr­ir það hefði lög­bund­in greiðsla skatts af arð­in­um átt að vera um 35 millj­ón­ir króna.
Víðtæk hagsmunatengsl formanna stjórnarflokkanna
Afhjúpun

Víð­tæk hags­muna­tengsl formanna stjórn­ar­flokk­anna

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son tengj­ast skatta­skjól­um og lág­skatta­svæð­um bæði með bein­um hætti og óbein­um. Gunn­laug­ur Sig­munds­son fað­ir Sig­mund­ar nýtti sér Tor­tóla­fé­lög í gegn­um Lúx­em­borg til að taka út 354 millj­óna króna arð eft­ir hrun. Mik­il­væg­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lag föð­ur­bróð­ur Bjarna, Ein­ars Sveins­son­ar, var flutt frá Kýp­ur til Lúx­em­borg­ar með rúm­lega 800 millj­óna króna eign­um. Hversu mörg önn­ur fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um og á lág­skatta­svæð­um tengj­ast þess­um for­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks?

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu