Segir þá bræður ekki hafa þurft á DK-milljónunum að halda
Bræðurnir Magnús og Dagbjartur Pálssynir voru tekjuhæstir Hafnfirðinga á síðasta ári eftir sölu á fyrirtæki þeirra DK hugbúnaði. Dagbjartur segir að fyrirtækið hafi skilað þeim það góðum peningum í mörg ár að þeir hafi ekki þurft á söluhagnaðinum að halda.
FréttirTekjulistinn 2021
Salan á DK hugbúnaði gerði tug manna að milljónamæringum
Sex fyrrverandi eigendur DK hugbúnaðar ná inn í topp 20 yfir tekjuhæstu Íslendingana á síðasta ári. Sjöundi eigandinn hefði komist í 6. sæti ef sölutekjurnar hefðu verið færðar á hann persónulega. Hollenska fyrirtækið TSS keypti fyrirtækið á 3,5 milljarða króna á síðasta ári.
FréttirTekjulistinn 2021
Salan á Hugin gerði þrjá bræður að skattakóngum Vestmannaeyja
Þrír bræður verma efstu sætin yfir tekjuhæstu Vestmannaeyingana á síðasta ári. Arður af útgerðarfyrirtækjum skilar fólki í efstu fjögur sætin. Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja, kemst ekki á lista yfir tekjuhæsta 1 prósent landsmanna samkvæmt álagningarskrá.
FréttirTekjulistinn 2021
Skattakóngur í ótímabundnu leyfi vegna alvarlegrar kulnunar
Pétur Guðjónsson greiddi hæsta skatta í Mosfellsbæ og Kjós á síðasta ári. Pétur var greindur með alvarlega kulnun í starfi og fór í leyfi frá störfum sínum hjá Marel til að reyna að ná heilsu á ný. Jökull í Kaleo greiddi þriðju hæstu skattana í umdæminu á síðasta ári.
GreiningTekjulistinn 2021
Annmarkar skattaskránna: Stærsti hluti auðsöfnunar á Íslandi er falinn inni í félögum
Samanburður á skráðum árstekjum þekkts eignafólks og þeirrar eignamyndunar sem á sér stað inni í eignarhaldsfélögum þeirra sýnir hvað tekjuupplýsingar segja litla sögu um eignamyndun.
FréttirTekjulistinn 2021
Tekjuhæsti Kópavogsbúinn: „Hlýtur að þurfa að skattleggja auðkýfinga eins og mig meira“
Kári Stefánsson er skattakóngur Kópavogs 2020. Hann er þeirra skoðunar að eðlilegt hefði verið að hann borgaði að minnsta kosti 70 milljónum króna meira í skatta. Auka þurfi samneysluna með því að sækja fé til þeirra sem mikið eiga í stað þess að skattleggja hina fátæku.
FréttirTekjulistinn 2021
Reykvísk fjölskylda hagnaðist um 2,5 milljarða á tæknilausnum í baráttunni við Covid-19
Inga Dóra Sigurðardóttir er skattadrottning Íslands. Hún hagnaðist um tæpa tvo milljarða á sölu á hlutabréfum í danska fyrirtækinu ChemoMetec, ásamt eiginmanni sínum, Berki Arnviðarsyni. Synir hennar tveir högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna og eru á lista yfir 50 tekjuhæstu Íslendingana árið 2020.
FréttirTekjulistinn 2021
Bræður greiða hæsta skatta á Vestfjörðum
Tvennir bræður eru á topp fimm lista yfir þá sem hæsta skatta greiða á Vestfjörðum. Guðbjartur og Jakob Valgeir Flosasynir verma efstu tvö sætin. Deilur við skattayfirvöld skekkja mögulega myndina þegar kemur að Magnúsi Haukssyni sem er þriðji í röðinni samkvæmt álagningarskrá.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.