Fréttamál

„Skæruliðar“ Samherja

Greinar

„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Fréttir

Þor­steinn svar­ar engu um dylgj­ur í af­sök­un­ar­beiðni

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki ætla að svara um efni af­sök­un­ar­beiðni sem fyr­ir­tæki hans birti óund­ir­rit­aða á vef­síðu sinni um helg­ina. Stund­in beindi til hans sömu spurn­ingu og lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafði kraf­ið Lilju Dögg Al­freðs­dótt­ur mennta­mála­ráð­herra svara um nokkr­um vik­um fyrr. Í af­sök­un­ar­beiðn­inni er full­yrt að um­fjöll­un hafi ver­ið „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um“.
Samherji segist hafa gengið of langt en sakar fjölmiðla um einhliða, ósanngjarnar og rangar fréttir
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja

Sam­herji seg­ist hafa geng­ið of langt en sak­ar fjöl­miðla um ein­hliða, ósann­gjarn­ar og rang­ar frétt­ir

Í óund­ir­rit­aðri yf­ir­lýs­ingu sem birt var á vef Sam­herja í gær er beðist af­sök­un­ar of hörð­um við­brögð­um fyr­ir­tæk­is­ins við frétta­flutn­ingi, sem sagð­ur er ein­hliða, ósann­gjarn og ekki alltaf byggð­ur á stað­reynd­um. Vara­f­rétta­stjóri RÚV, Heið­ar Örn Sig­urfinns­son seg­ir af­sök­un­ar­beiðn­in hefði ver­ið betri, væri hún skýr­ari.
Starfsmenn Samherja tóku gögn úr skýi uppljóstrarans
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja

Starfs­menn Sam­herja tóku gögn úr skýi upp­ljóstr­ar­ans

Starfs­menn Sam­herja fóru inn á per­sónu­leg­an Drop­box-reikn­ing upp­ljóstr­ar­ans í Sam­herja­mál­inu, tóku það­an gögn og sendu áfram. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt Örnu Bryn­dís­ar Bald­vins McClure, inn­an­hús­lög­fræð­ings Sam­herja. Hún til­heyrði „skæru­liða­deild“ út­gerð­ar­inn­ar, sem með­al ann­ars hafði það að mark­miði að hræða upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son frá því að bera vitni í Namib­íu.
Blaðamenn eru „ótrúlega miklir aumingjar“
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja

Blaða­menn eru „ótrú­lega mikl­ir aum­ingj­ar“

Í þætti Harma­geddon í gær var „skæru­liða­deild“ Sam­herja rædd við þing­menn­ina Brynj­ar Ní­els­son og Helgu Völu Helga­dótt­ur. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kall­aði þar blaða­menn sjálf­hverfa aum­ingja og að það mætti gagn­rýna þá með öll­um hætti og að þeir þyrftu að hætta að vera við­kvæm­ir.
„Skæruliðadeildin“ leitaði til Kristjáns Þórs og taldi hann sinn mann
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja

„Skæru­liða­deild­in“ leit­aði til Kristjáns Þórs og taldi hann sinn mann

Páll Stein­gríms­son skip­stjóri hef­ur ver­ið í beinu sam­bandi við Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og leit­að hjá hon­um ráða. Arna McClure, lög­fræð­ing­ur á skrif­stofu Sam­herja, lýs­ir hon­um sem sam­herja fyr­ir­tæk­is­ins. Bæði til­heyra þau hinni svo­köll­uðu „skæru­liða­deild“ út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu