Jóhannes kvartar yfir Samherjafólki til Persónuverndar
Uppljóstrarinn í Namibíumálinu, Jóhannes Stefánsson, hefur lagt fram kvörtun á hendur starfsmönnum Samherja sem viðurkennt hafa í dómsskjölum að hafa farið inn á persónulegan Dropbox-reikning hans.
Fréttir
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist ekki ætla að svara um efni afsökunarbeiðni sem fyrirtæki hans birti óundirritaða á vefsíðu sinni um helgina. Stundin beindi til hans sömu spurningu og lögmaður fyrirtækisins hafði krafið Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra svara um nokkrum vikum fyrr. Í afsökunarbeiðninni er fullyrt að umfjöllun hafi verið „einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum“.
Fréttir
Afsökunarbeiðni Samherja: ATON veitti útgerðarfélaginu ráðgjöf um helgina
Almannatengslafyrirtækið Aton aðstoðaði Samherja við yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér um helgina. Ingvar Sverrisson framkvæmdastjóri segir að hann geti ekki farið út í hverju ráðgjöfin fólst nákvæmlega.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
Samherji segist hafa gengið of langt en sakar fjölmiðla um einhliða, ósanngjarnar og rangar fréttir
Í óundirritaðri yfirlýsingu sem birt var á vef Samherja í gær er beðist afsökunar of hörðum viðbrögðum fyrirtækisins við fréttaflutningi, sem sagður er einhliða, ósanngjarn og ekki alltaf byggður á staðreyndum. Varafréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson segir afsökunarbeiðnin hefði verið betri, væri hún skýrari.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
Gengst við samskiptum við Pál
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segist hafa verið í samskiptum við Pál Steingrímsson, skipstjóra Samherja og einn meðlima „skæruliðadeildar“ fyrirtækisins. Ráðherrann svaraði ekki spurningum Stundarinnar um samskiptin þegar greint var frá þeim á þriðjudag.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
Starfsmenn Samherja tóku gögn úr skýi uppljóstrarans
Starfsmenn Samherja fóru inn á persónulegan Dropbox-reikning uppljóstrarans í Samherjamálinu, tóku þaðan gögn og sendu áfram. Þetta kemur fram í samantekt Örnu Bryndísar Baldvins McClure, innanhúslögfræðings Samherja. Hún tilheyrði „skæruliðadeild“ útgerðarinnar, sem meðal annars hafði það að markmiði að hræða uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson frá því að bera vitni í Namibíu.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
Blaðamenn eru „ótrúlega miklir aumingjar“
Í þætti Harmageddon í gær var „skæruliðadeild“ Samherja rædd við þingmennina Brynjar Níelsson og Helgu Völu Helgadóttur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði þar blaðamenn sjálfhverfa aumingja og að það mætti gagnrýna þá með öllum hætti og að þeir þyrftu að hætta að vera viðkvæmir.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
Forsætisráðherra um Samherja: „Svona gera menn einfaldlega ekki“
Katrín Jakobsdóttir er harðorð í garð Samherja vegna framgöngu fyrirtækisins sem afhjúpuð var fyrir helgi. Hún segir leiðtogar jafn stórra fyrirtækja og Samherja bera ábyrgð gagnvart samfélaginu.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
„Skæruliðadeildin“ leitaði til Kristjáns Þórs og taldi hann sinn mann
Páll Steingrímsson skipstjóri hefur verið í beinu sambandi við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og leitað hjá honum ráða. Arna McClure, lögfræðingur á skrifstofu Samherja, lýsir honum sem samherja fyrirtækisins. Bæði tilheyra þau hinni svokölluðu „skæruliðadeild“ útgerðarinnar.
Svokölluð „skæruliðadeild“ Samherja beinir spjótum sínum að gagnrýnendum útgerðarfélagsins og blaðamönnum, eftir samþykki frá „mönnunum“. „Ég vil stinga, snúa og strá salti í sárin,“ segir lögmaður Samherja. Lagt er á ráð um að kæra uppljóstrara til að koma í veg fyrir vitnisburð hans fyrir dómi.
Fréttir
Leggja á ráðin um að kæra Jóhannes til að koma í veg fyrir vitnisburð
Samherji leggur á ráðin um að kæra Jóhannes Stefánsson uppljóstara í Namíbu og saka hann um þjófnað. Eini tilgangurinn virðist vera að hræða hann frá því að bera vitni gegn Samherja og starfsmönnum fyrirtækisins vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna í Namibíu.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.