Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, hefur tvívegis keypt ríkiseignir á undirverði í einkavæðingarferli. Þetta eru viðskiptin með SR-mjöl árið 1993 og kaup hans á hlutabréfum í Íslandsbanka árið 2022. Í báðum tilfellum hefur Ríkisendurskoðun tekið söluna á eignunum til rannsóknar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem helst var gagnrýndur fyrir söluna á SR-mjöli, segir að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.
FréttirKSÍ-málið
Lögmaður tengdur KSÍ og Kolbeini birti gögn um brotaþola
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, segir að birting rannsóknargagna geti varðað við brot á hegningarlögum og íhugar að kæra Sigurður G Guðjónsson til lögreglu vegna þess. Rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að rannsóknargögn í sakamálum séu notuð í annarlegum tilgangi á opinberum vettvangi og ástæðu til að hafa áhyggjur af því að lögmaður sem hefur ekki aðkomu að málinu sé fenginn til að fronta birtingu slíkra gagna.
Fréttir
Björgólfur lánaði tæpan milljarð vegna DV
Nýr ársreikningur sýnir að Dalsdalur, móðurfélag fyrri eiganda DV, fékk 920 milljóna vaxta- og afborganalaust lán á tæpum þremur árum frá félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis. Félagið sagði ósatt um lánið þar til í vor.
FréttirEignarhald DV
DV skrifaði um huldubakhjarlinn Björgólf Thor: „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir“
Fjölmiðillinn fjallaði ítrekað um Björgólf Thor Björgólfsson án þess að nefna fjárhagslegan stuðning hans við reksturinn. Björgólfur var sakaður um bein áhrif á ritstjórnina eftir að ómerkt frétt birtist með aðdróttunum um andstæðing hans, Róbert Wessman.
FréttirEignarhald DV
Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV: „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“
Eigandi DV vildi ekki greina frá því hver lánaði félagi sínu tæpan hálfan milljarð til að fjármagna taprekstur. Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar neitaði því að hann væri lánveitandinn. Samkeppniseftirlitið hefur birt upplýsingarnar vegna samruna eigenda DV og Fréttablaðsins. Þar kemur í ljós að Björgólfur Thor stóð að baki útgáfunni.
FréttirFjölmiðlamál
Breyta skuld Birtings í hlutafé og jafna 100 milljóna tap
Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur breytt 118 milljóna króna skuld Birtings útgáfufélags í hlutafé.
FréttirPlastbarkamálið
Ekkja Andemariams vill fá skaðabætur
Merhawit Baryamikael Tesfaslase leitar réttar síns gegn Landspítalanum og Karolinska sjúkrahúsinu út af plastbarkamálinu. Lögmaður hennar segir kröfugerðina á frumstigi.
FréttirEignarhald DV
90 milljóna skuld DV breytt í hlutafé
Hluta skuldar Frjálsrar fjölmiðlunar, rekstrarfélags DV, við móðurfélag sitt var breytt í hlutafé. Eigandinn hefur ekki viljað gefa upp hver lánaði 475 milljónir til kaupa og reksturs félagsins.
FréttirEignarhald DV
Neitar að segja hver veitti 475 milljóna huldulán til reksturs DV
Félag Sigurðar G. Guðjónssonar fékk 475 milljóna króna lán í fyrra frá óþekktum aðilum. Lánið var notað til að kaupa og fjármagna rekstur DV og fleiri fjölmiðla. Sigurður segir upplýsingagjöf um hagsmunatengsl ekki skipta máli.
Sigurður G. Guðjónsson talar um eignarhald sitt á Frjálsri fjölmiðlun sem biðleik. Allir skattaskuldir fjölmiðlanna sem fyrirtækið keypti af Pressunni hafa verið greiddar. Lögmaðurinn vinnur að því að fá fleiri fjárfesta að félaginu. Leynd ríkir um fjármögnun Frjálsrar fjölmiðlunar.
FréttirEignarhald DV
Jón Steinar kom að kaupunum á DV og Pressunni
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur unnið að viðskiptunum með fjölmiðla Presssunnar ásamt Sigurði G. Guðjónssyni. Enn liggur ekki ljóst fyrir hverijr það eru sem kaupa fjölmiðla Pressunnar. Björn Ingi Hrafnsson var í persónulegum ábyrgðum fyrir yfirdrætti fjölmiðlanna í bankakerfinu.
FréttirFjölmiðlamál
Pressunni stefnt út af 40 milljóna króna skuld
Fjölmiðlar seldir út úr Pressunni, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, vegna erfiðrar skuldastöðu fyrirtækisins. Að minnsta kosti þrjú mál hafa verið höfðuð gegn Pressunni út af ógreiddum skuldum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.